Lífið

Auglýst eftir styrkumsóknum

Húsafriðunarnefnd ríkisins auglýsti um helgina eftir umsóknum til Húsafriðunarsjóðs 2005. Hægt er að sækja um styrki vegna endurbóta á friðuðum eða varðveisluverðum húsum. Veittir eru styrkir til að greiða hluta kostnaðar vegna undirbúnings framkvæmda, áætlanagerðar og tæknilegrar ráðgjafar og einnig framkvæmda til viðhalds og endurbóta. Meðal þeirra húsa sem hlutu styrki í fyrra má nefna Laugaveg 2 í Reykjavík, Villa Nova á Sauðárkróki og faktorshúsið á Djúpavogi. Styrkupphæðir námu frá fimmtíu þúsund krónum og upp í sjö milljónir. Umsóknir berist eigi síðar en 1. desember næstkomandi á sérstökum umsóknareyðublöðum sem fást á heimasíðu nefndarinnar eða heimsend frá skrifstofu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.