Áhyggjur af lagabreytingum 16. september 2004 00:01 Valgerður Sverrisdóttir segir að drög að breytingum á lögum um hlutafélög og einkahlutafélög verði sett á Netið í næstu viku og hagsmunaaðilum gefist færi á að veita umsögn sína. Í drögunum er að finna lagabreytingar sem lagðar eru í til í kjölfar skýrslu viðskiptaráðherra um umhverfi íslensks viðskiptalífs. Hún sagði hins vegar að fyrirhugaðar breytingar á samkeppnislögum yrðu ekki lagðar fram strax. Hún sagði að flest benti til þess að góð umræða gæti skapast um tillögurnar. Fundarmenn á morgunverðarfundi Verslunarráðs í gær lýstu áhyggjum af því að boðuð löggjöf um viðskiptaumhverfi yrði til hagsbóta. Á fundinum fjölluðu auk Valgerðar þau Þórunn Guðmundsdóttir hæstaréttarlögmaður og Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands, um skýrsluna. Í máli Þórunnar komu fram miklar efasemdir varðandi tillögur nefndarinnar um breytingar á samkeppnislögum. Hún gagnrýnir fyrirhugaðar breytingar á skipulagi samkeppnisyfirvalda en stærstan varhug geldur hún við hugmyndum um að yfirvöld fái heimild til þess að mæla fyrir um skipulagsbreytingar hjá fyrirtækjum sem ekki verða við tilmælum Samkeppnisstofnunar. Þórunn segir að ekkert í umhverfi viðskiptalífsins á Íslandi kalli á að valdheimildir samkeppnisyfirvalda verði auknar með svo afgerandi hætti. Hún bendir einnig á að skýrsluhöfundar hafi tiltekið sérstaklega að ekki hafi verið sýnt fram á að uppbrot fyrirtækja hafi haft tilætlaðan árangur í för með sér. Þetta sé til dæmis reynsla Bandaríkjamanna. Þór Sigfússon lagði fyrst og fremst áherslu það í máli sínu að ef reglur um stjórnarhætti í fyrirtækjum verða lögfestar geti það reynst smáum fyrirtækjum erfitt. Hann tók sem dæmi að í litlum fjölskyldufyrirtækjum sé það óeðlileg krafa að svo skýr skil séu milli stjórnar og framkvæmdastjórnar eins og eðlilegt er að gera kröfu um í skráðum fyrirtækjum. Þór óttast að flóknari reglur kunni að draga úr framtaki í íslensku athafnalífi. Hann segir að vernda þurfi frumkvöðlaeðlið í þjóðinni en það kunni að heftast ef flóknar reglur um stjórnarhætti eigi að ná til allra fyrirtækja óháð stærð þeirra. Hann leggur ennfremur áherslu á að atvinnulífið hafi haft frumkvæði um að auka gagnsæi í viðskiptalífinu og telur heppilegast ef slíkt frumkvæði er áfram í höndum þess. Viðskipti Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir segir að drög að breytingum á lögum um hlutafélög og einkahlutafélög verði sett á Netið í næstu viku og hagsmunaaðilum gefist færi á að veita umsögn sína. Í drögunum er að finna lagabreytingar sem lagðar eru í til í kjölfar skýrslu viðskiptaráðherra um umhverfi íslensks viðskiptalífs. Hún sagði hins vegar að fyrirhugaðar breytingar á samkeppnislögum yrðu ekki lagðar fram strax. Hún sagði að flest benti til þess að góð umræða gæti skapast um tillögurnar. Fundarmenn á morgunverðarfundi Verslunarráðs í gær lýstu áhyggjum af því að boðuð löggjöf um viðskiptaumhverfi yrði til hagsbóta. Á fundinum fjölluðu auk Valgerðar þau Þórunn Guðmundsdóttir hæstaréttarlögmaður og Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands, um skýrsluna. Í máli Þórunnar komu fram miklar efasemdir varðandi tillögur nefndarinnar um breytingar á samkeppnislögum. Hún gagnrýnir fyrirhugaðar breytingar á skipulagi samkeppnisyfirvalda en stærstan varhug geldur hún við hugmyndum um að yfirvöld fái heimild til þess að mæla fyrir um skipulagsbreytingar hjá fyrirtækjum sem ekki verða við tilmælum Samkeppnisstofnunar. Þórunn segir að ekkert í umhverfi viðskiptalífsins á Íslandi kalli á að valdheimildir samkeppnisyfirvalda verði auknar með svo afgerandi hætti. Hún bendir einnig á að skýrsluhöfundar hafi tiltekið sérstaklega að ekki hafi verið sýnt fram á að uppbrot fyrirtækja hafi haft tilætlaðan árangur í för með sér. Þetta sé til dæmis reynsla Bandaríkjamanna. Þór Sigfússon lagði fyrst og fremst áherslu það í máli sínu að ef reglur um stjórnarhætti í fyrirtækjum verða lögfestar geti það reynst smáum fyrirtækjum erfitt. Hann tók sem dæmi að í litlum fjölskyldufyrirtækjum sé það óeðlileg krafa að svo skýr skil séu milli stjórnar og framkvæmdastjórnar eins og eðlilegt er að gera kröfu um í skráðum fyrirtækjum. Þór óttast að flóknari reglur kunni að draga úr framtaki í íslensku athafnalífi. Hann segir að vernda þurfi frumkvöðlaeðlið í þjóðinni en það kunni að heftast ef flóknar reglur um stjórnarhætti eigi að ná til allra fyrirtækja óháð stærð þeirra. Hann leggur ennfremur áherslu á að atvinnulífið hafi haft frumkvæði um að auka gagnsæi í viðskiptalífinu og telur heppilegast ef slíkt frumkvæði er áfram í höndum þess.
Viðskipti Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira