Bætir mjög stöðu hluthafa 31. ágúst 2004 00:01 Samkeppnisstofnun verður skipt upp, stjórnarformanni hlutafélags verður bannað að starfa jafnframt að framkvæmdastjórn sama fyrirtækis og réttur minnihluta verður efldur, samkvæmt tillögum sem viðskiptaráðherra hyggst setja í lagafrumvörp í því skyni að auka traust á íslensku viðskiptalífi. Það var í byrjun árs sem ríkisstjórnin ákvað að skipa nefnd til að gera tillögur um hvernig bregðast mætti við aukinni samþjöppun í íslensku viðskiptalífi og hvernig mætti auka skilvirkni og traust á markaðnum. Viðskiptaráðherra og formaður nefndarinnar kynntu tillögurnar í dag en ráðherra boðaði jafnframt lagafrumvörp á Alþingi í haust á grundvelli þeirra. Nefndin er þó ekki á því að staðan hérlendis sé slæm. Gylfi Magnússon, formaður nefndarinnar segir stöðuna mun betri en hún hefur verið áður, hinsvegar geti hún orðið ennþá betri og það hafi verið stefna nefndarinnar. Hann segir að nefndin hafi ekki verið ánægð með allt í íslensku viðskiptalífi og reynt hafi verið að taka á því. Einnig hafi verið reynt að koma í veg fyrir þau vandamál komi upp hér á landi sem hafa verið að brenna fólk erlendis eins og ýmiskonar fyrirtækjahneiksli. Helsta tillagan lítur að því að skerpa eftirlit með samkeppnihömlum á markaði, veita meiru fjármagni til samkeppnisyfirvalda og að kljúfa Samkeppnisstofnun upp þannig að þau verkefni sem áður heyrðu undir Verðlagsstofnun fari annað. Þá er lagt til að samkeppnisyfirvöldum verði veitt heimild, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, til að krefjast þess að fyrirtæki, sem brotið hafa gegn ákvæðum samkeppnislaga, breyti skipulagi sínu. Tillögur nefndarinnar miða að því að auka minnihlutavernd í hlutafélögum, bæta upplýsingagjöf til hluthafa og gera hluthöfum auðveldara um vik að hafa áhrif á stjórn hlutafélaga á hluthafafundum. Athygli vekur tillaga um að stjórnarformanni hlutafélags verði ekki heimilt að taka að sér önnur störf fyrir félagið en þau sem falla undir eðlileg störf stjórnarformanns. Samkvæmt athugun nefndarinnar fyrr á árinu höfðu sjö fyrirtæki í Kauphöll starfandi stjórnarformann en þau voru Bakkavör, Eimskip, Eskja, KB banki, Líf, Opin kerfi og Samherji. Þá vekur athygli tillaga um að hluthöfum verði auðveldað að fara fram á sérstaka rannsókn á starfsemi félags, og að nægilegt sé að tillaga um rannsókn hljóti fylgi hluthafa sem ráða yfir 1/10 hlutafjárins. Valgerður Sverrisdóttir, viðskiptaráðherra telur það einna þýðingarmest að styrkja stöðu minni hluthafa. Hún segir markaðinn vera til fyrir almenning en ekki fyrir fyrirtækin og forstjórana. Gylfi Magnússon telur að þegar upp sé staðið muni breytingarnar á samkeppnisyfirvöldum skipta mestu máli. Þegar til lengri tíma sé litið muni þó bættir stjórnhættir fyrirtækja skila verulegum ávinningi fyrir þjóðarbúið. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
Samkeppnisstofnun verður skipt upp, stjórnarformanni hlutafélags verður bannað að starfa jafnframt að framkvæmdastjórn sama fyrirtækis og réttur minnihluta verður efldur, samkvæmt tillögum sem viðskiptaráðherra hyggst setja í lagafrumvörp í því skyni að auka traust á íslensku viðskiptalífi. Það var í byrjun árs sem ríkisstjórnin ákvað að skipa nefnd til að gera tillögur um hvernig bregðast mætti við aukinni samþjöppun í íslensku viðskiptalífi og hvernig mætti auka skilvirkni og traust á markaðnum. Viðskiptaráðherra og formaður nefndarinnar kynntu tillögurnar í dag en ráðherra boðaði jafnframt lagafrumvörp á Alþingi í haust á grundvelli þeirra. Nefndin er þó ekki á því að staðan hérlendis sé slæm. Gylfi Magnússon, formaður nefndarinnar segir stöðuna mun betri en hún hefur verið áður, hinsvegar geti hún orðið ennþá betri og það hafi verið stefna nefndarinnar. Hann segir að nefndin hafi ekki verið ánægð með allt í íslensku viðskiptalífi og reynt hafi verið að taka á því. Einnig hafi verið reynt að koma í veg fyrir þau vandamál komi upp hér á landi sem hafa verið að brenna fólk erlendis eins og ýmiskonar fyrirtækjahneiksli. Helsta tillagan lítur að því að skerpa eftirlit með samkeppnihömlum á markaði, veita meiru fjármagni til samkeppnisyfirvalda og að kljúfa Samkeppnisstofnun upp þannig að þau verkefni sem áður heyrðu undir Verðlagsstofnun fari annað. Þá er lagt til að samkeppnisyfirvöldum verði veitt heimild, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, til að krefjast þess að fyrirtæki, sem brotið hafa gegn ákvæðum samkeppnislaga, breyti skipulagi sínu. Tillögur nefndarinnar miða að því að auka minnihlutavernd í hlutafélögum, bæta upplýsingagjöf til hluthafa og gera hluthöfum auðveldara um vik að hafa áhrif á stjórn hlutafélaga á hluthafafundum. Athygli vekur tillaga um að stjórnarformanni hlutafélags verði ekki heimilt að taka að sér önnur störf fyrir félagið en þau sem falla undir eðlileg störf stjórnarformanns. Samkvæmt athugun nefndarinnar fyrr á árinu höfðu sjö fyrirtæki í Kauphöll starfandi stjórnarformann en þau voru Bakkavör, Eimskip, Eskja, KB banki, Líf, Opin kerfi og Samherji. Þá vekur athygli tillaga um að hluthöfum verði auðveldað að fara fram á sérstaka rannsókn á starfsemi félags, og að nægilegt sé að tillaga um rannsókn hljóti fylgi hluthafa sem ráða yfir 1/10 hlutafjárins. Valgerður Sverrisdóttir, viðskiptaráðherra telur það einna þýðingarmest að styrkja stöðu minni hluthafa. Hún segir markaðinn vera til fyrir almenning en ekki fyrir fyrirtækin og forstjórana. Gylfi Magnússon telur að þegar upp sé staðið muni breytingarnar á samkeppnisyfirvöldum skipta mestu máli. Þegar til lengri tíma sé litið muni þó bættir stjórnhættir fyrirtækja skila verulegum ávinningi fyrir þjóðarbúið.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira