Lífið

Flutti suður í sjónvarpið

"Þetta er algjör unglingaþáttur," segir Anna Katrín Guðbrandsdóttir, en í dag fer fyrsti sjónvarpsþátturinn hennar í loftið á Popptíví. "Ég sé um þáttinn ásamt Heiðari Austmann sem er algjör snilldargaur. Við ætlum að stíla inn á framhaldsskólaaldurinn, félagslífið og hvað krakkarnir eru að gera og hugsa." Anna Katrín er sjálf framhaldsskólanemi í MA og á tvö ár eftir til stúdentsprófs. "Í vetur ætla ég að taka mér ársleyfi frá námi og snúa mér að nýjum hlutum. Þessi þáttur er það sem ég er að gera núna og vonandi næsta vetur." Eftir að Anna Katrín flutti suður á dögunum ákvað hún að athuga með vinnu hjá Norðurljósum þar sem hún kynnist starfsfólkinu þar vel í gegnum Idolið. "Ég bjóst aldrei við að fá svona góða vinnu," segir Anna Katrín. Aðspurð hvort að störf við fjölmiðla heilli segist Anna Katrín varla hafa leitt hugann að því áður en hún fékk vinnuna á Popptíví. "Ég ætlaði alltaf að verða læknir en við skulum segja að það er alla vegna búið og mér finnst nýja vinnan ógeðslega skemmtileg." Þátturinn verður alltaf í beinni útsendingu og að sögn Önnu verður efnið ótrúlega fjölbreytt. "Við byggjum þetta upp á vinsælustu tónlistinni, viðtölum, fáum hljómsveitir í heimsókn og förum út í bæ og spjöllum við fólk." Flestir þekkja nýja þáttastjórnandann úr Idolinu en aðspurð segist hún ekkert ætla syngja á Popptíví. "Þessi þáttur er eitthvað allt annað og nýtt, ég ætla því ekkert að syngja." Þátturinn verður alla virka daga á Popptíví milli 17 og 19.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.