Lífið

Ný verslun í Garðabæ

Hjónin Böðvar Friðriksson og Íris Aðalsteinsdóttir opnuðu nýverið verslunina Garden Signature í 200 fermetra sýningarsal í Garðabæ. Verslunin er sérverslun með garðhúsgögn frá Danmörku og Hollandi. "Þetta eru klassa garðhúsgögn á sérlega hagstæðu verði. Húsgögnin eru úr áli, gleri, náttúrusteini, marmara eða sterkum plasttrefjum og þola því betur íslenska veðráttu en önnur garðhúsgögn sem eru á markaðnum. Verslunin hefur fengið mjög góðar viðtökur og kemur fólk alls staðar að, bæði af höfuðborgarsvæðinu og utan af landi," segir Böðvar Friðriksson. Garden Signature húsgögnin eru frá Hollandi og er hönnuður þeirra hinn virti Frans Schrofer. "Þetta eru aðallega húsgögn frá Hollandi en í bland við þau erum við með hefðbundin húsgögn frá Danmörku úr tekki og viðhaldsfrí húsgögn sem er nýjung á markaðnum. Við bjóðum einnig upp á danska hönnunarvöru frá Kamameju sem eru pullur, púðar og teppi sem nota má bæði inni og úti, ásamt lömpum og baðsloppum," segir Böðvar. Verslunin er við Kirkjulund 17 í Garðabæ og er opin alla virka daga og einnig á laugardögum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×