„Super size me" stjörnur koma 24. ágúst 2004 00:01 UM MYNDINA Í myndinni rannsakar Spurlock offituvandamál bandarísku þjóðarinnar og þá sérstaklega hvort að skyndibitakeðjurnar beri að einhverju leyti ábyrgð á því og tekur hann sérstaklega fyrir langstærstu keðjuna; McDonalds. 46 miljónir manna borða daglega á McDonalds í USA, fleirri en allir íbúar Spánar. 37% barna og unglinga eru of feitir og 2/3 af fullorðnum eiga við offituvandamál að stríða. Hver er rót vandans? Á þakkargjörðarhátíðinni 2002 sat Spurlock í sófa foreldra sinna eftir að hafa kýlt sig út af kalkúni móður sinnar og sá þá frétt í sjónvarpinu um lögsökn tveggja kvenna sem sökuðu McDonalds um að bera ábyrgð á offituvandamáli sínu. Í vörn sinni fullyrtu lögræðingar McDonalds að matseðill þeirra væri þvert á móti í svo góðu lagi að venjuleg manneskja gæti allt eins lifað á McDonalds mat einum saman. Spurlock fékk þá hugmyndina um að láta reyna á þessa fullyrðingu og ákveður að leggja eigin líkama undir tilraun; að borða bara mat frá McDonalds í 30 daga og sjá hvað gerist. Reglurnar sem hann setti sjálfum sér voru: 1. Ekkert val, engar sérþarfir: Hann mátti bara borða það sem var á seðlinum. 2. Bannað að stækka í súperstjörnumáltið (Super Size) nema afgreiðslumanneskjan bjóði honum það, en hann verður að þekkjast boðið fái hann það. 3. Engar afskanir; hann varð að borða hvert hlut á matseðlinum a.m.k. einu sinni. 4. Engin uppgjöf; hann varð að borða 3 máltíðir á hverjum degi; morgun, hádegis- og kvöldverð. Áður en hann hefur þessa tilraun fær hann til liðs við sig 3 lækna og næringarfræðing. Líkamlegt ástand hans er mælt í bak og fyrir áður en tilraunin hefst og reglulega upp frá því. Allir búast við því að heilsan batni ekki á þessum 30 dögum, en hversu mikið og hratt henni hrakar, kemur öllum algjörlega í opna skjöldu. Til að gera langa sögu stutta er ástandið orðið lífshættulegt á 21. degi, blóðþrýstingur er svo hár að hann rambar á barmi hjartaáfalls, lifrin fer að líkjast skorpulifur í dagdrykkjumanni, þolið verður svo lítið að hann kemst varla upp stigana heima hjá sér, löngun og geta til að sunda kynlíf svo til hverfur, kærustu hans til mikils ama og á milli máltíða fær hann þunglyndisköst með tilheyrandi höfuðverkjum, en fer svo í hálgerða gleðivímu við hverja máltíð. Læknar ráðlegga honum eindregið að hætta við tilraunina, því annars gæti hann dáið og Spurlock íhugar það alvarlega. Það var þó á endanum bróðir hans sem fékk hann til að klára tilraunina: "Blessaður vertu, það er fólk að borða þetta alla ævi, 9 dagar í viðbót drepa þig ekkert!" Og sem betur fer hafði hann rétt fyrir sér. Spurlock heimsækir að auki í myndinni 20 borgir í Bandaríkjunum, þ.á.m. houstu, "feitustu borg" Bandaríkjanna, (núna Detroit) til að skoða ástandið og ræðir við fjöldan allan af sérfræðingum og leikmönnum; allt frá landlækni til leikskólakennarra, kokka, krakka, þingmanna og lögfræðinga og koma þar fram ýmsar mjög áhugaverðar upplýsingar um orsakir og afleiðingar offituvandans í Bandaríkjunum. Skoðað er hvers kyns mat er verið að bjóða bandarískum börnum upp á í skólunum, hversu mikla leikfimi börn fá þar, matarfíkn og hversu langt fólk er tilbúið að ganga til þess að létta sig. Og hann rannsakar lögfræðilegan, fjárhagslegan og líkamlegan kostnað sem Bandaríkin bera vegna ástar þjóðarinnar á skyndibita. Áður en yfir lauk hafði Spurlock ferðar 25.000 mílur og skotið 250 klukkutíma af efni. AÐ LOKUM Þess bera að geta að lokum að Spurlock hefur tekist, með dyggri aðstoð kærustu sinnar, að ná fyrri heilsu, þyngd og kynorku. Það tók hann um eitt og hálft ár að ná af sér aukakílóunum sem hann bætti á sig á 30 dögum. Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
