Vilja engar víggirðingar 26. júlí 2004 00:01 Beta Einarsdóttir er að vökva blómin götumegin í garðinum sínum þegar Fréttablaðsfólk ber að. "Maður verður stöðugt að hafa hugann við þetta en það er líka til mikils að vinna því það gefur manni svo mikla ánægju að hafa fallegt í kring um sig," segir hún og skvettir síðustu dropunum úr garðkönnunni á eina af gulu stjúpunum. Beta býr við Langholtsveginn ásamt manni sínum sr. Fjalari Sigurjónssyni og saman hafa þau ræktað garðinn sinn svo eftir er tekið. "Það kemur oft fyrir að fólk staldrar við hér á gangstéttinni og virðir fyrir sér útsýnið. Það finnst okkur skemmtilegt enda skiljum við ekki þá sem vilja byrgja garða sína algerlega," segir Beta. Sr. Fjalarr tekur undir þau orð og nefnir það víggirðingar sem verið sé unnvörpum að reisa utan um lóðir. Þau eru sammála um að fólk megi hugsa meira um að veita fegurð út í umhverfi sitt og gleðja augu þeirra sem eigi leið hjá. Þótt Fjalarr og Beta séu komin yfir áttrætt og garðurinn stór sem þau þurfa að sinna þá er engan bilbug á þeim að finna. Fjalarr er nýlega búinn að slá grasflötina sem er á tveimur stöllum. Í einu horninu er rabarbarinn tilbúinn í grautinn og kartöflugarður í öðru gefur fyrirheit um heilmikla búsæld með haustinu. Steinar úr íslenskri náttúru, rótarhnyðjur og rekakúlur sóma sér vel innan um gróðurinn og fuglar himins eru sérstakir aufúsugestir sem boðið er upp á húsnæði, fæði og baðaðstöðu í garðinum. Það er sama hvert litið er, allt ber natni vitni. Beta segir þau hjón alltaf kaupa sumarblómin í Hveragerði hjá Ingibjörgu. Það hafi reynst þeim lang best. Þennan garð hafa Fjalarr og Beta átt síðan 1989. Þau segja hann þriðja garðinn sem þau annist. Sá fyrsti hafi verið við prestsbústaðinn í Hrísey og annar á Kálfafellsstað í Suðursveit. "Þeir voru eign ríkisins en það skipti okkur engu máli," segir Beta. "Við viljum bara prýða í kring um okkur, þar sem við erum." gun@frettabladid.is Hús og heimili Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira
Beta Einarsdóttir er að vökva blómin götumegin í garðinum sínum þegar Fréttablaðsfólk ber að. "Maður verður stöðugt að hafa hugann við þetta en það er líka til mikils að vinna því það gefur manni svo mikla ánægju að hafa fallegt í kring um sig," segir hún og skvettir síðustu dropunum úr garðkönnunni á eina af gulu stjúpunum. Beta býr við Langholtsveginn ásamt manni sínum sr. Fjalari Sigurjónssyni og saman hafa þau ræktað garðinn sinn svo eftir er tekið. "Það kemur oft fyrir að fólk staldrar við hér á gangstéttinni og virðir fyrir sér útsýnið. Það finnst okkur skemmtilegt enda skiljum við ekki þá sem vilja byrgja garða sína algerlega," segir Beta. Sr. Fjalarr tekur undir þau orð og nefnir það víggirðingar sem verið sé unnvörpum að reisa utan um lóðir. Þau eru sammála um að fólk megi hugsa meira um að veita fegurð út í umhverfi sitt og gleðja augu þeirra sem eigi leið hjá. Þótt Fjalarr og Beta séu komin yfir áttrætt og garðurinn stór sem þau þurfa að sinna þá er engan bilbug á þeim að finna. Fjalarr er nýlega búinn að slá grasflötina sem er á tveimur stöllum. Í einu horninu er rabarbarinn tilbúinn í grautinn og kartöflugarður í öðru gefur fyrirheit um heilmikla búsæld með haustinu. Steinar úr íslenskri náttúru, rótarhnyðjur og rekakúlur sóma sér vel innan um gróðurinn og fuglar himins eru sérstakir aufúsugestir sem boðið er upp á húsnæði, fæði og baðaðstöðu í garðinum. Það er sama hvert litið er, allt ber natni vitni. Beta segir þau hjón alltaf kaupa sumarblómin í Hveragerði hjá Ingibjörgu. Það hafi reynst þeim lang best. Þennan garð hafa Fjalarr og Beta átt síðan 1989. Þau segja hann þriðja garðinn sem þau annist. Sá fyrsti hafi verið við prestsbústaðinn í Hrísey og annar á Kálfafellsstað í Suðursveit. "Þeir voru eign ríkisins en það skipti okkur engu máli," segir Beta. "Við viljum bara prýða í kring um okkur, þar sem við erum." gun@frettabladid.is
Hús og heimili Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira