Skilningsleysi á krikketi 6. október 2004 00:01 Þegar ég var ungur hitti ég gamlan mann sem hafði haft þann starfa í lífinu að stjórna tveimur ólíkum þjóðum í umboði þeirrar þriðju. Landið sem nú heitir Tanzanía laut um tíma vilja þessa aldna aðalsmanns sem líka hafði stjórnað eyju á Miðjarðarhafi í umboði bresku krúnunnar, Kýpur minnir mig, frekar en Möltu. Hann sagðist að auki hafa komið eitthvað að málum við stjórn á fleiri löndum sem þá tilheyrðu breska heimsveldinu. Maðurinn leit út eins og skopteikning af breskum aðalsmanni og hljómaði eins og leikari sem reynir að hæðast að orðfæri og framburði slíkra manna en reynsla hans var slík að ég var sannfærður um að hann hlyti að búa yfir visku um æskilega og mögulega stjórnarhætti í heiminum. Ég spurði hann um lýðræði. Hvaða skilyrði þurfa að vera fyrir hendi í fátæku samfélagi til að lýðræði fái þrifist? Krikket, sagði maðurinn, krikket er lykillinn að þessu öllu saman. Þjóðir sem kunna að meta krikket verða lýðræðisþjóðir, hversu fátækar sem þær eru, sagði hann, en þjóðir sem ekki skilja þann göfuga leik búa ekki til neitt alvöru lýðræði, hversu ríkar sem þær verða. Það sem ég reyndi, bætti hann við, það sem ég reyndi að kenna þessum Afríkumönnum krikket. Það var auðvelt að ímynda sér aðalsmanninn í hvítum krikketfötum í garði landstjórahallarinnar að kenna verðandi leiðtogum Tanzaníu krikkert á meðan síður knýjandi mál í því stóra landi fengu að bíða. En þetta gekk ekki. Þeir náðu þessu aldrei, sagði gamli maðurinn. Ég var heldur aldrei bjartsýnn á lýðræði þarna niður frá. En sjáðu svo Karíbahafið, sagði hann. Fullt af bláfátæku fólki sem spilar þennan fína krikket, skiptir um ríkisstjórnir í kosningum og er með heiðarlega og sjálfstæða dómstóla. Eða Sri Lanka, Bangladesh, og Indland, fátækustu lönd í heimi en lýðræðisríki af bestu gerð enda umgengst þetta fólk krikket eins og trúarbrögð. Ég var ungur og stutt kominn með stjórnmálafræðina þegar þetta var en einhverjar spurningar vöknuðu þó um vísindalegt gildi kenningarinnar. Maðurinn hafði hugað að því og sýndi mér að tölfræðilega var nánast fullkomin fylgni á milli almenns skilningsleysis á krikket og vondra stjórnarhátta í ríkjum sem Bretar höfðu áður stýrt. Nánast alger fylgni virtist líka vera á milli kunnáttusemi í krikket, sjálfstæðs dómsvalds, þingræðis og stöðugleika í stjórnmálum. Lítil og tæpast marktæk fylgni reyndist hins vegar vera á þessum tíma á milli efnahagsþróunar og lýðræðis í þeim löndum sem Bretar höfðu stjórnað fram á miðja tuttugustu öld eða lengur. Skýring mannsins á þessu samhengi var einföld. Menn sem vegna menningar sinnar bera virðingu fyrir hinum dýpri reglum lýðræðisins eru um leið líklegir til að kunna að meta krikkert. Krikket snýst nefnilega um virðingu fyrir óskráðum jafnt og skráðum reglum. Það er andi leiksins og hvernig hann er leikinn sem skiptir máli, ekki tæknilegar reglur um hið leyfilega eða stigataflan í lok hans. Fæstir muna lengi hvernig krikketleikir fara en allir muna hvort leikurinn var vel leikinn eða ekki. Og það gleymist seint ef menn fara á snið við anda leiksins þótt þeir brjóti ekki skráðar reglur. Helstu vandræði í alþjóðlegum krikket, sagð maðurinn, eru hörkulegar leikaðferðir Pakistana en þeim hættir líka einræðisstjórna. Sá sem nýtur þess að horfa á leik í tvo daga, ekki vegna áhuga á því hver vinnur, heldur vegna þess að þetta er leikur sem snýst um virðingu fyrir leiknum sjálfum, sá hinn sami skilur lýðræði, sagði þessi gamli maður og lét fylgja með ófögur orð um fótbolta sem hann hafði ekki séð en þekkti af afspurn. Löngu seinna las ég grein eftir bandarískan stjórnmálafræðing sem leitaði menningarlegra skýringa á því sem kallaði aldalanga yfirburði Englands í stjórnarháttum. Hann komst að þeirri niðurstöðu að á löngum tíma hefði þróast á Englandi menning sem gerði ráð fyrir því að sanngirni væri ofar tæknilegu lögmæti. Menningin beindi um leið umræðunni frá hinu tæknilega til hins efnislega. Gæfa Englands, sagði hann, var ekki sú eiga góð lög, heldur sú að í landinu varð til svo almenn virðing fyrir sanngirni og óskráðum reglum að tæknilegar og lagalegar umræður um rétt og rangt viku. Menn skildu að lýðræði snýst ekki um dýrð þess sem sigrar heldur um virðingu fyrir leiknum sjálfum. Bæði landsstjórinn og fræðimaðurinn fengu mig til að hugsa daprar hugsanir heim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Ormur Halldórsson Mest lesið Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun
Þegar ég var ungur hitti ég gamlan mann sem hafði haft þann starfa í lífinu að stjórna tveimur ólíkum þjóðum í umboði þeirrar þriðju. Landið sem nú heitir Tanzanía laut um tíma vilja þessa aldna aðalsmanns sem líka hafði stjórnað eyju á Miðjarðarhafi í umboði bresku krúnunnar, Kýpur minnir mig, frekar en Möltu. Hann sagðist að auki hafa komið eitthvað að málum við stjórn á fleiri löndum sem þá tilheyrðu breska heimsveldinu. Maðurinn leit út eins og skopteikning af breskum aðalsmanni og hljómaði eins og leikari sem reynir að hæðast að orðfæri og framburði slíkra manna en reynsla hans var slík að ég var sannfærður um að hann hlyti að búa yfir visku um æskilega og mögulega stjórnarhætti í heiminum. Ég spurði hann um lýðræði. Hvaða skilyrði þurfa að vera fyrir hendi í fátæku samfélagi til að lýðræði fái þrifist? Krikket, sagði maðurinn, krikket er lykillinn að þessu öllu saman. Þjóðir sem kunna að meta krikket verða lýðræðisþjóðir, hversu fátækar sem þær eru, sagði hann, en þjóðir sem ekki skilja þann göfuga leik búa ekki til neitt alvöru lýðræði, hversu ríkar sem þær verða. Það sem ég reyndi, bætti hann við, það sem ég reyndi að kenna þessum Afríkumönnum krikket. Það var auðvelt að ímynda sér aðalsmanninn í hvítum krikketfötum í garði landstjórahallarinnar að kenna verðandi leiðtogum Tanzaníu krikkert á meðan síður knýjandi mál í því stóra landi fengu að bíða. En þetta gekk ekki. Þeir náðu þessu aldrei, sagði gamli maðurinn. Ég var heldur aldrei bjartsýnn á lýðræði þarna niður frá. En sjáðu svo Karíbahafið, sagði hann. Fullt af bláfátæku fólki sem spilar þennan fína krikket, skiptir um ríkisstjórnir í kosningum og er með heiðarlega og sjálfstæða dómstóla. Eða Sri Lanka, Bangladesh, og Indland, fátækustu lönd í heimi en lýðræðisríki af bestu gerð enda umgengst þetta fólk krikket eins og trúarbrögð. Ég var ungur og stutt kominn með stjórnmálafræðina þegar þetta var en einhverjar spurningar vöknuðu þó um vísindalegt gildi kenningarinnar. Maðurinn hafði hugað að því og sýndi mér að tölfræðilega var nánast fullkomin fylgni á milli almenns skilningsleysis á krikket og vondra stjórnarhátta í ríkjum sem Bretar höfðu áður stýrt. Nánast alger fylgni virtist líka vera á milli kunnáttusemi í krikket, sjálfstæðs dómsvalds, þingræðis og stöðugleika í stjórnmálum. Lítil og tæpast marktæk fylgni reyndist hins vegar vera á þessum tíma á milli efnahagsþróunar og lýðræðis í þeim löndum sem Bretar höfðu stjórnað fram á miðja tuttugustu öld eða lengur. Skýring mannsins á þessu samhengi var einföld. Menn sem vegna menningar sinnar bera virðingu fyrir hinum dýpri reglum lýðræðisins eru um leið líklegir til að kunna að meta krikkert. Krikket snýst nefnilega um virðingu fyrir óskráðum jafnt og skráðum reglum. Það er andi leiksins og hvernig hann er leikinn sem skiptir máli, ekki tæknilegar reglur um hið leyfilega eða stigataflan í lok hans. Fæstir muna lengi hvernig krikketleikir fara en allir muna hvort leikurinn var vel leikinn eða ekki. Og það gleymist seint ef menn fara á snið við anda leiksins þótt þeir brjóti ekki skráðar reglur. Helstu vandræði í alþjóðlegum krikket, sagð maðurinn, eru hörkulegar leikaðferðir Pakistana en þeim hættir líka einræðisstjórna. Sá sem nýtur þess að horfa á leik í tvo daga, ekki vegna áhuga á því hver vinnur, heldur vegna þess að þetta er leikur sem snýst um virðingu fyrir leiknum sjálfum, sá hinn sami skilur lýðræði, sagði þessi gamli maður og lét fylgja með ófögur orð um fótbolta sem hann hafði ekki séð en þekkti af afspurn. Löngu seinna las ég grein eftir bandarískan stjórnmálafræðing sem leitaði menningarlegra skýringa á því sem kallaði aldalanga yfirburði Englands í stjórnarháttum. Hann komst að þeirri niðurstöðu að á löngum tíma hefði þróast á Englandi menning sem gerði ráð fyrir því að sanngirni væri ofar tæknilegu lögmæti. Menningin beindi um leið umræðunni frá hinu tæknilega til hins efnislega. Gæfa Englands, sagði hann, var ekki sú eiga góð lög, heldur sú að í landinu varð til svo almenn virðing fyrir sanngirni og óskráðum reglum að tæknilegar og lagalegar umræður um rétt og rangt viku. Menn skildu að lýðræði snýst ekki um dýrð þess sem sigrar heldur um virðingu fyrir leiknum sjálfum. Bæði landsstjórinn og fræðimaðurinn fengu mig til að hugsa daprar hugsanir heim.