UM MYNDINA Í myndinni rannsakar Spurlock offituvandamál bandarísku þjóðarinnar og þá sérstaklega hvort að skyndibitakeðjurnar beri að einhverju leyti ábyrgð á því og tekur hann sérstaklega fyrir langstærstu keðjuna; McDonalds. 46 miljónir manna borða daglega á McDonalds í USA, fleirri en allir íbúar Spánar. 37% barna og unglinga eru of feitir og 2/3 af fullorðnum eiga við offituvandamál að stríða. Hver er rót vandans? Á þakkargjörðarhátíðinni 2002 sat Spurlock í sófa foreldra sinna eftir að hafa kýlt sig út af kalkúni móður sinnar og sá þá frétt í sjónvarpinu um lögsökn tveggja kvenna sem sökuðu McDonalds um að bera ábyrgð á offituvandamáli sínu. Í vörn sinni fullyrtu lögræðingar McDonalds að matseðill þeirra væri þvert á móti í svo góðu lagi að venjuleg manneskja gæti allt eins lifað á McDonalds mat einum saman. Spurlock fékk þá hugmyndina um að láta reyna á þessa fullyrðingu og ákveður að leggja eigin líkama undir tilraun; að borða bara mat frá McDonalds í 30 daga og sjá hvað gerist. Reglurnar sem hann setti sjálfum sér voru: 1. Ekkert val, engar sérþarfir: Hann mátti bara borða það sem var á seðlinum. 2. Bannað að stækka í súperstjörnumáltið (Super Size) nema afgreiðslumanneskjan bjóði honum það, en hann verður að þekkjast boðið fái hann það. 3. Engar afskanir; hann varð að borða hvert hlut á matseðlinum a.m.k. einu sinni. 4. Engin uppgjöf; hann varð að borða 3 máltíðir á hverjum degi; morgun, hádegis- og kvöldverð. Áður en hann hefur þessa tilraun fær hann til liðs við sig 3 lækna og næringarfræðing. Líkamlegt ástand hans er mælt í bak og fyrir áður en tilraunin hefst og reglulega upp frá því. Allir búast við því að heilsan batni ekki á þessum 30 dögum, en hversu mikið og hratt henni hrakar, kemur öllum algjörlega í opna skjöldu. Til að gera langa sögu stutta er ástandið orðið lífshættulegt á 21. degi, blóðþrýstingur er svo hár að hann rambar á barmi hjartaáfalls, lifrin fer að líkjast skorpulifur í dagdrykkjumanni, þolið verður svo lítið að hann kemst varla upp stigana heima hjá sér, löngun og geta til að sunda kynlíf svo til hverfur, kærustu hans til mikils ama og á milli máltíða fær hann þunglyndisköst með tilheyrandi höfuðverkjum, en fer svo í hálgerða gleðivímu við hverja máltíð. Læknar ráðlegga honum eindregið að hætta við tilraunina, því annars gæti hann dáið og Spurlock íhugar það alvarlega. Það var þó á endanum bróðir hans sem fékk hann til að klára tilraunina: "Blessaður vertu, það er fólk að borða þetta alla ævi, 9 dagar í viðbót drepa þig ekkert!" Og sem betur fer hafði hann rétt fyrir sér. Spurlock heimsækir að auki í myndinni 20 borgir í Bandaríkjunum, þ.á.m. houstu, "feitustu borg" Bandaríkjanna, (núna Detroit) til að skoða ástandið og ræðir við fjöldan allan af sérfræðingum og leikmönnum; allt frá landlækni til leikskólakennarra, kokka, krakka, þingmanna og lögfræðinga og koma þar fram ýmsar mjög áhugaverðar upplýsingar um orsakir og afleiðingar offituvandans í Bandaríkjunum. Skoðað er hvers kyns mat er verið að bjóða bandarískum börnum upp á í skólunum, hversu mikla leikfimi börn fá þar, matarfíkn og hversu langt fólk er tilbúið að ganga til þess að létta sig. Og hann rannsakar lögfræðilegan, fjárhagslegan og líkamlegan kostnað sem Bandaríkin bera vegna ástar þjóðarinnar á skyndibita. Áður en yfir lauk hafði Spurlock ferðar 25.000 mílur og skotið 250 klukkutíma af efni. AÐ LOKUM Þess bera að geta að lokum að Spurlock hefur tekist, með dyggri aðstoð kærustu sinnar, að ná fyrri heilsu, þyngd og kynorku. Það tók hann um eitt og hálft ár að ná af sér aukakílóunum sem hann bætti á sig á 30 dögum.
Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira