Viðskipti með landbúnaðarvörur 10. ágúst 2004 00:01 Einu sinni var talað um Uruguay-samningaviðræðurnar, nú er talað um Doha–viðræðurnar og kannski hafa verið einhverjar þar á milli. Þessar viðræður á vegum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar snúast um frelsi í viðskiptum, aðallega með vörur en einnig með þætti þjónustu. Viðræðurnar eru í strandi vegna þesss að ríkari þjóðir hafa verið ófúsar til að opna markaði sína fyrir landbúnaðarvörum og draga úr styrkjum til þeirrar framleiðslu. Ríkari þjóðir vilja komast inn á markaðina meða farsímana sína og jafnvel bankastarfsemi, en þær vilja helst ekki kaupa af fátæku þjóðunum það sem þeim hentar best til framleiðslu. En nú virðast viðræðurnar vera að komast aftur á skrið því samkomulag hefur náðst um að ná samkomulagi um að opna markaði fyrir innflutningi landbúnaðarafurða og afnema eða að minnsta kosti draga úr opinberum framleiðslustyrkjum. Af hverju er svo miklu erfiðara að ná samkomulagi um verslun með landbúnaðarvörur en aðrar vörur? Að hluta til held ég að það stafi af því að landbúnaður hefur kannski meira að gera með menningu, í víðustu merkingu orðsins, en framleiðslu. Bændastéttin var herrastétt, á Íslandi sendu bændur vinnumenn í ver í skjóli vistarbandsins og hirtu af þeim hlutinn. Miðað við hve lengi eimir eftir af þessum völdum og sterku stöðu getum við konur ímyndað okkur hve langt við eigum enn eftir í kvenfrelsisbaráttunni. Um allan hinn vestræna heim hefur fólk þá hugmynd að það skipti meginmáli að þjóðir brauðfæði sig sjálfar og allar sveitir séu í byggð. Þau sem búa í sveitunum geta hins vegar ekki aflað sér þeirra tekna sem þarf til að lifa mannsæmandi lífi og þess vegna ákveður samfélagið að borga þeim sérstaklega fyrir að framleiða vöru sem stundum meira að segja selst ekki. Ekki nóg með það heldur er mörkuðum lokað fyrir ódýrari vöru og þannig hafa ríku þjóðirnar tekið möguleikann frá fátæku þjóðunum til að stunda þann atvinnurekstur sem þeim hentar best og hneykslast um leið á því að börn í þriðja heiminum vinni í verksmiðjum. En nú glittir sem sagt í það að meira frjálsræði komist á í þessum efnum, sem með nokkurri vissu má fullyrða að verði öllum til góðs og hagsældar, bæði ríkum þjóðum og fátækum. Hér á landi mun þetta hafa í för með sér lægra matvöruverð og lækkun á þeim rúmlega 8 milljarða beingreiðslum sem nú renna til bænda. Ýmislegt má gera við þá peninga. Það vantaði 600 milljónir upp á fjárveitingu til framhaldsskólanna, Háskóla Íslands vantar a.m.k 300 milljónir til að geta tekið við þeim nemendum sem sóttu um að komast þangað, eftir því sem best er vitað er Landspítala - háskólasjúkrahúsi ætlað að skera niður um 800 milljónir á næsta ári til viðbótar við þær 800 milljónir sem þar voru skornar í ár. Atvinnuleysisbætur eru skammarlega lágar, forsvarsmenn ellilífeyrisþega segja að samkomulag sem við þá var gert í fyrra hafi bara dugað fram að kosningum og þannig mætti lengi telja. Það einkennir allan atvinnurekstur sem starfað hefur við vernduð skilyrði að menn telja sér trú um að sá rekstur sé svo sérstakur að um hann geti ekki gilt almennar viðskiptareglur. Fyrir meira en áratug voru öll höft tekin af flugrekstri í Evrópu en þeir sem stjórnuðu ríkisflugfélögunum svokölluðu voru á því að það væri hið mesta glapræði, flugrekstur væri svo sérstakur að um hann þyrftu að gilda sérstakar reglur. Sum þeirra flugfélaga fóru á hausinn, en mörg ný urðu einnig til og víst er að neytendur hafa grætt, hér væri ekkert Iceland Express ef gömlu reglurnar giltu. Hér væri heldur ekkert Og Vodafone ef reglunum um fjarskipti hefði ekki verið breytt og hér væru engin Hvalfjarðargöng ef samgönguyfirvöld hefðu fengið að ráða. Auðvitað mun frelsi í viðskiptum með landbúnaðarvörur og lækkun eða afnám styrkja til landbúnaðarframleiðslu hafa í för með sér breytingu fyrir bændur. Sumir munu hætta búskap og fara að gera eitthvað annað, aðrir munu kannski stækka búin sín (það verður að sjá til þess að það megi) og lifa góðu lífi, því landbúnaður mun ekki leggjast af. Auðvitað verður samfélagið að sjá til þess að þessi breyting verði eins sársaukalitil og hægt er fyrir bændur. Enn og aftur verður það hins vegar aðild okkar að alþjóðasamfélaginu sem verður til þess að við lögum til heima hjá okkur, sem lengi hefur verið þörf á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun
Einu sinni var talað um Uruguay-samningaviðræðurnar, nú er talað um Doha–viðræðurnar og kannski hafa verið einhverjar þar á milli. Þessar viðræður á vegum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar snúast um frelsi í viðskiptum, aðallega með vörur en einnig með þætti þjónustu. Viðræðurnar eru í strandi vegna þesss að ríkari þjóðir hafa verið ófúsar til að opna markaði sína fyrir landbúnaðarvörum og draga úr styrkjum til þeirrar framleiðslu. Ríkari þjóðir vilja komast inn á markaðina meða farsímana sína og jafnvel bankastarfsemi, en þær vilja helst ekki kaupa af fátæku þjóðunum það sem þeim hentar best til framleiðslu. En nú virðast viðræðurnar vera að komast aftur á skrið því samkomulag hefur náðst um að ná samkomulagi um að opna markaði fyrir innflutningi landbúnaðarafurða og afnema eða að minnsta kosti draga úr opinberum framleiðslustyrkjum. Af hverju er svo miklu erfiðara að ná samkomulagi um verslun með landbúnaðarvörur en aðrar vörur? Að hluta til held ég að það stafi af því að landbúnaður hefur kannski meira að gera með menningu, í víðustu merkingu orðsins, en framleiðslu. Bændastéttin var herrastétt, á Íslandi sendu bændur vinnumenn í ver í skjóli vistarbandsins og hirtu af þeim hlutinn. Miðað við hve lengi eimir eftir af þessum völdum og sterku stöðu getum við konur ímyndað okkur hve langt við eigum enn eftir í kvenfrelsisbaráttunni. Um allan hinn vestræna heim hefur fólk þá hugmynd að það skipti meginmáli að þjóðir brauðfæði sig sjálfar og allar sveitir séu í byggð. Þau sem búa í sveitunum geta hins vegar ekki aflað sér þeirra tekna sem þarf til að lifa mannsæmandi lífi og þess vegna ákveður samfélagið að borga þeim sérstaklega fyrir að framleiða vöru sem stundum meira að segja selst ekki. Ekki nóg með það heldur er mörkuðum lokað fyrir ódýrari vöru og þannig hafa ríku þjóðirnar tekið möguleikann frá fátæku þjóðunum til að stunda þann atvinnurekstur sem þeim hentar best og hneykslast um leið á því að börn í þriðja heiminum vinni í verksmiðjum. En nú glittir sem sagt í það að meira frjálsræði komist á í þessum efnum, sem með nokkurri vissu má fullyrða að verði öllum til góðs og hagsældar, bæði ríkum þjóðum og fátækum. Hér á landi mun þetta hafa í för með sér lægra matvöruverð og lækkun á þeim rúmlega 8 milljarða beingreiðslum sem nú renna til bænda. Ýmislegt má gera við þá peninga. Það vantaði 600 milljónir upp á fjárveitingu til framhaldsskólanna, Háskóla Íslands vantar a.m.k 300 milljónir til að geta tekið við þeim nemendum sem sóttu um að komast þangað, eftir því sem best er vitað er Landspítala - háskólasjúkrahúsi ætlað að skera niður um 800 milljónir á næsta ári til viðbótar við þær 800 milljónir sem þar voru skornar í ár. Atvinnuleysisbætur eru skammarlega lágar, forsvarsmenn ellilífeyrisþega segja að samkomulag sem við þá var gert í fyrra hafi bara dugað fram að kosningum og þannig mætti lengi telja. Það einkennir allan atvinnurekstur sem starfað hefur við vernduð skilyrði að menn telja sér trú um að sá rekstur sé svo sérstakur að um hann geti ekki gilt almennar viðskiptareglur. Fyrir meira en áratug voru öll höft tekin af flugrekstri í Evrópu en þeir sem stjórnuðu ríkisflugfélögunum svokölluðu voru á því að það væri hið mesta glapræði, flugrekstur væri svo sérstakur að um hann þyrftu að gilda sérstakar reglur. Sum þeirra flugfélaga fóru á hausinn, en mörg ný urðu einnig til og víst er að neytendur hafa grætt, hér væri ekkert Iceland Express ef gömlu reglurnar giltu. Hér væri heldur ekkert Og Vodafone ef reglunum um fjarskipti hefði ekki verið breytt og hér væru engin Hvalfjarðargöng ef samgönguyfirvöld hefðu fengið að ráða. Auðvitað mun frelsi í viðskiptum með landbúnaðarvörur og lækkun eða afnám styrkja til landbúnaðarframleiðslu hafa í för með sér breytingu fyrir bændur. Sumir munu hætta búskap og fara að gera eitthvað annað, aðrir munu kannski stækka búin sín (það verður að sjá til þess að það megi) og lifa góðu lífi, því landbúnaður mun ekki leggjast af. Auðvitað verður samfélagið að sjá til þess að þessi breyting verði eins sársaukalitil og hægt er fyrir bændur. Enn og aftur verður það hins vegar aðild okkar að alþjóðasamfélaginu sem verður til þess að við lögum til heima hjá okkur, sem lengi hefur verið þörf á.