Besta breska bandið í ár 10. september 2004 00:01 Reyndar kom sigurinn liðsmönnum Franz Ferdinand á óvart. "Við áttum alls ekki von á að vinna þetta. Við erum ekki einu sinni með ræðu eða neitt -- þetta kemur okkur í opna skjöldu. Þetta er frábært og við erum alveg undrandi, en mjög stoltir," sagði söngvarinn og gítarleikarinn Alex Kapranos af þessu tilefni. "Öll hin böndin sem voru tilnefnd áttu verðlaunin meira skilið en við," bætti hann svo við. Mercury-verðlaunin voru nú afhent í 13. sinn en þau eru veitt fyrir bestu plötu ársins hjá bresku eða írsku bandi. Sigurvegarar eru jafnan metnir fyrir hæfileika sína og frumlegheit, öfugt við plötusölu og fleira eins og tíðkast oft annars staðar. Meðal þeirra sem tilefndir voru til verðlaunanna að þessu sinni voru The Streets, unga söngkonan Joss Stone, r&b söngkonan Jamelia, Amy Winehouse og gítarlausa rokkbandið Keane sem kemur hingað til lands í næsta mánuði og spilar á Airwaves. Þá voru einnig tilnefndir Belle & Sebastian, rapparinn Ty, rokksveitin The Zutons og Snow Patrol. Mercury-verðlaunin hafa oft verið gagnrýnd fyrir að vera full "artí", og oft á tíðum hafa verðlaunin fallið í skaut listamönnum sem hinn almenni tónlistaráhugamaður hefur aldrei heyrt um. Þetta var ekki uppi á teningnum í ár og allir þeir sem tilnefndir voru eru orðnir velþekktir og -liðnir. Franz Ferdinand eru lýsandi fyrir þetta. Plata þeirra hefur selst í yfir milljón eintökum og hvar sem þeir spila þessa dagana er fullt út úr húsi. Tónlist Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Reyndar kom sigurinn liðsmönnum Franz Ferdinand á óvart. "Við áttum alls ekki von á að vinna þetta. Við erum ekki einu sinni með ræðu eða neitt -- þetta kemur okkur í opna skjöldu. Þetta er frábært og við erum alveg undrandi, en mjög stoltir," sagði söngvarinn og gítarleikarinn Alex Kapranos af þessu tilefni. "Öll hin böndin sem voru tilnefnd áttu verðlaunin meira skilið en við," bætti hann svo við. Mercury-verðlaunin voru nú afhent í 13. sinn en þau eru veitt fyrir bestu plötu ársins hjá bresku eða írsku bandi. Sigurvegarar eru jafnan metnir fyrir hæfileika sína og frumlegheit, öfugt við plötusölu og fleira eins og tíðkast oft annars staðar. Meðal þeirra sem tilefndir voru til verðlaunanna að þessu sinni voru The Streets, unga söngkonan Joss Stone, r&b söngkonan Jamelia, Amy Winehouse og gítarlausa rokkbandið Keane sem kemur hingað til lands í næsta mánuði og spilar á Airwaves. Þá voru einnig tilnefndir Belle & Sebastian, rapparinn Ty, rokksveitin The Zutons og Snow Patrol. Mercury-verðlaunin hafa oft verið gagnrýnd fyrir að vera full "artí", og oft á tíðum hafa verðlaunin fallið í skaut listamönnum sem hinn almenni tónlistaráhugamaður hefur aldrei heyrt um. Þetta var ekki uppi á teningnum í ár og allir þeir sem tilnefndir voru eru orðnir velþekktir og -liðnir. Franz Ferdinand eru lýsandi fyrir þetta. Plata þeirra hefur selst í yfir milljón eintökum og hvar sem þeir spila þessa dagana er fullt út úr húsi.
Tónlist Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira