Lífið snýst um hegðun 15. ágúst 2004 00:01 Hegðun er það sem lífið snýst um segir heimþekktur fræðimaður á sviði atferlisgreiningar sem staddur er hér á landi vegna stofnunar samtaka áhugafólks um atferlisgreiningu. Charles Catania var nemandi og samverkamaður B.F. Skinners sem jafnan er talinn faðir atferlisgreingar í heiminum og er einn þekktasti hugmyndafræðingur síðustu aldar á sviði sálarfræði. Í fjölda ára hefur Catania verið leiðandi nafn í atferlisfræðum í heiminum. Fræðunum hefur verið beitt með góðum árangri við kvillum eins og átröskun, einhverfu og athyglisbresti með ofvirkni, auk þess sem henni er nú í auknum mæli beitt í skólum og á vinnustöðum. Catania segir að það sem sé sérstakt við fólk sem stundi atferlisrannsóknir sé að það rannsaki atferli fólks, það mikilvægasta sem hægt sé að þekkja að þeirra mati. Atferlisfræðingar vilji vita hvað gerist þegar fók gerir eitthvað og framkallar afleiðingar, þ.e. eykur það tíðni atferlisins eða minnkar það? Þeir líta svo á að hegðun mótist af því sem hún leiði af sér. Mikilvægt er að nota atferlismótun rétt í aðstæðum sem margir þekkja, eins og til dæmis barnafólk sem tekur börn sín með í stórverslanir. Catania segir að ef maður sjái hegðun sem manni líkar ekki og hugsar: „Æ, ég hef styrkt þetta, ég ætti að hætta því“, þá eigi maður frekar að nota þessa styrkingu, sem er barninu mikilvæg, til einhvers betra. Foreldrið ætti t.d. að gefa barninu sælgætið í biðröðinni við kassann en passa næst að hafa eitthvað til að gefa barninu áður en í biðröðina er komið. Í stuttu máli fæst atferlisfræði við lífið sjálft að mati Catania. Hann segir að ef það sé einhver einföld innsýn í það sem við gerum, er það að við höfum áhyggjur af því sem á eftir kemur, þegar við gerum eitthvað. Heilsa Innlent Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Enginn nakinn á Óskarnum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Hegðun er það sem lífið snýst um segir heimþekktur fræðimaður á sviði atferlisgreiningar sem staddur er hér á landi vegna stofnunar samtaka áhugafólks um atferlisgreiningu. Charles Catania var nemandi og samverkamaður B.F. Skinners sem jafnan er talinn faðir atferlisgreingar í heiminum og er einn þekktasti hugmyndafræðingur síðustu aldar á sviði sálarfræði. Í fjölda ára hefur Catania verið leiðandi nafn í atferlisfræðum í heiminum. Fræðunum hefur verið beitt með góðum árangri við kvillum eins og átröskun, einhverfu og athyglisbresti með ofvirkni, auk þess sem henni er nú í auknum mæli beitt í skólum og á vinnustöðum. Catania segir að það sem sé sérstakt við fólk sem stundi atferlisrannsóknir sé að það rannsaki atferli fólks, það mikilvægasta sem hægt sé að þekkja að þeirra mati. Atferlisfræðingar vilji vita hvað gerist þegar fók gerir eitthvað og framkallar afleiðingar, þ.e. eykur það tíðni atferlisins eða minnkar það? Þeir líta svo á að hegðun mótist af því sem hún leiði af sér. Mikilvægt er að nota atferlismótun rétt í aðstæðum sem margir þekkja, eins og til dæmis barnafólk sem tekur börn sín með í stórverslanir. Catania segir að ef maður sjái hegðun sem manni líkar ekki og hugsar: „Æ, ég hef styrkt þetta, ég ætti að hætta því“, þá eigi maður frekar að nota þessa styrkingu, sem er barninu mikilvæg, til einhvers betra. Foreldrið ætti t.d. að gefa barninu sælgætið í biðröðinni við kassann en passa næst að hafa eitthvað til að gefa barninu áður en í biðröðina er komið. Í stuttu máli fæst atferlisfræði við lífið sjálft að mati Catania. Hann segir að ef það sé einhver einföld innsýn í það sem við gerum, er það að við höfum áhyggjur af því sem á eftir kemur, þegar við gerum eitthvað.
Heilsa Innlent Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Enginn nakinn á Óskarnum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira