Flugbátur í hnattferð væntanlegur 14. október 2004 00:01 Gamall Dornier DO-24 flugbátur er væntanlegur til Reykjavíkurflugvallar síðdegis á leið sinni umhverfis hnöttinn, líkt og forveri hans fór fyrir 75 árum. Þá þótti það flugsögulegt afrek. Í hnattfluginu á sínum tíma sat Dornier sjálfur, eða hönnuður og smiður vélarinnar, við stýrið en að þessu sinni er það sonarsonur hans, Iren Dornier, sem stýrir för. Þessi vél er talsvert yngri og er endurgerð af þeirri gömlu. Var sú gerð í notkun vel fram á áttunda áratuginn. Vængir þessarrar vélar eru endurbættir, skrúfuþotuhreyflar leysa gömlu stjörnuhreyflana af hólmi og þessi vél er búin lendingarhjólum þannig að hún getur bæði lent á landi og sjó. Ferðin, sem hófst á Filippseyjum, er farin til að vekja athyugli á barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, og mun söfnunarfé frá Dornier sjálfum og ýmsum stórfyrirtækjum renna til menntunarverkefna stofnunarinnar. Dornier er ekki óþekkt vörumerki hér á landi því Íslandsflug notar þannig vélar til innanlandsflugs. Þá hefur Ómar Ragnarsson tekið ógrynni mynda úr Dornier-vél sem hann átti og Dagfinnur Stefánsson, fyrrverandi flugstjóri, á nýuppgerðan gamlan Dornier. Þessar vélar eru þó allt annarrar gerðar en flugbáturinn. Innlent Lífið Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Gamall Dornier DO-24 flugbátur er væntanlegur til Reykjavíkurflugvallar síðdegis á leið sinni umhverfis hnöttinn, líkt og forveri hans fór fyrir 75 árum. Þá þótti það flugsögulegt afrek. Í hnattfluginu á sínum tíma sat Dornier sjálfur, eða hönnuður og smiður vélarinnar, við stýrið en að þessu sinni er það sonarsonur hans, Iren Dornier, sem stýrir för. Þessi vél er talsvert yngri og er endurgerð af þeirri gömlu. Var sú gerð í notkun vel fram á áttunda áratuginn. Vængir þessarrar vélar eru endurbættir, skrúfuþotuhreyflar leysa gömlu stjörnuhreyflana af hólmi og þessi vél er búin lendingarhjólum þannig að hún getur bæði lent á landi og sjó. Ferðin, sem hófst á Filippseyjum, er farin til að vekja athyugli á barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, og mun söfnunarfé frá Dornier sjálfum og ýmsum stórfyrirtækjum renna til menntunarverkefna stofnunarinnar. Dornier er ekki óþekkt vörumerki hér á landi því Íslandsflug notar þannig vélar til innanlandsflugs. Þá hefur Ómar Ragnarsson tekið ógrynni mynda úr Dornier-vél sem hann átti og Dagfinnur Stefánsson, fyrrverandi flugstjóri, á nýuppgerðan gamlan Dornier. Þessar vélar eru þó allt annarrar gerðar en flugbáturinn.
Innlent Lífið Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira