50 ára íbúð í Vesturbænum 19. október 2004 00:01 Ólafur Gunnar Guðlaugsson vílar ekki fyrir sér að taka til hendinni og hefur nýlokið við að taka í gegn frá grunni gamla íbúð á Kvisthaganum. Framkvæmdirnar tóku Ólaf Gunnar rúman mánuð en hann naut reyndar aðstoðar vina og vandamanna þótt mest hafi hann gert sjálfur. "Það er nú heldur ekki allt búið enn," segir Ólafur. "En við erum að minnsta kosti flutt inn. Húsið er 50 ára gamalt og við vorum raunar að yngja upp, áður vorum við í 120 ára gamalli íbúð. Þessi var í algjöru messi, það þurfti bókstaflega að taka allt út úr henni, og þá meina ég allt," segir Ólafur Gunnar með áherslu. "Það sem stóð eftir voru berir veggir og gólf, íbúðin var nánast fokheld. Það þurfti að endurnýja rafmagn, sparsla og mála, brjóta niður veggi og setja upp nýja, fylla upp í dyraop og búa til ný, leggja á gólfin og kaupa allar innréttingar." En hvað kom til að Ólafur festi kaup á íbúð sem svona mikið þurfti að gera við? "Þetta eru æskustöðvarnar," segir Ólafur Gunnar, "og draumastaðurinn. Við fengum líka fínt verð fyrir gömlu íbúðina þannig að við höfðum peninga í framkvæmdirnar. Ég mæli ekki með því að menn geri þetta af litlum efnum, en ef til eru peningar fyrir þessu þá er þetta ólýsanlega skemmtilegt." Ólafur Gunnar segir svona miklar framkvæmdir vissulega geta kallað á meira eins og til dæmis ný húsgögn. "Við erum þegar búin að panta nýjan sófa og erum svona að byrjað að skipta út. Þetta er ekki nærri búið."Veggir voru brotnir niður og nýir reistir og búin til borðstofa.Mynd/VilhelmBaðherbergið var rústir einar þegar búið var að hreinsa þar út. Nú er baðið hið glæsilegasta.Mynd/VilhelmMynd/VilhelmÓlafur Gunnar Guðlaugsson stóð í ströngu þegar hann gerði upp húsið sitt á Kvisthaganum.Mynd/VilhelmFramkvæmdir standa enn yfir í eldhúsinu, en þar var allt illa farið og gamaldags. Eldhúsið er nú óðum að fá nýjan og flottan svip.Mynd/Vilhelm Hús og heimili Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Ólafur Gunnar Guðlaugsson vílar ekki fyrir sér að taka til hendinni og hefur nýlokið við að taka í gegn frá grunni gamla íbúð á Kvisthaganum. Framkvæmdirnar tóku Ólaf Gunnar rúman mánuð en hann naut reyndar aðstoðar vina og vandamanna þótt mest hafi hann gert sjálfur. "Það er nú heldur ekki allt búið enn," segir Ólafur. "En við erum að minnsta kosti flutt inn. Húsið er 50 ára gamalt og við vorum raunar að yngja upp, áður vorum við í 120 ára gamalli íbúð. Þessi var í algjöru messi, það þurfti bókstaflega að taka allt út úr henni, og þá meina ég allt," segir Ólafur Gunnar með áherslu. "Það sem stóð eftir voru berir veggir og gólf, íbúðin var nánast fokheld. Það þurfti að endurnýja rafmagn, sparsla og mála, brjóta niður veggi og setja upp nýja, fylla upp í dyraop og búa til ný, leggja á gólfin og kaupa allar innréttingar." En hvað kom til að Ólafur festi kaup á íbúð sem svona mikið þurfti að gera við? "Þetta eru æskustöðvarnar," segir Ólafur Gunnar, "og draumastaðurinn. Við fengum líka fínt verð fyrir gömlu íbúðina þannig að við höfðum peninga í framkvæmdirnar. Ég mæli ekki með því að menn geri þetta af litlum efnum, en ef til eru peningar fyrir þessu þá er þetta ólýsanlega skemmtilegt." Ólafur Gunnar segir svona miklar framkvæmdir vissulega geta kallað á meira eins og til dæmis ný húsgögn. "Við erum þegar búin að panta nýjan sófa og erum svona að byrjað að skipta út. Þetta er ekki nærri búið."Veggir voru brotnir niður og nýir reistir og búin til borðstofa.Mynd/VilhelmBaðherbergið var rústir einar þegar búið var að hreinsa þar út. Nú er baðið hið glæsilegasta.Mynd/VilhelmMynd/VilhelmÓlafur Gunnar Guðlaugsson stóð í ströngu þegar hann gerði upp húsið sitt á Kvisthaganum.Mynd/VilhelmFramkvæmdir standa enn yfir í eldhúsinu, en þar var allt illa farið og gamaldags. Eldhúsið er nú óðum að fá nýjan og flottan svip.Mynd/Vilhelm
Hús og heimili Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira