Tveggja vikna trommunámskeið 28. september 2004 00:01 "Við Gulli höfum verið að halda nokkur trommunámskeið gegnum tíðina og það hefur gefist vel. Þetta er alltaf að þróast hjá okkur og verða betra og betra," segir Jóhann Hjörleifsson, en hann mun byrja með trommunámskeið þann 4. október ásamt Gunnlaugi Briem. Báðir eru þeir þaulreyndir tónlistarmenn og hefur Jóhann gert garðinn frægan með Ný Dönsk og Gunnlaugur með Mezzoforte þannig að ekki vantar upp á reynsluna. "Við munum raða hópnum í litla hópa eftir getu. Þannig verða byrjendur með sínum jafningjum og lengra komnir með sínum jafningjum. Við blöndum fólki ekki saman óháð styrkleika," segir Jóhann en trommunámskeiðinu er skipt í nokkra tíma. "Á námskeiðinu eru bæði hóptímar og einkatímar. Þetta eru alls sjö mætingar á tveim vikum. Það eru tveir einkatímar sem eru fjörutíu mínútur hvor. Síðan eru tveir hóptímar sem eru fyrirlestrar og þess háttar sem eru tvær klukkustundir í senn. Einnig eru tveir spilatímar sem eru ein og hálf klukkustund í einu þar sem fólk fær að spila á fullu í litlum hópum. Það hefur einmitt oft vantað á trommunámskeið hér á landi. Námskeiðið endar með lokatíma sem er opinn og það er meira spjall og í víðara samhengi en sjálft námskeiðið." Jóhann og Gunnlaugur halda námskeiðið í samstarfi við Hljóðfærahúsið að Laugavegi 176 og kostar það 24.500 krónur. "Það er allt innifalið í námskeiðinu. Ég og Gunnlaugur erum búnir að gefa út kennslubók sem ég held að sé fyrsta trommukennslubókin á íslensku. Hún fylgir námskeiðinu ásamt geisladiski með æfingum. Nemendur fá einnig kjuða og Hljóðfærahúsið verður með einhver spennandi tilboð fyrir nemendurna. Fólk ætti sem sagt að geta komið af götunni án alls á námskeiðið," segir Jóhann að lokum. Frekar upplýsingar og skráning er í síma 661 9011 og í Hljóðfærahúsinu í síma 525 5060. Nám Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Við Gulli höfum verið að halda nokkur trommunámskeið gegnum tíðina og það hefur gefist vel. Þetta er alltaf að þróast hjá okkur og verða betra og betra," segir Jóhann Hjörleifsson, en hann mun byrja með trommunámskeið þann 4. október ásamt Gunnlaugi Briem. Báðir eru þeir þaulreyndir tónlistarmenn og hefur Jóhann gert garðinn frægan með Ný Dönsk og Gunnlaugur með Mezzoforte þannig að ekki vantar upp á reynsluna. "Við munum raða hópnum í litla hópa eftir getu. Þannig verða byrjendur með sínum jafningjum og lengra komnir með sínum jafningjum. Við blöndum fólki ekki saman óháð styrkleika," segir Jóhann en trommunámskeiðinu er skipt í nokkra tíma. "Á námskeiðinu eru bæði hóptímar og einkatímar. Þetta eru alls sjö mætingar á tveim vikum. Það eru tveir einkatímar sem eru fjörutíu mínútur hvor. Síðan eru tveir hóptímar sem eru fyrirlestrar og þess háttar sem eru tvær klukkustundir í senn. Einnig eru tveir spilatímar sem eru ein og hálf klukkustund í einu þar sem fólk fær að spila á fullu í litlum hópum. Það hefur einmitt oft vantað á trommunámskeið hér á landi. Námskeiðið endar með lokatíma sem er opinn og það er meira spjall og í víðara samhengi en sjálft námskeiðið." Jóhann og Gunnlaugur halda námskeiðið í samstarfi við Hljóðfærahúsið að Laugavegi 176 og kostar það 24.500 krónur. "Það er allt innifalið í námskeiðinu. Ég og Gunnlaugur erum búnir að gefa út kennslubók sem ég held að sé fyrsta trommukennslubókin á íslensku. Hún fylgir námskeiðinu ásamt geisladiski með æfingum. Nemendur fá einnig kjuða og Hljóðfærahúsið verður með einhver spennandi tilboð fyrir nemendurna. Fólk ætti sem sagt að geta komið af götunni án alls á námskeiðið," segir Jóhann að lokum. Frekar upplýsingar og skráning er í síma 661 9011 og í Hljóðfærahúsinu í síma 525 5060.
Nám Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira