Viðskipti innlent

Lækkar verðtryggða vexti

KB banki hefur ákveðið að lækka vexti verðtryggðra inn- og útlána frá og með 11. september næstkomandi um 0,15 til 0,20 prósentustig. Verðtryggðir kjörvextir skuldabréfalána munu lækka um 0,20 prósentustig og verða 5,00%. Vextir á verðtryggðum innlánsreikningum lækka um 0,15 til 0,20 prósentustig, mismunandi eftir innlánsformum, að því er segir tilkynningu bankans. Nefna má að innlánsvextir á verðtryggðum 48 mánaða reikningi lækka um 0,20% og verða eftir breytingu 3,60%. Ákvörðun um vaxtalækkun nú er tekin í ljósi þess að verðtryggðir markaðsvextir til langs tíma hafa verið að lækka og tekur bankinn meðal annars mið af þeirri þróun við sínar vaxtaákvarðanir segir í tilkynningunni. Ekki er um breytingu að ræða á óverðtryggðum vöxtum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×