Uppáhaldsbygging Reynis Vilhjálms 19. október 2004 00:01 "Mér finnst margar ægifagrar byggingar á höfuðborgarsvæðinu," segir Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt. "Við eigum marga góða arkitekta sem hafa gert fína hluti. Ég vildi samt fá að nefna tvær athyglisverðar og vel útfærðar byggingar frekar en þá fallegustu og þar er þá fyrst að nefna ráðhúsið okkar sem mér finnst sérlega vel heppnað, Það er vegna þess hvernig þar er tekið á hlutunum og hversu mikill landslagsarkitektúr er í byggingunni. Þá er ég ekki síst að tala um mosavegginn og hversu vel byggingin fellur inn í umhverfið. Önnur bygging sem mig langar að nefna er Tjaldmiðstöðin í Laugardal sem Manfreð Vilhjálmsson teiknaði. Hann notar þar klömbruhleðslu og byggir húsið eins og það sé tjald með þaki sem hleypir ljósinu í gegn. Afar vel heppnað," segir Reynir. Reynir er ánægður með hvernig Reykjavík hefur þróast og finnst ekki sanngjarnt að við berum okkur saman við elstu og fallegustu borgir í Evrópu. "Reykjavík er ung borg í miklum vexti og ég er til dæmis alveg ósammála því að miðbærinn sé ljótur og eins og maður heyrir stundum fólk segja. Það er auðvitað alltaf eitthvað sem mætti betur fara en við verðum að hafa í huga að borgir erlendis hafa líka tvö andlit. Þar er að finna úthverfi sem eru ekki meira spennandi en okkar og það sem gæðir miðbæina lífi í erlendum borgum eru ekki síst ferðamennirnir." Nú stendur yfir í Gerðubergi sjónþing um verk Reynis. "Já, það er nú næstum þannig að manni finnst nóg um," segir Reynir hlæjandi. "Ég er orðinn sjötugur og finnst eiginlega nóg um alla athyglina, En ætli ég sé nokkuð hættur," bætir hann við brosandi. "Ég var að horfa á þátt í sjónvarpinu um kínverska arkitektinn I.M Pei sem var orðinn 78 ára þegar hann teiknaði Louvre-píramídann. Kannski er ég bara rétt að byrja," segir Reynir og hlær dátt að lokum.Tjaldmiðstöðin í Laugardal er einnig vel heppnuð bygging að mati Reynis.Mynd/GVA Hús og heimili Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Fleiri fréttir Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Sjá meira
"Mér finnst margar ægifagrar byggingar á höfuðborgarsvæðinu," segir Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt. "Við eigum marga góða arkitekta sem hafa gert fína hluti. Ég vildi samt fá að nefna tvær athyglisverðar og vel útfærðar byggingar frekar en þá fallegustu og þar er þá fyrst að nefna ráðhúsið okkar sem mér finnst sérlega vel heppnað, Það er vegna þess hvernig þar er tekið á hlutunum og hversu mikill landslagsarkitektúr er í byggingunni. Þá er ég ekki síst að tala um mosavegginn og hversu vel byggingin fellur inn í umhverfið. Önnur bygging sem mig langar að nefna er Tjaldmiðstöðin í Laugardal sem Manfreð Vilhjálmsson teiknaði. Hann notar þar klömbruhleðslu og byggir húsið eins og það sé tjald með þaki sem hleypir ljósinu í gegn. Afar vel heppnað," segir Reynir. Reynir er ánægður með hvernig Reykjavík hefur þróast og finnst ekki sanngjarnt að við berum okkur saman við elstu og fallegustu borgir í Evrópu. "Reykjavík er ung borg í miklum vexti og ég er til dæmis alveg ósammála því að miðbærinn sé ljótur og eins og maður heyrir stundum fólk segja. Það er auðvitað alltaf eitthvað sem mætti betur fara en við verðum að hafa í huga að borgir erlendis hafa líka tvö andlit. Þar er að finna úthverfi sem eru ekki meira spennandi en okkar og það sem gæðir miðbæina lífi í erlendum borgum eru ekki síst ferðamennirnir." Nú stendur yfir í Gerðubergi sjónþing um verk Reynis. "Já, það er nú næstum þannig að manni finnst nóg um," segir Reynir hlæjandi. "Ég er orðinn sjötugur og finnst eiginlega nóg um alla athyglina, En ætli ég sé nokkuð hættur," bætir hann við brosandi. "Ég var að horfa á þátt í sjónvarpinu um kínverska arkitektinn I.M Pei sem var orðinn 78 ára þegar hann teiknaði Louvre-píramídann. Kannski er ég bara rétt að byrja," segir Reynir og hlær dátt að lokum.Tjaldmiðstöðin í Laugardal er einnig vel heppnuð bygging að mati Reynis.Mynd/GVA
Hús og heimili Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Fleiri fréttir Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Sjá meira