Fellibylur á Íslandi er logn 13. október 2005 14:31 Að sögn veðurfræðinga var hitabylgjan í síðustu viku vegna áhrifa frá einhverjum fellibyl sem á eirðarlausum ferðum sínum um heiminn þóknaðist að spúa hingað heitu lofti. Þetta er skemmtilegt: Fellibylur á Íslandi er logn. Breytingin á þjóðlífinu var undraverð. Horfinn var þessi sérstaki tómláti dugnaðarsvipur sem einkennir íslensk andlit alla jafnan, þessi lokaði svipur þar sem andlitið myndar hjúp um sálina, þessi hörkulegi svipur þess sem vanur er að setja undir sig hausinn í tilverunni - horfinn ólundarsvipur en í staðinn kominn opinn svipur á hvert andlit, bros í aðsigi, hlýja í fasi, eftirvænting í augnkrókum. Fyrirtæki lokuðu vegna veðurs, götur fylltust af íssleikjandi, vínsötrandi, letilegu og vinalegu fólki sem var eins og einhver alveg ný þjóð á stuttbuxum hangandi á götuhornum að kjafta - hulduþjóð komin á kreik. Við slíkar kringumstæður telja sumir heppilegt að viðra áhyggjur. Forsætisráðherrar Norðurlanda notuðu af sérstökum næmleik sínum einmitt þetta tækifæri til að lýsa yfir áhyggjum sínum af lágu áfengisverði í löndum sínum - og var ekki einu sinni Ísland undanskilið, þar sem álögur opinberra aðila á þennan varning eru með slíkum firnum að erlendir ferðamenn falla unnvörpum í yfirlið þegar þeir fá reikninginn á börunum. Hafi menn sérstaka ástæðu til að koma saman í slíku veðri í því skyni að ræða og álykta um áhyggjuefni - þá er svo sem eitt og annað sem maður ímyndar sér að væri nærtækara fyrir þessa menn: mansal, innflytjendaofsóknir, trúaröfgar, olíuokur - en verð á víni? Kannski fara menn að tala svona þegar þeir hafa ekki þurft sjálfir að borga vínið sitt árum saman. Allar vörur hafa einhverja áru sem stjórnar því hversu aðlaðandi og eftirsóknarverð viðkomandi vara er í okkar augum. Þessi ára ræðst af ýmsu; með auglýsingum er leitast við að mála hana en ekki er einhlítt að það takist. Meðal þess sem ræður áru vörunnar er aðgengileiki og verðlagning. Eftir því sem aðgengileiki vöru er minni og verðlagningin hærri eykst virðing okkar fyrir henni. Okkur finnst að það varpi jafnvel ljóma á okkur að verða okkur úti um hana, það sýni útsjónarsemi okkar og ríkidæmi að geta boðið upp á hana, jafnvel það sem þykir fínast á Íslandi: að hafa sambönd. Þetta gildir um áfengi eins og annað. Hér á landi hefur það áru hins forboðna ávaxtar. Samt er of einfalt að tala um vín hér á landi eins og hverja aðra banana - drykkjuskapur hefur hér verið þjóðarböl til skamms tíma. Yfirgnæfandi meirihluti uppkominna Íslendinga hefur orðið ofdrykkju að bráð – það er að segja: drukkið of mikið einhvern tímann. Hjá flestum hefur þessi ofdrykkja verið bundin við kvöld og kvöld og komið lítt niður á lífi og starfi viðkomandi - hafi henni/honum ekki orðið á þeim mun stórkostlegri yfirsjónir á fylleríinu - en hjá öðrum hefur þessi ofdrykkja keyrt svo um þverbak að leitt hefur hörmungar yfir viðkomandi einstakling og heilu fjölskyldurnar. Fellibylur á Íslandi er logn. Sérhvert samfélag hefur sín lögmál og sínar aðferðir við að leysa mál. Hér á landi hefur verið unnið stórkostlegt starf á vegum SÁÁ við að hjálpa ofdrykkjufólki til að ná áttum og gerast nýtir þjóðfélagsþegnar. En áfengisvandi slíkra einstaklinga snýst ekki um verðlagningu og aðgengileika, nema þá á þann hátt að þeim mun dýrara sem áfengið er þeim mun stórkostlegri verður vandinn því viðkomandi eyðir enn meiri peningum í áfengið, sem hann drekkur og drekkur hvað sem það kostar. Sé verð lækkað á víni og áfengu öli og þetta haft til sölu innan um matvöru í venjulegum búðum breytist ára þessa varnings. Hann verður sjáanlegri og aðgengilegri - en táknar það að við verðum öll full upp á hvern dag? Ekki sjálfkrafa. Vínið fær áru matvöru fremur en forboðinna ávaxa eins og núverandi fyrirkomulag ýtir undir. Ofdrykkja á Íslandi er áreiðanlega ekki sökum þess að vín sé of ódýrt hér og of aðgengilegt, heldur er hún inngróin í menningu okkar, arfur frá þeim tíma þegar vín var hinn forboðni ávöxtur og einungis haft um hönd til að ölva sig. Eftir því sem fleiri nota vín án þess að ölvast minnkar drykkjuvandinn. Það er eitthvað rangt við að miða verðlagningu og aðgengileika sífellt við frávikin, stjórnleysingjana; það er sambærilegt við það að miða verðlagningu og aðgengileika á kökum við ofætur eða verðlagningu og aðgengileika á skóm við skódellufólk. Í siðuðu samfélagi ber okkur vissulega að líta til með hvert öðru og hafa á boðstólum úrræði fyrir þá sem verða óhófi að bráð en einstaklingurinn er samt sem áður ábyrgur gerða sinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun
Að sögn veðurfræðinga var hitabylgjan í síðustu viku vegna áhrifa frá einhverjum fellibyl sem á eirðarlausum ferðum sínum um heiminn þóknaðist að spúa hingað heitu lofti. Þetta er skemmtilegt: Fellibylur á Íslandi er logn. Breytingin á þjóðlífinu var undraverð. Horfinn var þessi sérstaki tómláti dugnaðarsvipur sem einkennir íslensk andlit alla jafnan, þessi lokaði svipur þar sem andlitið myndar hjúp um sálina, þessi hörkulegi svipur þess sem vanur er að setja undir sig hausinn í tilverunni - horfinn ólundarsvipur en í staðinn kominn opinn svipur á hvert andlit, bros í aðsigi, hlýja í fasi, eftirvænting í augnkrókum. Fyrirtæki lokuðu vegna veðurs, götur fylltust af íssleikjandi, vínsötrandi, letilegu og vinalegu fólki sem var eins og einhver alveg ný þjóð á stuttbuxum hangandi á götuhornum að kjafta - hulduþjóð komin á kreik. Við slíkar kringumstæður telja sumir heppilegt að viðra áhyggjur. Forsætisráðherrar Norðurlanda notuðu af sérstökum næmleik sínum einmitt þetta tækifæri til að lýsa yfir áhyggjum sínum af lágu áfengisverði í löndum sínum - og var ekki einu sinni Ísland undanskilið, þar sem álögur opinberra aðila á þennan varning eru með slíkum firnum að erlendir ferðamenn falla unnvörpum í yfirlið þegar þeir fá reikninginn á börunum. Hafi menn sérstaka ástæðu til að koma saman í slíku veðri í því skyni að ræða og álykta um áhyggjuefni - þá er svo sem eitt og annað sem maður ímyndar sér að væri nærtækara fyrir þessa menn: mansal, innflytjendaofsóknir, trúaröfgar, olíuokur - en verð á víni? Kannski fara menn að tala svona þegar þeir hafa ekki þurft sjálfir að borga vínið sitt árum saman. Allar vörur hafa einhverja áru sem stjórnar því hversu aðlaðandi og eftirsóknarverð viðkomandi vara er í okkar augum. Þessi ára ræðst af ýmsu; með auglýsingum er leitast við að mála hana en ekki er einhlítt að það takist. Meðal þess sem ræður áru vörunnar er aðgengileiki og verðlagning. Eftir því sem aðgengileiki vöru er minni og verðlagningin hærri eykst virðing okkar fyrir henni. Okkur finnst að það varpi jafnvel ljóma á okkur að verða okkur úti um hana, það sýni útsjónarsemi okkar og ríkidæmi að geta boðið upp á hana, jafnvel það sem þykir fínast á Íslandi: að hafa sambönd. Þetta gildir um áfengi eins og annað. Hér á landi hefur það áru hins forboðna ávaxtar. Samt er of einfalt að tala um vín hér á landi eins og hverja aðra banana - drykkjuskapur hefur hér verið þjóðarböl til skamms tíma. Yfirgnæfandi meirihluti uppkominna Íslendinga hefur orðið ofdrykkju að bráð – það er að segja: drukkið of mikið einhvern tímann. Hjá flestum hefur þessi ofdrykkja verið bundin við kvöld og kvöld og komið lítt niður á lífi og starfi viðkomandi - hafi henni/honum ekki orðið á þeim mun stórkostlegri yfirsjónir á fylleríinu - en hjá öðrum hefur þessi ofdrykkja keyrt svo um þverbak að leitt hefur hörmungar yfir viðkomandi einstakling og heilu fjölskyldurnar. Fellibylur á Íslandi er logn. Sérhvert samfélag hefur sín lögmál og sínar aðferðir við að leysa mál. Hér á landi hefur verið unnið stórkostlegt starf á vegum SÁÁ við að hjálpa ofdrykkjufólki til að ná áttum og gerast nýtir þjóðfélagsþegnar. En áfengisvandi slíkra einstaklinga snýst ekki um verðlagningu og aðgengileika, nema þá á þann hátt að þeim mun dýrara sem áfengið er þeim mun stórkostlegri verður vandinn því viðkomandi eyðir enn meiri peningum í áfengið, sem hann drekkur og drekkur hvað sem það kostar. Sé verð lækkað á víni og áfengu öli og þetta haft til sölu innan um matvöru í venjulegum búðum breytist ára þessa varnings. Hann verður sjáanlegri og aðgengilegri - en táknar það að við verðum öll full upp á hvern dag? Ekki sjálfkrafa. Vínið fær áru matvöru fremur en forboðinna ávaxa eins og núverandi fyrirkomulag ýtir undir. Ofdrykkja á Íslandi er áreiðanlega ekki sökum þess að vín sé of ódýrt hér og of aðgengilegt, heldur er hún inngróin í menningu okkar, arfur frá þeim tíma þegar vín var hinn forboðni ávöxtur og einungis haft um hönd til að ölva sig. Eftir því sem fleiri nota vín án þess að ölvast minnkar drykkjuvandinn. Það er eitthvað rangt við að miða verðlagningu og aðgengileika sífellt við frávikin, stjórnleysingjana; það er sambærilegt við það að miða verðlagningu og aðgengileika á kökum við ofætur eða verðlagningu og aðgengileika á skóm við skódellufólk. Í siðuðu samfélagi ber okkur vissulega að líta til með hvert öðru og hafa á boðstólum úrræði fyrir þá sem verða óhófi að bráð en einstaklingurinn er samt sem áður ábyrgur gerða sinna.
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun