Íslenskur áhugi á stjórnmálum 11. ágúst 2004 00:01 Eitt og annað bendir til þess að Íslendingar hafi meiri áhuga á pólitík en annað fólk á jörðinni. Skyldi keppni um formannsembætti í ungliðafélagi í stjórnmálaflokki til dæmis geta orðið að stórfrétt í fjölmiðlum nokkurs staðar í heiminum nema á Íslandi? Auðvitað myndi mikið af efni íslenskra fréttamiðla hljóma dálítið annarlega ef það væri þýtt yfir á önnur tungumál og birt sem frétt í öðru landi en margt af því sérkennilegasta snýr einmitt að stjórnmálum og þeim nákvæmnislega áhuga sem fólk virðist hafa á þeim. Áhugi fjölmiðla á formannskjöri í Heimdalli minnir líka á þá staðreynd að ungt fólk á Íslandi er enn að ganga í stjórnmálaflokka, en sá siður er að mestu aflagður í öðrum löndum. Meðaldur félaga í breska íhaldsflokknum er til dæmis sagður vera á milli sextugs og sjötugs. Ef Íslendingar væru jafn lítið fyrir að vera í flokkum og Bretar myndu líklega allir meðlimir allra flokksfélaga beggja ríkisstjórnarflokkanna á Íslandi rúmast í einum bíósal. Svipaða sögu mætti segja af mörgum öðrum löndum í Evrópu og í Bandaríkjunum eru stjórnmálaflokkar tæpast til sem félagsleg fyrirbæri. Menn fagna auðvitað ekki þessu áhugaleysi annarra en Íslendinga á stjórnmálaflokkum. Margir hafa lýst áhyggjum af þessu og telja þetta hættulegt fyrir þá tegund lýðræðis sem ríkir á Vesturlöndum. Flokkarnir, segja menn, tengja saman kjósendur og stjórnmálamenn. Þeir eiga að búa til kosti í þjóðmálum sem eru nægilega skýrir til að kjósendur geta valið á milli þeirra; þeir eiga að velja menn til framboðs, huga að hagsmunum umbjóðenda sinna og halda uppi aga á meðal hinna kosnu svo þeir geti unnið saman að ákvörðunum á þingi og í ríkisstjórn Menn hafa ætlað stjórnmálaflokkum ýmis önnur hlutverk, en þetta eru líklega helstu verkefni þeirra í samtímanum. Þessum verkefnum geta flokkarnir hins vegar sinnt þótt þeir séu ekki fjöldahreyfingar enda koma almennir flokksmenn yfirleitt lítið við sögu. Lýðræðið felst þá ekki í lýðræðislegum aðferðum við stefnumótun, eða vali á frambjóðendum, heldur í vali kjósenda á milli þeirra kosta sem flokkarnir bjóða. Á Íslandi fá hins vegar almennir flokksfélagar að velja frambjóðendur til þings í prófkjörum en sú aðferð er lítið þekkt í Evrópu. Prófkjör eru notuð í Bandaríkjunum en þar eru flokkarnir svo losaraleg og ógreinileg fyrirbæri að þeir gætu sennilega ekki valið sér frambjóðendur með öðrum hætti. Hugsanlegt er að prófkjörin eigi einhvern þátt í því að fólk, og það jafnvel ungt fólk, er enn að ganga í flokka á Íslandi. Sá möguleiki er auðvitað líka fyrir hendi að vinsældir íslensku flokkanna stafi af því að þeir hafi staðið sig betur en flokkar í öðrum löndum. Fáir, ef nokkrir, munu þó halda því fram að íslensku flokkarnir hafi búið til skýra og samstæða kosti fyrir kjósendur til að velja á milli, eða þá að þeir séu sérstaklega agaðar og samhentar hreyfingar hugsjónamanna. Kannski eru þeir skemmtilegri en aðrir flokkar en núorðið er framboð á skemmtiefni orðið svo mikið að spilakvöld og kvöldvökur stjórnmálaflokka með þingmann eða ráðherra sem ræðumann geta tæplega skýrt vinsældir þeirra að fullu. Árangur íslensku flokkanna hlýtur að liggja á einhverju öðru sviði. Kannski er skýringin tvíþætt, annars vegar íslenska aðferðin við val á frambjóðendum og hins vegar, og þetta er líklega stærri skýringin, mikilvægi stjórnmála á Íslandi. Svo virðist sem prófkjörsaðferðin hafi ekki orðið til þess að menn horfi víðar en áður við val á frambjóðendum. Frambjóðendur í prófkjörum þurfa að gera sig gildandi í flokksstarfi. Þeir þurfa að puða þar um kvöld og helgar og standa vaktina. Þar verða til bandalög og fylkingar sem ráða gengi manna. Þetta er svo sem ekki dapurlegt nema fyrir þá sem þurfa að standa í þessu. Það er ekkert nema gott um það að segja ef menn hafa áhuga á sínu þjóðfélagi og vilja vinna gott starf við að gera það betra. Það sem er dapurlegt við íslenskan áhuga á pólitík er að hann stafar líklega að verulegu leyti af þeirri staðreynd að sérstök tegund af pólitík skiptir miklu meira máli á Íslandi en annars staðar í Evrópu. Engum ungum manni í Kaupmannahöfn, Amsterdam, London eða Berlín dettur í hug að það geti skipt máli fyrir gengi hans og möguleika í lífinu hvort hann er í stjórnmálaflokki eða ekki. Ungur maður á Íslandi kemst því miður að annarri niðurstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Ormur Halldórsson Mest lesið Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Eitt og annað bendir til þess að Íslendingar hafi meiri áhuga á pólitík en annað fólk á jörðinni. Skyldi keppni um formannsembætti í ungliðafélagi í stjórnmálaflokki til dæmis geta orðið að stórfrétt í fjölmiðlum nokkurs staðar í heiminum nema á Íslandi? Auðvitað myndi mikið af efni íslenskra fréttamiðla hljóma dálítið annarlega ef það væri þýtt yfir á önnur tungumál og birt sem frétt í öðru landi en margt af því sérkennilegasta snýr einmitt að stjórnmálum og þeim nákvæmnislega áhuga sem fólk virðist hafa á þeim. Áhugi fjölmiðla á formannskjöri í Heimdalli minnir líka á þá staðreynd að ungt fólk á Íslandi er enn að ganga í stjórnmálaflokka, en sá siður er að mestu aflagður í öðrum löndum. Meðaldur félaga í breska íhaldsflokknum er til dæmis sagður vera á milli sextugs og sjötugs. Ef Íslendingar væru jafn lítið fyrir að vera í flokkum og Bretar myndu líklega allir meðlimir allra flokksfélaga beggja ríkisstjórnarflokkanna á Íslandi rúmast í einum bíósal. Svipaða sögu mætti segja af mörgum öðrum löndum í Evrópu og í Bandaríkjunum eru stjórnmálaflokkar tæpast til sem félagsleg fyrirbæri. Menn fagna auðvitað ekki þessu áhugaleysi annarra en Íslendinga á stjórnmálaflokkum. Margir hafa lýst áhyggjum af þessu og telja þetta hættulegt fyrir þá tegund lýðræðis sem ríkir á Vesturlöndum. Flokkarnir, segja menn, tengja saman kjósendur og stjórnmálamenn. Þeir eiga að búa til kosti í þjóðmálum sem eru nægilega skýrir til að kjósendur geta valið á milli þeirra; þeir eiga að velja menn til framboðs, huga að hagsmunum umbjóðenda sinna og halda uppi aga á meðal hinna kosnu svo þeir geti unnið saman að ákvörðunum á þingi og í ríkisstjórn Menn hafa ætlað stjórnmálaflokkum ýmis önnur hlutverk, en þetta eru líklega helstu verkefni þeirra í samtímanum. Þessum verkefnum geta flokkarnir hins vegar sinnt þótt þeir séu ekki fjöldahreyfingar enda koma almennir flokksmenn yfirleitt lítið við sögu. Lýðræðið felst þá ekki í lýðræðislegum aðferðum við stefnumótun, eða vali á frambjóðendum, heldur í vali kjósenda á milli þeirra kosta sem flokkarnir bjóða. Á Íslandi fá hins vegar almennir flokksfélagar að velja frambjóðendur til þings í prófkjörum en sú aðferð er lítið þekkt í Evrópu. Prófkjör eru notuð í Bandaríkjunum en þar eru flokkarnir svo losaraleg og ógreinileg fyrirbæri að þeir gætu sennilega ekki valið sér frambjóðendur með öðrum hætti. Hugsanlegt er að prófkjörin eigi einhvern þátt í því að fólk, og það jafnvel ungt fólk, er enn að ganga í flokka á Íslandi. Sá möguleiki er auðvitað líka fyrir hendi að vinsældir íslensku flokkanna stafi af því að þeir hafi staðið sig betur en flokkar í öðrum löndum. Fáir, ef nokkrir, munu þó halda því fram að íslensku flokkarnir hafi búið til skýra og samstæða kosti fyrir kjósendur til að velja á milli, eða þá að þeir séu sérstaklega agaðar og samhentar hreyfingar hugsjónamanna. Kannski eru þeir skemmtilegri en aðrir flokkar en núorðið er framboð á skemmtiefni orðið svo mikið að spilakvöld og kvöldvökur stjórnmálaflokka með þingmann eða ráðherra sem ræðumann geta tæplega skýrt vinsældir þeirra að fullu. Árangur íslensku flokkanna hlýtur að liggja á einhverju öðru sviði. Kannski er skýringin tvíþætt, annars vegar íslenska aðferðin við val á frambjóðendum og hins vegar, og þetta er líklega stærri skýringin, mikilvægi stjórnmála á Íslandi. Svo virðist sem prófkjörsaðferðin hafi ekki orðið til þess að menn horfi víðar en áður við val á frambjóðendum. Frambjóðendur í prófkjörum þurfa að gera sig gildandi í flokksstarfi. Þeir þurfa að puða þar um kvöld og helgar og standa vaktina. Þar verða til bandalög og fylkingar sem ráða gengi manna. Þetta er svo sem ekki dapurlegt nema fyrir þá sem þurfa að standa í þessu. Það er ekkert nema gott um það að segja ef menn hafa áhuga á sínu þjóðfélagi og vilja vinna gott starf við að gera það betra. Það sem er dapurlegt við íslenskan áhuga á pólitík er að hann stafar líklega að verulegu leyti af þeirri staðreynd að sérstök tegund af pólitík skiptir miklu meira máli á Íslandi en annars staðar í Evrópu. Engum ungum manni í Kaupmannahöfn, Amsterdam, London eða Berlín dettur í hug að það geti skipt máli fyrir gengi hans og möguleika í lífinu hvort hann er í stjórnmálaflokki eða ekki. Ungur maður á Íslandi kemst því miður að annarri niðurstöðu.
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun