Hús á Norður-Spáni 1. nóvember 2004 00:01 Fréttir í New York Times og Washington Post um helgina segja frá rannsóknum á loftslagsbreytingum á norðurheimskautasvæðinu. Áhrifin virðast vera miklu hraðari og alvarlegri en talið var. Nú hefur efni þessarar skýrslu lekið út - en jafnvel er talið að Bush stjórnin hafi viljað þaga yfir henni fram yfir kosningar. Þessu mikla samsæti olíumanna eru gróðurhúsaáhrif náttúrlega ekki mjög hugleikin. Þessi skýrsla verður annars til umræðu á vísindaráðstefnu sem haldin verður í Reykjavík eftir tíu daga. Líkt og Jónas Kristjánsson benti á í þætti hjá mér í gær sætir nokkurri furðu að ekki skuli hafa verið fjallað um hana hér í fjölmiðlum. --- --- --- Vís maður segir við mig að maður þurfi að hafa vaðið fyrir neðan sig, gera ráðstafanir í tæka tíð. Hann ráðleggur mér að fara að leita að húsi á Norður-Spáni. Telur að þar geti verið skásti staðurinn til að vera ef loftslagsbreytingarnar verða afgerandi. Þar er fjöllótt landslag og ekki líkur á því að sjór flæði yfir mann. Og þar er nokkuð rigningsamt svo ósennilegt er að myndist eyðimörk þótt hitastig hækki - eins og líklegt er að gerist syðst í álfunni. Og svo er maður væntanlega nógu sunnarlega til að verða ekki fyrir teljandi áhrifum ef Golfstraumurinn hættir að flæða. En þá þarf maður kannski að fara að innrita sig í námskeið í basknesku. --- --- --- Á Deiglunni birtast oft fínar greinar, enda fólk með góða og fjölbreytta menntun sem þar skrifar. Í síðustu viku ritaði Óli Örn Eiríksson, nemi í nýsköpun í Kaupmannahöfn, pistil um bóluna miklu á íslenska hlutabréfamarkaðnum. Hann benti á nokkrar athyglisverðar staðreyndir sem lítt hefur verið flíkað í þessum mikla matadorleik. Á sama tíma og hlutabréfavísitölur hafa rokið upp hefur nýsköpun setið algjörlega á hakanum og ný atvinnutækifæri ekki myndast, segir Óli. Þjóðfélagið sé einfaldlega ekki að skapa ný störf. Þannig segir hann að sé orðið viðvarandi atvinnuleysi meðal ungs fólks á Íslandi. Ungir Íslendingar flytji burt frá landinu vegna þess að hér sé enga vinnu að hafa, en í staðinn séu fluttir inn erlendir ríkisborgarar til að bæta upp fyrir Íslendingana sem fara. --- --- --- "Ég nenni þessu ekki. Skólinn verður bara í viku," heyrði ég svona níu ára stelpu segja við litla bróður sinn í gær. Henni fannst ekki taka því að fara í skólann. En skólinn byrjaði aftur í morgun. Út um allt land stauluðust börn út í nóvembermyrkrið. Það virðist vera samdóma álit að kennarar felli miðlunartillöguna og verkfallið hefjist á ný. Þá hlýtur Halldór forsætisráðherra Ásgrímsson að grípa til sinna ráða og setja lög. Ég mæli alls ekki með lögum, en menn eru dálítið að leita að röggsemi í fari hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Fréttir í New York Times og Washington Post um helgina segja frá rannsóknum á loftslagsbreytingum á norðurheimskautasvæðinu. Áhrifin virðast vera miklu hraðari og alvarlegri en talið var. Nú hefur efni þessarar skýrslu lekið út - en jafnvel er talið að Bush stjórnin hafi viljað þaga yfir henni fram yfir kosningar. Þessu mikla samsæti olíumanna eru gróðurhúsaáhrif náttúrlega ekki mjög hugleikin. Þessi skýrsla verður annars til umræðu á vísindaráðstefnu sem haldin verður í Reykjavík eftir tíu daga. Líkt og Jónas Kristjánsson benti á í þætti hjá mér í gær sætir nokkurri furðu að ekki skuli hafa verið fjallað um hana hér í fjölmiðlum. --- --- --- Vís maður segir við mig að maður þurfi að hafa vaðið fyrir neðan sig, gera ráðstafanir í tæka tíð. Hann ráðleggur mér að fara að leita að húsi á Norður-Spáni. Telur að þar geti verið skásti staðurinn til að vera ef loftslagsbreytingarnar verða afgerandi. Þar er fjöllótt landslag og ekki líkur á því að sjór flæði yfir mann. Og þar er nokkuð rigningsamt svo ósennilegt er að myndist eyðimörk þótt hitastig hækki - eins og líklegt er að gerist syðst í álfunni. Og svo er maður væntanlega nógu sunnarlega til að verða ekki fyrir teljandi áhrifum ef Golfstraumurinn hættir að flæða. En þá þarf maður kannski að fara að innrita sig í námskeið í basknesku. --- --- --- Á Deiglunni birtast oft fínar greinar, enda fólk með góða og fjölbreytta menntun sem þar skrifar. Í síðustu viku ritaði Óli Örn Eiríksson, nemi í nýsköpun í Kaupmannahöfn, pistil um bóluna miklu á íslenska hlutabréfamarkaðnum. Hann benti á nokkrar athyglisverðar staðreyndir sem lítt hefur verið flíkað í þessum mikla matadorleik. Á sama tíma og hlutabréfavísitölur hafa rokið upp hefur nýsköpun setið algjörlega á hakanum og ný atvinnutækifæri ekki myndast, segir Óli. Þjóðfélagið sé einfaldlega ekki að skapa ný störf. Þannig segir hann að sé orðið viðvarandi atvinnuleysi meðal ungs fólks á Íslandi. Ungir Íslendingar flytji burt frá landinu vegna þess að hér sé enga vinnu að hafa, en í staðinn séu fluttir inn erlendir ríkisborgarar til að bæta upp fyrir Íslendingana sem fara. --- --- --- "Ég nenni þessu ekki. Skólinn verður bara í viku," heyrði ég svona níu ára stelpu segja við litla bróður sinn í gær. Henni fannst ekki taka því að fara í skólann. En skólinn byrjaði aftur í morgun. Út um allt land stauluðust börn út í nóvembermyrkrið. Það virðist vera samdóma álit að kennarar felli miðlunartillöguna og verkfallið hefjist á ný. Þá hlýtur Halldór forsætisráðherra Ásgrímsson að grípa til sinna ráða og setja lög. Ég mæli alls ekki með lögum, en menn eru dálítið að leita að röggsemi í fari hans.