Ábyrgðarfullt yfirbragð 14. september 2004 00:01 Stuð milli stríða Súsanna Svavarsdóttir segir ekki nauðsynlegt að vera leiðinlegur til að virka ábyrgur. Ef ég væri ráðherra mundi ég byrja alla daga á að taka inn Husk, danskt náttúrulyf til þess að örva latan ristil. Þannig kæmist ég hjá þeim örlögum að fá harðlífismunnsvipinn sem hrjáir flesta ráðamenn landsins. Fallegustu munnsvipir og getnaðarlegustu varir hafa orðið fórnarlömb kröfunnar um ábyrgðarfullt yfirbragð og eru í dag bara örmjóar þverrifur. Um leið hefur lífsblikið horfið úr augum sama fólks, skemmtilegustu karakterar verða leiðinlegir, leiðinlegir, leiðinlegir! Það virðist útbreiddur misskilningur í ráðamannastéttinni að nauðsynlegt sé að vera leiðinlegur til þess að virka ábyrgur. Enda er það svo að þegar ráðamaður hér segir eitthvað í ljósvakamiðlum hefur hann varla ropað út nema tveimur til þremur setningum þegar hugur manns reikar annað. Á ritvellinum eru þeir ekkert skárri. Eftir fimm dálksentimetra fer maður að leita að skemmtilegri texta, að minnsta kosti einhverju sem hægt er að halda sér vakandi yfir - jafnvel þótt málefnið sem ráðamaðurinn er að tjá sig um komi manni við. Þá sjaldan að íslenskur ráðherra brosir byrja vangaveltur í fjölmiðlum um það hvort hann sé búinn að ákveða að hætta í pólitík og þungu fýlufargani sé af honum létt. Ef ég væri ráðherra mundi ég vera skemmtileg til þess að fólkið mitt langaði til að hlusta á mig. Ef einhverjum forpokuðum foringjum þætti það óábyrgt væri það þeirra vandamál, enda bara vottur um pólitískt öryggis- og þroskaleysi að treysta aldrei á gleðina. Auðvitað er lýðveldið bara 60 ára, en við eigum þó elsta alþingi í heimi. Mæli með að ráðherrar hætti að taka sjálfa sig svona dauðans hátíðlega. Stuð milli stríða Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Stuð milli stríða Súsanna Svavarsdóttir segir ekki nauðsynlegt að vera leiðinlegur til að virka ábyrgur. Ef ég væri ráðherra mundi ég byrja alla daga á að taka inn Husk, danskt náttúrulyf til þess að örva latan ristil. Þannig kæmist ég hjá þeim örlögum að fá harðlífismunnsvipinn sem hrjáir flesta ráðamenn landsins. Fallegustu munnsvipir og getnaðarlegustu varir hafa orðið fórnarlömb kröfunnar um ábyrgðarfullt yfirbragð og eru í dag bara örmjóar þverrifur. Um leið hefur lífsblikið horfið úr augum sama fólks, skemmtilegustu karakterar verða leiðinlegir, leiðinlegir, leiðinlegir! Það virðist útbreiddur misskilningur í ráðamannastéttinni að nauðsynlegt sé að vera leiðinlegur til þess að virka ábyrgur. Enda er það svo að þegar ráðamaður hér segir eitthvað í ljósvakamiðlum hefur hann varla ropað út nema tveimur til þremur setningum þegar hugur manns reikar annað. Á ritvellinum eru þeir ekkert skárri. Eftir fimm dálksentimetra fer maður að leita að skemmtilegri texta, að minnsta kosti einhverju sem hægt er að halda sér vakandi yfir - jafnvel þótt málefnið sem ráðamaðurinn er að tjá sig um komi manni við. Þá sjaldan að íslenskur ráðherra brosir byrja vangaveltur í fjölmiðlum um það hvort hann sé búinn að ákveða að hætta í pólitík og þungu fýlufargani sé af honum létt. Ef ég væri ráðherra mundi ég vera skemmtileg til þess að fólkið mitt langaði til að hlusta á mig. Ef einhverjum forpokuðum foringjum þætti það óábyrgt væri það þeirra vandamál, enda bara vottur um pólitískt öryggis- og þroskaleysi að treysta aldrei á gleðina. Auðvitað er lýðveldið bara 60 ára, en við eigum þó elsta alþingi í heimi. Mæli með að ráðherrar hætti að taka sjálfa sig svona dauðans hátíðlega.
Stuð milli stríða Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp