Förðunarkeppni No Name 27. október 2004 00:01 Förðunarskóli No Name hélt förðunarkeppni í annað sinn um síðustu helgi. Keppt var í fimm flokkum; þrem flokkum meistara, Smoky-förðun, tískuförðun og tímabilaförðun, einum flokki nemenda í frjálsri förðun og einum flokki unglinga þrettán til sextán ára þar sem þemað var framtíðin. Keppnin fór fram í Vetrargarðinum í Smáralind en auk sýningarinnar stóð No Name fyrir ýsmum uppákomum. Til dæmis sýndi Sif Guðmundsdóttir, förðunarmeistari og kennari hjá förðunarskóla No Name leikhúsförðun í átjándu aldar stíl og Dísa í Hárný sýndi fantasíuhárgreiðslu. Sigurvegarar voru valdir í hverjum flokki fyrir sig. Magnea Lára Elínardóttir varð fyrir valinu í tímabilaförðun, Anna Sigfríður Reynisdóttir í tískuförðun, Alda Harðardóttir í Smoky-förðun, Ragnheiður Bjarnadóttir í Nemendaflokki og Rósa Sigurðardóttir í unglingaflokki. Sigurvegarar í flokkum meistara og nemenda hlutu utanlandsferð að launum með Iceland Express en sigurvegari í unglingaflokki hlaut að launum fullt förðunarnámskeið hjá Förðunarskóla No Name. Allir sigurvegarar fengu að auki glæsilegan gjafapakka frá snyrtistofunni Helenu fögru. Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Förðunarskóli No Name hélt förðunarkeppni í annað sinn um síðustu helgi. Keppt var í fimm flokkum; þrem flokkum meistara, Smoky-förðun, tískuförðun og tímabilaförðun, einum flokki nemenda í frjálsri förðun og einum flokki unglinga þrettán til sextán ára þar sem þemað var framtíðin. Keppnin fór fram í Vetrargarðinum í Smáralind en auk sýningarinnar stóð No Name fyrir ýsmum uppákomum. Til dæmis sýndi Sif Guðmundsdóttir, förðunarmeistari og kennari hjá förðunarskóla No Name leikhúsförðun í átjándu aldar stíl og Dísa í Hárný sýndi fantasíuhárgreiðslu. Sigurvegarar voru valdir í hverjum flokki fyrir sig. Magnea Lára Elínardóttir varð fyrir valinu í tímabilaförðun, Anna Sigfríður Reynisdóttir í tískuförðun, Alda Harðardóttir í Smoky-förðun, Ragnheiður Bjarnadóttir í Nemendaflokki og Rósa Sigurðardóttir í unglingaflokki. Sigurvegarar í flokkum meistara og nemenda hlutu utanlandsferð að launum með Iceland Express en sigurvegari í unglingaflokki hlaut að launum fullt förðunarnámskeið hjá Förðunarskóla No Name. Allir sigurvegarar fengu að auki glæsilegan gjafapakka frá snyrtistofunni Helenu fögru.
Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira