Menning

Námskeið um kynverund kvenna

"Konur þekkja að það að vera kynvera snýst ekki bara um kynlífsathafnir eða hvað kynfærin aðhafast hverju sinni, heldur hvernig hjartað hefur það," segir Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, kynlífsfræðingur, sem verður með námskeið í næsta mánuði sem ber heitið Kynverund kvenna. Námskeiðið er fyrir konur sem vilja styrkja og læra um eigin kynverund út frá eigin forsendum og reynslu. "Við munum meðal annars fjalla um sjálfstraust í nánum samböndum, einkenni góðra parsambanda, kynsvörun kvenna og eðli og mismunandi birtingu kynlöngunar hjá kynjunum. Þetta snýst um að styrkja konur í því að hafa skoðun á því hvernig þær vilja haga sínu kynlífi, algjörlega á eigin forsendum. Það er alltof algengt að konum sé sagt hvernig þær eiga að upplifa kynlífið, eða þær lesi um það óraunhæfar lýsingar í bókum og blöðum og verði þar af leiðandi óöruggar og hræddar um að þær séu að gera eitthvað rangt. Námskeiðið verður í formi stuttra fyrirlestra, við verðum með verkefni í litlum hópum og umræður. Áherslan er á afslappað andrúmsloft, trúnað og gagnkvæmt traust og takmarkaður fjöldi er á hverju námskeiði," segir Jóna Ingibjörg. Námskeiðið, sem hefst 20. nóvember, er tveir laugardagar, samtals 12 kennslustundir, og hægt er að skrá sig eða fá nánari upplýsingar með því að senda tölvupóst á namskeid@jonaingibjorg.is eða hringja í síma 690-3569 Á vef Jónu Ingibjargar jonaingibjorg.is er boðið upp á nýja þjónustu sem á sér ekki hliðstæðu hérlendis. "Fólk getur sent fyrirspurn í tölvupósti á netrad@jonaingibjorg.is og fengið skriflegt svar frá mér innan viku. Þá er á sama vef hægt að panta símatíma fyrir kynlífsráðgjöf." 





Fleiri fréttir

Sjá meira


×