Lífið

Gamlir hlutir í nýjum búningi

Margir eru mjög nýtnir og kunna vel að endurnýta gamalt heimilisdót en aðrir eiga í meiri erfiðleikum með að sjá gamla hluti í nýjum búningi. Það getur sparað mikinn tíma og peninga að vera útsjónarsamur og einnig gefur það manni mikið að rýna í hlutina og endurskipuleggja. Bútasaumur er vinsæl handiðn og tilvalinn til þess að nýta gamalt í að búa til nýtt. Gömul föt, ónýtar gardínur, götóttir dúkar og blettóttar tauservíettur eru tilvalinn efniviður í nýjan púða, teppi eða áklæði. Það getur verið gaman að lita efnið áður en það er klippt niður, sauma í það borða eða skraut, mála myndir og allt þar fram eftir götunum. Það er um að gera að gefa sér tíma í að hugsa hverju maður vill ná fram, hvernig má nýta efnið sem best og leyfa svo sköpunarkraftinum að ráða.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×