Öðruvísi í New York 5. ágúst 2004 00:01 Stuð milli stríða Birgir Örn Steinarsson þekkir ekki fólk í sundur í mannmergðinni í New York. Hér í New York er allt reynt til þess að senda hinum maurunum á götunni þau skilaboð að viðkomandi sé ólíkur restinni. Allir vilja vera einstakir. Fólk breytir útlitinu eftir þessu, enda gefa vegfarendur engu öðru gaum á fimm sekúndum. Mannskepnan hefur ekkert of marga möguleika hvað þetta varðar. Það eru fötin, hárgreiðslan, húðflúr, hattar og járndrasl sem fólk gatar sig með á ótrúlegustu stöðum. En hér eru svo ótrúlega margir að þrátt fyrir allar þessar tilraunir, þá verður fólk samt eins. Ósjálfrátt skipum við okkur í einhverjar ímyndaðar fylkingar. Pönkarar, gellur, sæta fólkið sem veit af því, ljóta fólkið sem veit af því, gospappar, rokkarar, hipphopparar, ljóta fólkið sem veit ekki af því, ábyrgðarfulla jakkafataklíkan, ríka gengið sem vill ekki að það sjáist á því að það eigi peninga og skartgripagengið sem þykist eiga peninga. Þegar allt kemur til alls og maður gengur eða treður sér á milli skýjaklúfa sér maður sama fólkið alls staðar. Allir renna saman í eitt. Þú getur verið sá sem þú vilt og klætt þig eins og þú vilt. Það sem raunverulega skiptir máli er hvað þú gerir og hvort þú sért nægilega vakandi til þess að grípa tækifærin þín. Ég myndi jafn glaður ráða pönkara dragdrottningu í vinnu og hipphopp nunnu... eins lengi og ég héldi að þau væru með sitt á hreinu. Stuð milli stríða Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Stuð milli stríða Birgir Örn Steinarsson þekkir ekki fólk í sundur í mannmergðinni í New York. Hér í New York er allt reynt til þess að senda hinum maurunum á götunni þau skilaboð að viðkomandi sé ólíkur restinni. Allir vilja vera einstakir. Fólk breytir útlitinu eftir þessu, enda gefa vegfarendur engu öðru gaum á fimm sekúndum. Mannskepnan hefur ekkert of marga möguleika hvað þetta varðar. Það eru fötin, hárgreiðslan, húðflúr, hattar og járndrasl sem fólk gatar sig með á ótrúlegustu stöðum. En hér eru svo ótrúlega margir að þrátt fyrir allar þessar tilraunir, þá verður fólk samt eins. Ósjálfrátt skipum við okkur í einhverjar ímyndaðar fylkingar. Pönkarar, gellur, sæta fólkið sem veit af því, ljóta fólkið sem veit af því, gospappar, rokkarar, hipphopparar, ljóta fólkið sem veit ekki af því, ábyrgðarfulla jakkafataklíkan, ríka gengið sem vill ekki að það sjáist á því að það eigi peninga og skartgripagengið sem þykist eiga peninga. Þegar allt kemur til alls og maður gengur eða treður sér á milli skýjaklúfa sér maður sama fólkið alls staðar. Allir renna saman í eitt. Þú getur verið sá sem þú vilt og klætt þig eins og þú vilt. Það sem raunverulega skiptir máli er hvað þú gerir og hvort þú sért nægilega vakandi til þess að grípa tækifærin þín. Ég myndi jafn glaður ráða pönkara dragdrottningu í vinnu og hipphopp nunnu... eins lengi og ég héldi að þau væru með sitt á hreinu.
Stuð milli stríða Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira