Hvern má ég kynna? 8. september 2004 00:01 Stuð milli stríða Súsanna Svavarsdóttir ætlar að verða upplýsingafulltrúi þegar hún verður stór Það eru ekki svo margir mánuðir (miðað við lengd jarðsögunnar) síðan það uppgötvaðist að upplýsingafulltrúar væru hverju fyrirtæki þarfaþing. Á langri (stuttri miðað við jarðsöguna) ævi hef ég, rétt eins og aðrir, þurft að fá upplýsingar frá ýmsum stjórum hér og þar - en eins og menn þekkja er nokkuð vonlaust að komast að þeim. Þeir eru varðir af símaþjónum og riturum sem bíta af þeim allan óþarfa ágang. Auðvitað hefur þetta verið illa séð. Við lifum í upplýsingaheimi og hér um árið var stjórum almennt bent á að þeim bæri skylda til að upplýsa okkur, sauðsvartan almúgann, um eitt og annað sem fram fer innan þeirra fyrirtækja. Lausnin var upplýsingafulltrúar. Hlutverk þeirra er að vera tengiliður fyrirtækisins við almenning og fjölmiðla og veita upplýsingar sem beðið er um (stundum). En það er nú einu sinni svo að þú ert ekki neitt ef allir eiga aðgang að þér. Það vita landssamtök upplýsingafulltrúa. Þess vegna hefur starf þeirra þróast hratt frá því að það var skáldað upp sem þarfaþing á við heftara í öllum almennilegum fyrirtækjum. Í dag er nánast útilokað að ná í upplýsingafulltrúa í nokkru fyrirtæki, eða stofnun, án þess að vera spurður: "Hvern má ég kynna?" Hvern máttu kynna? Hvaða fjandans máli skiptir það? Hættu þessari varðhundapólitík og gefðu mér bara samband við upplýsingafulltrúann til þess að hann geti sinnt því starfi sínu að veita upplýsingar. Það er ekki eins og ég sé að biðja um samband við forstjórann! Þetta á ekki bara við um upplýsingafulltrúa í fyrirtækjum úti í bæ, heldur líka hjá opinberum stofnunum, jafnvel menningarstofnunum. Hvaða merkilegheit eru þetta eiginlega? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stuð milli stríða Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun
Stuð milli stríða Súsanna Svavarsdóttir ætlar að verða upplýsingafulltrúi þegar hún verður stór Það eru ekki svo margir mánuðir (miðað við lengd jarðsögunnar) síðan það uppgötvaðist að upplýsingafulltrúar væru hverju fyrirtæki þarfaþing. Á langri (stuttri miðað við jarðsöguna) ævi hef ég, rétt eins og aðrir, þurft að fá upplýsingar frá ýmsum stjórum hér og þar - en eins og menn þekkja er nokkuð vonlaust að komast að þeim. Þeir eru varðir af símaþjónum og riturum sem bíta af þeim allan óþarfa ágang. Auðvitað hefur þetta verið illa séð. Við lifum í upplýsingaheimi og hér um árið var stjórum almennt bent á að þeim bæri skylda til að upplýsa okkur, sauðsvartan almúgann, um eitt og annað sem fram fer innan þeirra fyrirtækja. Lausnin var upplýsingafulltrúar. Hlutverk þeirra er að vera tengiliður fyrirtækisins við almenning og fjölmiðla og veita upplýsingar sem beðið er um (stundum). En það er nú einu sinni svo að þú ert ekki neitt ef allir eiga aðgang að þér. Það vita landssamtök upplýsingafulltrúa. Þess vegna hefur starf þeirra þróast hratt frá því að það var skáldað upp sem þarfaþing á við heftara í öllum almennilegum fyrirtækjum. Í dag er nánast útilokað að ná í upplýsingafulltrúa í nokkru fyrirtæki, eða stofnun, án þess að vera spurður: "Hvern má ég kynna?" Hvern máttu kynna? Hvaða fjandans máli skiptir það? Hættu þessari varðhundapólitík og gefðu mér bara samband við upplýsingafulltrúann til þess að hann geti sinnt því starfi sínu að veita upplýsingar. Það er ekki eins og ég sé að biðja um samband við forstjórann! Þetta á ekki bara við um upplýsingafulltrúa í fyrirtækjum úti í bæ, heldur líka hjá opinberum stofnunum, jafnvel menningarstofnunum. Hvaða merkilegheit eru þetta eiginlega?