Frændur og vinir 21. október 2004 00:01 Miðbaugs-Gínea heitir land og var spænsk nýlenda í 190 ár og hefur verið sjálfstætt ríki síðan 1968. Obiang Nguem Mbasogo forseti hefur stjórnað þessu litla landi í vestanverðri Afríku með harðri hendi síðan 1979, en það ár rændi hann völdunum af blóði drifnum frænda sínum í vopnaðri uppreisn. Obiang forseta hefur tekizt að sitja að völdum æ síðan með því að fylla ríkisstjórn sína af frændum og vinum, fangelsa og pynda andstæðinga sína og svindla grimmt í kosningum (eitt árið fékk hann 99% atkvæða). Og nú hefur þetta skuldum vafða og volaða land, þar sem tíunda hvert barn deyr í fæðingu og meðalævin er ekki nema rösk 50 ár, fullar hendur fjár í krafti olíufunda á hafsbotni fyrir fáeinum árum. Landsframleiðsla á mann hefur vaxið um fjórðung á hverju ári s.l. áratug: það gerir tæpa tíföldun á tíu árum. Og hvernig hefur olíuarðinum verið varið? Til að efla menntun? Aðeins fjórðungur allra unglinga sækir framhaldsskóla. Til að bæta heilbrigðisþjónustu? Miðbaugs-Gínea ver 2% af þjóðartekjum til heilbrigðismála á móti 9-10% hér heima. Undanfarin ár hafa forsetinn og frændur hans og vinir reist sér marmarahallir heima fyrir og keypt sér hús um allan heim. Elzti sonur forsetans og væntanlegur arftaki er nú sjávarútvegs-, skógarhöggs- og umhverfisráðherra og brytjar niður skóga landsins og selur timbrið til útlanda og hirðir arðinn sjálfur og heldur sig ríkmannlega í Hollywood, París og Ríó lungann úr árinu og ekur þar um á Bentley, Lamborghini og Rolls Royce á víxl. Litli bróðir hans er olíuráðherra og sér um samskiptin við olíufyrirtækin í Texas, sem hirða obbann af olíugróðanum gegn hæfilegri þóknun handa frændgarði forsetans. Bræður forsetans stjórna heraflanum og leyniþjónustunni. Fólkið heldur áfram að lifa frá hendinni til munnsins: meðaltekjur á mann eru röskir tveir dollarar á dag. Það eru engar bókabúðir í landinu og ekkert bókasafn. Ríkissjónvarpið lýsti því yfir fyrir nokkru í fréttatíma, að forsetinn væri guð. Bush Bandaríkjaforseti tók á móti þessum starfsbróður sínum í Hvíta húsinu í september 2002. Fyrr á þessu ári var gerð tilraun til valdaráns í Miðbaugs-Gíneu, sem væri varla í frásögur færandi nema fyrir þá sök, að brezka dagblaðið Guardian upplýsti fyrir fáeinum dögum, að bandaríska varnarmálaráðuneytið og leyniþjónustan CIA kunna að vera viðriðnar málið. (Mark Thatcher, sonur Margrétar fyrrv. forsætisráðherra Bretlands, bíður nú dóms í Suður-Afríku fyrir meinta aðild sína.) Bandaríkjamenn eiga hagsmuna að gæta í Miðbaugs-Gíneu. Þeir flytja inn 60% af allri olíu, sem þeir brenna, þar af fimmtung frá Austurlöndum nær og sjöttung frá Afríku. Bandaríkjastjórn ætlar, að Afríkulönd, einkum Nígería og Angóla, muni sjá Bandaríkjunum fyrir fjórðungi allrar innfluttrar olíu eftir nokkur ár. Miðbaugs-Gínea gengur því ekki að ófyrirsynju undir nafninu Nýja-Kúveit. Hví skyldi Bandaríkjastjórn ekki hyggja á fótfestu nálægt olíulindum Afríku eins og í Austurlöndum nær? Nær helmingurinn af innfluttri olíu til Bandaríkjanna er bensín. Bandaríkjamenn virðast margir líta á aðgang að ódýru bensíni sem heilagan rétt – svo heilagan, að bensíngjald kemur ekki til álita. Kaninn heldur því áfram að kaupa bensín víðs vegar að fyrir ógrynni fjár, og sá fimmtungur bensínfjárins, sem rennur til Sádi-Arabíu, er sannkallaður blóðpeningur og er notaður m.a. til að starfrækja útungunarstöðvar hryðjuverkamanna. Bush forseti hefur samt engin skýr áform um að draga úr innflutningi olíu frá Arabalöndum, enda er fjölskylda hans í nánu vinfengi við konungsfjölskylduna í Sádi-Arabíu. Olíuverð er nú í sögulegu hámarki, m.a. vegna mikillar eftirsóknar eftir olíu í Kína að undanförnu og vegna stríðsins í Írak og átaka í Nígeríu, Rússlandi og víðar: olía er næstum aldrei til friðs, nema í Noregi. Ófriðurinn í kringum olíulindir heimsins er samt ekki bundinn við frumstæðar þjóðir. Stríðið í Írak ýtir undir áleitnar grunsemdir um, að Bandaríkjamenn séu á höttunum eftir olíunni þar. Eina byggingin, sem Bandaríkjaher sló skjaldborg um í Bagdad eftir innrásina var – nema hvað? – olíuráðuneytið. John Kerry, forsetaframbjóðandi demókrata, vakti athygli á þessu í fyrsta sjónvarpseinvígi hans og Bush forseta um daginn. Bandaríkjastjórn væri í lófa lagið að innheimta bensíngjald, sem dygði til að taka fyrir olíukaup frá Austurlöndum nær. Evrópa, Japan, Indland og Kína þyrftu helzt að snúast á sömu sveif. Aðrir kaupendur gætu aldrei fyllt skarðið. Bensín í Bandaríkjunum þyrfti samt ekki að kosta meira en í Evrópu. Þannig væri trúlega hægt að stilla til friðar þarna austur frá og kippa um leið fótunum undan hryðjuverkamönnum. En ríkisstjórn Bush virðist ekki hafa hug á friði upp á þau býti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Þorvaldur Gylfason Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun
Miðbaugs-Gínea heitir land og var spænsk nýlenda í 190 ár og hefur verið sjálfstætt ríki síðan 1968. Obiang Nguem Mbasogo forseti hefur stjórnað þessu litla landi í vestanverðri Afríku með harðri hendi síðan 1979, en það ár rændi hann völdunum af blóði drifnum frænda sínum í vopnaðri uppreisn. Obiang forseta hefur tekizt að sitja að völdum æ síðan með því að fylla ríkisstjórn sína af frændum og vinum, fangelsa og pynda andstæðinga sína og svindla grimmt í kosningum (eitt árið fékk hann 99% atkvæða). Og nú hefur þetta skuldum vafða og volaða land, þar sem tíunda hvert barn deyr í fæðingu og meðalævin er ekki nema rösk 50 ár, fullar hendur fjár í krafti olíufunda á hafsbotni fyrir fáeinum árum. Landsframleiðsla á mann hefur vaxið um fjórðung á hverju ári s.l. áratug: það gerir tæpa tíföldun á tíu árum. Og hvernig hefur olíuarðinum verið varið? Til að efla menntun? Aðeins fjórðungur allra unglinga sækir framhaldsskóla. Til að bæta heilbrigðisþjónustu? Miðbaugs-Gínea ver 2% af þjóðartekjum til heilbrigðismála á móti 9-10% hér heima. Undanfarin ár hafa forsetinn og frændur hans og vinir reist sér marmarahallir heima fyrir og keypt sér hús um allan heim. Elzti sonur forsetans og væntanlegur arftaki er nú sjávarútvegs-, skógarhöggs- og umhverfisráðherra og brytjar niður skóga landsins og selur timbrið til útlanda og hirðir arðinn sjálfur og heldur sig ríkmannlega í Hollywood, París og Ríó lungann úr árinu og ekur þar um á Bentley, Lamborghini og Rolls Royce á víxl. Litli bróðir hans er olíuráðherra og sér um samskiptin við olíufyrirtækin í Texas, sem hirða obbann af olíugróðanum gegn hæfilegri þóknun handa frændgarði forsetans. Bræður forsetans stjórna heraflanum og leyniþjónustunni. Fólkið heldur áfram að lifa frá hendinni til munnsins: meðaltekjur á mann eru röskir tveir dollarar á dag. Það eru engar bókabúðir í landinu og ekkert bókasafn. Ríkissjónvarpið lýsti því yfir fyrir nokkru í fréttatíma, að forsetinn væri guð. Bush Bandaríkjaforseti tók á móti þessum starfsbróður sínum í Hvíta húsinu í september 2002. Fyrr á þessu ári var gerð tilraun til valdaráns í Miðbaugs-Gíneu, sem væri varla í frásögur færandi nema fyrir þá sök, að brezka dagblaðið Guardian upplýsti fyrir fáeinum dögum, að bandaríska varnarmálaráðuneytið og leyniþjónustan CIA kunna að vera viðriðnar málið. (Mark Thatcher, sonur Margrétar fyrrv. forsætisráðherra Bretlands, bíður nú dóms í Suður-Afríku fyrir meinta aðild sína.) Bandaríkjamenn eiga hagsmuna að gæta í Miðbaugs-Gíneu. Þeir flytja inn 60% af allri olíu, sem þeir brenna, þar af fimmtung frá Austurlöndum nær og sjöttung frá Afríku. Bandaríkjastjórn ætlar, að Afríkulönd, einkum Nígería og Angóla, muni sjá Bandaríkjunum fyrir fjórðungi allrar innfluttrar olíu eftir nokkur ár. Miðbaugs-Gínea gengur því ekki að ófyrirsynju undir nafninu Nýja-Kúveit. Hví skyldi Bandaríkjastjórn ekki hyggja á fótfestu nálægt olíulindum Afríku eins og í Austurlöndum nær? Nær helmingurinn af innfluttri olíu til Bandaríkjanna er bensín. Bandaríkjamenn virðast margir líta á aðgang að ódýru bensíni sem heilagan rétt – svo heilagan, að bensíngjald kemur ekki til álita. Kaninn heldur því áfram að kaupa bensín víðs vegar að fyrir ógrynni fjár, og sá fimmtungur bensínfjárins, sem rennur til Sádi-Arabíu, er sannkallaður blóðpeningur og er notaður m.a. til að starfrækja útungunarstöðvar hryðjuverkamanna. Bush forseti hefur samt engin skýr áform um að draga úr innflutningi olíu frá Arabalöndum, enda er fjölskylda hans í nánu vinfengi við konungsfjölskylduna í Sádi-Arabíu. Olíuverð er nú í sögulegu hámarki, m.a. vegna mikillar eftirsóknar eftir olíu í Kína að undanförnu og vegna stríðsins í Írak og átaka í Nígeríu, Rússlandi og víðar: olía er næstum aldrei til friðs, nema í Noregi. Ófriðurinn í kringum olíulindir heimsins er samt ekki bundinn við frumstæðar þjóðir. Stríðið í Írak ýtir undir áleitnar grunsemdir um, að Bandaríkjamenn séu á höttunum eftir olíunni þar. Eina byggingin, sem Bandaríkjaher sló skjaldborg um í Bagdad eftir innrásina var – nema hvað? – olíuráðuneytið. John Kerry, forsetaframbjóðandi demókrata, vakti athygli á þessu í fyrsta sjónvarpseinvígi hans og Bush forseta um daginn. Bandaríkjastjórn væri í lófa lagið að innheimta bensíngjald, sem dygði til að taka fyrir olíukaup frá Austurlöndum nær. Evrópa, Japan, Indland og Kína þyrftu helzt að snúast á sömu sveif. Aðrir kaupendur gætu aldrei fyllt skarðið. Bensín í Bandaríkjunum þyrfti samt ekki að kosta meira en í Evrópu. Þannig væri trúlega hægt að stilla til friðar þarna austur frá og kippa um leið fótunum undan hryðjuverkamönnum. En ríkisstjórn Bush virðist ekki hafa hug á friði upp á þau býti.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun