Ný lög um fasteignasala 25. október 2004 00:01 "Nýju lögin eiga að skapa meira öryggi og festu á fasteignamarkaðnum. Þau gera stórauknar kröfur til menntunar og reynslu fasteignasala og við bindum miklar vonir við að það skili betri og traustari vinnubrögðum innan stéttarinnar," segir Björn Þorri Viktorsson, formaður Félags fasteignasala, um ný lög um fasteignasala sem tóku gildi 1. október síðastliðinn. Hann segir að nú verði stúdentspróf skilyrði til að komast á námskeið til löggildingar fasteignasala, svo og 12 mánaða starfsreynsla. Skipuð hafi verið prófnefnd sem móta muni sérstakt námskeið fyrir verðandi fasteignasala í samvinnu við Háskóla Íslands. Lögin rýmka líka reglur um stofnun útibúa. Nú má fasteignasala stofna útibú innan síns sveitarfélags, sem áður var bannað. Hins vegar hafa faglegar kröfur í útibúunum aukist með tilkomu laganna þannig að þar verður nú að vera starfandi löggiltur fasteignasali eins og á öðrum fasteignasölum. "Annars væri þetta bara eins og að koma á tannlæknastofu þar sem væri enginn tannlæknir," segir Björn Þorri til skýringar. Fyrirtæki í fasteignaviðskiptum þurfa að vera í eigu löggiltra fasteignasala, að minnsta kosti að meirihluta til, og lögin ná líka yfir meðferð fjármuna því hér eftir verður fé viðskiptavina haldið aðskildu frá eigin fé fasteignasölunnar. Þá kveða þau á um virkt eftirlit með fasteignaviðskiptum. Þriggja manna eftirlitsnefnd sem í eiga sæti lögmaður, endurskoðandi og löggiltur fasteignasali mun heimsækja allar fasteignasölur reglulega og hefur nefndin vald til að veita fasteignasölum áminningu, svipta þá löggildingu og jafnvel loka skrifstofum þeirra ef um alvarleg brot á viðskiptareglum er að ræða. "Við vonumst til að með nýju lögunum verði sú lausung sem viðgengist hefur í starfsmannahaldi í starfsgreininni einnig upprætt. Þar hefur verið talsvert um ágóðatengda verktakavinnu en nú verður hún í raun bönnuð." Hús og heimili Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Sjá meira
"Nýju lögin eiga að skapa meira öryggi og festu á fasteignamarkaðnum. Þau gera stórauknar kröfur til menntunar og reynslu fasteignasala og við bindum miklar vonir við að það skili betri og traustari vinnubrögðum innan stéttarinnar," segir Björn Þorri Viktorsson, formaður Félags fasteignasala, um ný lög um fasteignasala sem tóku gildi 1. október síðastliðinn. Hann segir að nú verði stúdentspróf skilyrði til að komast á námskeið til löggildingar fasteignasala, svo og 12 mánaða starfsreynsla. Skipuð hafi verið prófnefnd sem móta muni sérstakt námskeið fyrir verðandi fasteignasala í samvinnu við Háskóla Íslands. Lögin rýmka líka reglur um stofnun útibúa. Nú má fasteignasala stofna útibú innan síns sveitarfélags, sem áður var bannað. Hins vegar hafa faglegar kröfur í útibúunum aukist með tilkomu laganna þannig að þar verður nú að vera starfandi löggiltur fasteignasali eins og á öðrum fasteignasölum. "Annars væri þetta bara eins og að koma á tannlæknastofu þar sem væri enginn tannlæknir," segir Björn Þorri til skýringar. Fyrirtæki í fasteignaviðskiptum þurfa að vera í eigu löggiltra fasteignasala, að minnsta kosti að meirihluta til, og lögin ná líka yfir meðferð fjármuna því hér eftir verður fé viðskiptavina haldið aðskildu frá eigin fé fasteignasölunnar. Þá kveða þau á um virkt eftirlit með fasteignaviðskiptum. Þriggja manna eftirlitsnefnd sem í eiga sæti lögmaður, endurskoðandi og löggiltur fasteignasali mun heimsækja allar fasteignasölur reglulega og hefur nefndin vald til að veita fasteignasölum áminningu, svipta þá löggildingu og jafnvel loka skrifstofum þeirra ef um alvarleg brot á viðskiptareglum er að ræða. "Við vonumst til að með nýju lögunum verði sú lausung sem viðgengist hefur í starfsmannahaldi í starfsgreininni einnig upprætt. Þar hefur verið talsvert um ágóðatengda verktakavinnu en nú verður hún í raun bönnuð."
Hús og heimili Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Sjá meira