Njóttu sólarinnar 5. júlí 2004 00:01 Nú er sumarið komið og margir farnir í tilheyrandi sumarfrí. Sumir eiga það eftir, sumir eru búnir með það og sumir fá einfaldlega ekkert sumarfrí. Á heitum sumardögum er oft erfitt að einbeita sér að vinnunni. Freistandi er að horfa út um gluggann, láta hugann reika og gleyma mikilvægum verkefnum og skilafrestum. Þó er ekki öll von úti enn og ekkert mál að flytja sumarið inn á skrifstofuna. Ef þú kemst ekki út á daginn til að njóta sumarmánaðanna reyndu þá að koma með sumarið inn. Tíndu sumarblóm og settu þau á skrifborðið þitt í vinnunni. Ef þú vinnur við tölvu þá geturðu sett einhverja sumarlega mynd á skjáinn og spilað hressa og sumarlega tónlist. Opnaðu gluggana, farðu úr skónum og njóttu sumarsins - innandyra. Gerðu sem mest úr matartímanum. Taktu þér þann matartíma sem þú mátt og gerðu eitthvað sniðugt. Komdu með nesti, finndu fallegan grasblett og farðu í litla lautarferð. Einnig er hægt að finna kaffihús þar sem hægt er að sitja úti í sólinni. Góð pása yfir daginn tryggir meiri afköst. Farðu með vinnuna út ef þú getur. Athugaðu hvort þú getur flutt fundi út eða sest á bekk með fartölvuna og unnið í sólskininu. Athugaðu hvort þú getur unnið þér inn aukatíma. Kannski leyfir fyrirtækið þér að vinna aðeins lengur einn daginn og sleppa þannig fyrr einhvern annan dag. Þú gætir unnið aðeins lengur alla vikuna og farið fyrr á föstudögum og notið dagsins. Hreyfðu þig. Farðu á morgnana eða eftir vinnu í ræktina, sund eða út að ganga. Reyndu að fá vinnufélagana með og stofna ef til vill gönguklúbb. Þú getur líka hreyft þig í matartímanum og tekið góðan göngutúr nálægt vinnunni. Farðu í frí! Notaðu allt sumarfríið þitt og taktu þér ærlegt frí til að slappa af. Þú þarft ekkert endilega að fara til útlanda heldur frekar njóta rós og næðis hér heima fyrir. Ef þú tekur þér eitt gott frí yfir sumartímann þá tryggir það að þú kemur endurnærð/ur til vinnu og heldur betur á spöðunum. Atvinna Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Nú er sumarið komið og margir farnir í tilheyrandi sumarfrí. Sumir eiga það eftir, sumir eru búnir með það og sumir fá einfaldlega ekkert sumarfrí. Á heitum sumardögum er oft erfitt að einbeita sér að vinnunni. Freistandi er að horfa út um gluggann, láta hugann reika og gleyma mikilvægum verkefnum og skilafrestum. Þó er ekki öll von úti enn og ekkert mál að flytja sumarið inn á skrifstofuna. Ef þú kemst ekki út á daginn til að njóta sumarmánaðanna reyndu þá að koma með sumarið inn. Tíndu sumarblóm og settu þau á skrifborðið þitt í vinnunni. Ef þú vinnur við tölvu þá geturðu sett einhverja sumarlega mynd á skjáinn og spilað hressa og sumarlega tónlist. Opnaðu gluggana, farðu úr skónum og njóttu sumarsins - innandyra. Gerðu sem mest úr matartímanum. Taktu þér þann matartíma sem þú mátt og gerðu eitthvað sniðugt. Komdu með nesti, finndu fallegan grasblett og farðu í litla lautarferð. Einnig er hægt að finna kaffihús þar sem hægt er að sitja úti í sólinni. Góð pása yfir daginn tryggir meiri afköst. Farðu með vinnuna út ef þú getur. Athugaðu hvort þú getur flutt fundi út eða sest á bekk með fartölvuna og unnið í sólskininu. Athugaðu hvort þú getur unnið þér inn aukatíma. Kannski leyfir fyrirtækið þér að vinna aðeins lengur einn daginn og sleppa þannig fyrr einhvern annan dag. Þú gætir unnið aðeins lengur alla vikuna og farið fyrr á föstudögum og notið dagsins. Hreyfðu þig. Farðu á morgnana eða eftir vinnu í ræktina, sund eða út að ganga. Reyndu að fá vinnufélagana með og stofna ef til vill gönguklúbb. Þú getur líka hreyft þig í matartímanum og tekið góðan göngutúr nálægt vinnunni. Farðu í frí! Notaðu allt sumarfríið þitt og taktu þér ærlegt frí til að slappa af. Þú þarft ekkert endilega að fara til útlanda heldur frekar njóta rós og næðis hér heima fyrir. Ef þú tekur þér eitt gott frí yfir sumartímann þá tryggir það að þú kemur endurnærð/ur til vinnu og heldur betur á spöðunum.
Atvinna Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira