Viðskipti innlent

Hagnaðurinn 22 milljarðar

Hagnaður fjögurra banka nam 22 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins. Hagnaðaraukningin mill ára er 14,5 milljarðar króna. Gengishagnaður verðbréfaeignar bankanna á stóran þátt í hagnaðinum. Útlán og eignir bankanna hafa vaxið mikið. Útlán viðskiptabankanna þriggja nema tæpum 1.200 milljörðum og hafa aukist um 190 milljarða. Landsbankinn á langsamlega mest af aukningunni eða 106 milljarða króna. Íslenskt bankakerfi hefur vaxið mikið undanfarin misseri og hafa allir bankarnir aukið erlendar eignir og útlán að undanförnu. Heildareignir bankanna eru um 1.750 milljarðar sem er ríflega tveggja ára landsframleiðsla Íslendinga. Eigið fé viðskiptabankanna þriggja var 115 milljarðar króna í lok júní. Landsbankinn hefur vaxið hratt á þessu ári og eignir KB banka munu ríflega tvöfaldast við kaup á danska bankanum FIH. Útrás ár erlenda markaði er á stefnuskrá allra bankanna. Þjónusta við erlenda viðskiptavini er vaxandi hluti starfsemi þeirra og gætir hennar sífellt meir í uppgjörum íslenskra banka





Fleiri fréttir

Sjá meira


×