Einkennilegt ástand 31. október 2004 00:01 Stjórnmálaástandið á Íslandi um þessar mundir er að mörgu leyti einkennilegt. Það er eins og enginn viti hver ræður í raun ferðinni í landsstjórninni eða hvert stefnt er. Framvinda allra hinna stærri mála er í óvissu. Hnyttilegt orðasamband, "Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar", sem heyrist víða á förnum vegi um þessar mundir, birtir með sínum hætti ákveðna mynd af stöðunni. Hinum nýja forsætisráðherra hefur enn ekki tekist að skapa sér þá mynd í augum almennings að hann sé skipstjórinn á þjóðarskútunni. Líklegt er að linkind hans og geðleysi í kennaradeilunni eigi þar hlut að máli. Þótt liðinn sé mánuður frá því að Alþingi kom saman eftir sumarhlé liggja engin stór og stefnumarkandi stjórnarfrumvörp, önnur en fjárlagafrumvarpið, fyrir þinginu. Frumvörpin sem fyrir liggja eru aðeins sextán að tölu og flest um léttvæg efni. Nær helmingur allra ráðherra í ríkisstjórninni hefur enn ekkert fram að færa. Ekki eitt einasta stjórnarfrumvarp er komið frá forsætisráðherra, utanríkisráðherra, menntamálaráðherra, landbúnaðarráðherra og sjávarútvegsráðherra. Er ólíklegt að slík staða hafi nokkru sinni áður komið upp nema þegar um óvenjulegt stjórnmálaumrót hefur verið að ræða. Stjórnarandstæðingar hafa lagt fram mörg þingmannafrumvörp, flest endurflutt frá fyrri þingum, en reynslan segir okkur að ekkert þeirra muni ná fram að ganga. Nú um helgina fóru næstum allir ráðherrarnir á þing Norðurlandaráðs í Stokkhólmi. Á sama tíma ríkir algjör óvissa um skólastarf á Íslandi vegna þeirra dræmu undirtekta sem miðlunartillaga ríkissáttasemjara í kennaradeilunni virðist ætla að fá. Það er ákveðið virðingarleysi við þjóðina þegar æðstu ráðamenn hennar víkja sér undan því að standa vaktina á heimavelli meðan svo alvarleg deila, sem kennaraverkfallið er, er til lykta leidd. Fyrir Norðurlandaþinginu liggur ekkert til afgreiðslu sem máli skiptir. Mikilvægi samkomunnar er að venju stórlega ýkt af hagsmunaástæðum. Nær sanni er að tala um hefðbundna skemmtiför og samkvæmisleik stjórnmálamanna og embættismanna. Það eru ekki ráðherrarnir einir sem fara á ballið í Stokkhólmi. Þangað fer einnig stór hluti þingmanna úr öllum flokkum, þar á meðal leiðtogar stjórnarandstöðunnar. Reynslan segir að þingstörf muni að mesta liggja niðri á meðan þótt þinghald sé að forminu til. Í vikunni sem leið voru engir fundir á Alþingi vegna svokallaðrar kjördæmaviku. Er óskiljanleg sú ráðstöfun að gera hlé á störfum þingsins í sjö daga þegar það hefur aðeins setið í þrjár vikur. Sumir segja að því sjaldnar sem Alþingi komi saman því betra fyrir þjóðfélagið. Átt er við að lagasetning og aðrar þingsamþykktir séu ekki alltaf þjóðlífinu til framdráttar. Vissulega eru mörg dæmi um vond lög og vondar ályktanir Alþingis en hinu má ekki gleyma að Alþingi er lykilstofnun í lýðræðiskerfi okkar og málstofa þjóðkjörinna fulltrúa. Þótt finna megi með réttu að mörgu sem frá þinginu kemur er hitt mikilvægara að það er hinn lýðræðislegi vettvangur réttarbóta og nýmæla, þjóðfélagsumræðu og eftirlits með framkvæmdavaldinu. Deyfðin á Alþingi og stefnuleysið í þingstörfunum og ríkisstjórninni er því réttmætt áhyggjuefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Magnússon Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun
Stjórnmálaástandið á Íslandi um þessar mundir er að mörgu leyti einkennilegt. Það er eins og enginn viti hver ræður í raun ferðinni í landsstjórninni eða hvert stefnt er. Framvinda allra hinna stærri mála er í óvissu. Hnyttilegt orðasamband, "Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar", sem heyrist víða á förnum vegi um þessar mundir, birtir með sínum hætti ákveðna mynd af stöðunni. Hinum nýja forsætisráðherra hefur enn ekki tekist að skapa sér þá mynd í augum almennings að hann sé skipstjórinn á þjóðarskútunni. Líklegt er að linkind hans og geðleysi í kennaradeilunni eigi þar hlut að máli. Þótt liðinn sé mánuður frá því að Alþingi kom saman eftir sumarhlé liggja engin stór og stefnumarkandi stjórnarfrumvörp, önnur en fjárlagafrumvarpið, fyrir þinginu. Frumvörpin sem fyrir liggja eru aðeins sextán að tölu og flest um léttvæg efni. Nær helmingur allra ráðherra í ríkisstjórninni hefur enn ekkert fram að færa. Ekki eitt einasta stjórnarfrumvarp er komið frá forsætisráðherra, utanríkisráðherra, menntamálaráðherra, landbúnaðarráðherra og sjávarútvegsráðherra. Er ólíklegt að slík staða hafi nokkru sinni áður komið upp nema þegar um óvenjulegt stjórnmálaumrót hefur verið að ræða. Stjórnarandstæðingar hafa lagt fram mörg þingmannafrumvörp, flest endurflutt frá fyrri þingum, en reynslan segir okkur að ekkert þeirra muni ná fram að ganga. Nú um helgina fóru næstum allir ráðherrarnir á þing Norðurlandaráðs í Stokkhólmi. Á sama tíma ríkir algjör óvissa um skólastarf á Íslandi vegna þeirra dræmu undirtekta sem miðlunartillaga ríkissáttasemjara í kennaradeilunni virðist ætla að fá. Það er ákveðið virðingarleysi við þjóðina þegar æðstu ráðamenn hennar víkja sér undan því að standa vaktina á heimavelli meðan svo alvarleg deila, sem kennaraverkfallið er, er til lykta leidd. Fyrir Norðurlandaþinginu liggur ekkert til afgreiðslu sem máli skiptir. Mikilvægi samkomunnar er að venju stórlega ýkt af hagsmunaástæðum. Nær sanni er að tala um hefðbundna skemmtiför og samkvæmisleik stjórnmálamanna og embættismanna. Það eru ekki ráðherrarnir einir sem fara á ballið í Stokkhólmi. Þangað fer einnig stór hluti þingmanna úr öllum flokkum, þar á meðal leiðtogar stjórnarandstöðunnar. Reynslan segir að þingstörf muni að mesta liggja niðri á meðan þótt þinghald sé að forminu til. Í vikunni sem leið voru engir fundir á Alþingi vegna svokallaðrar kjördæmaviku. Er óskiljanleg sú ráðstöfun að gera hlé á störfum þingsins í sjö daga þegar það hefur aðeins setið í þrjár vikur. Sumir segja að því sjaldnar sem Alþingi komi saman því betra fyrir þjóðfélagið. Átt er við að lagasetning og aðrar þingsamþykktir séu ekki alltaf þjóðlífinu til framdráttar. Vissulega eru mörg dæmi um vond lög og vondar ályktanir Alþingis en hinu má ekki gleyma að Alþingi er lykilstofnun í lýðræðiskerfi okkar og málstofa þjóðkjörinna fulltrúa. Þótt finna megi með réttu að mörgu sem frá þinginu kemur er hitt mikilvægara að það er hinn lýðræðislegi vettvangur réttarbóta og nýmæla, þjóðfélagsumræðu og eftirlits með framkvæmdavaldinu. Deyfðin á Alþingi og stefnuleysið í þingstörfunum og ríkisstjórninni er því réttmætt áhyggjuefni.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun