Þrjár systur í verslunarrekstri 3. nóvember 2004 00:01 "Það eru náttúrulega algjör forréttindi að fá að vinna með systrum sínum. Við reynum auðvitað að halda fyrirtækinu innan fjölskyldunnar eins lengi og við getum og ölum dæturnar upp í störfin," segir Stefanía Gunnarsdóttir en hún er eigandi verslunarinnar Duka í Kringlunni ásamt systrum sínum Sigrúnu og Aðalbjörgu Gunnarsdætrum. Systurnar þrjár hafa rekið verslunina í þrjú ár og hefur samstarfið gengið eins og í sögu. "Okkur semur rosalega vel. Mamma var voðalega áhyggjufull í fyrstu því hún hélt að allt myndi fara í háaloft í fjölskyldunni en það hefur ekki gerst. Við erum mjög ólíkar en náum vel saman," segir Aðalbjörg en þær systur búa við mikinn skilning heima fyrir. "Karlmennirnir skipta sér ekki af enda er þetta okkar. Þeir hafa sitt. Fjölskyldan hefur trú á okkur," segir Sigrún. "Það hefur reyndar verið eldað mikið af 1944 réttum síðan við byrjuðum með verslunina," bætir Stefanía við. Þó að systurnar vilji halda fyrirtækinu innan fjölskyldunnar þá reyna þær samt að aðskilja einkalífið og vinnuna. "Auðvitað dreymir mann verslunina stundum en við tölum til dæmis aldrei um hana í fjölskylduboðum. Við höldum versluninni alveg fyrir utan einkalífið en ef umræður um hana myndast í boðum þá reynum við auðvitað að selja tólf manna stell," segir Stefanía og slær á létta strengi. "Við erum mjög samstilltar. Þetta er vinnan okkar, áhugamálið og bara allt. Við förum saman út að panta vörur og það kemur aldrei upp ágreiningur um hvað á að selja í búðinni," bætir Sigrún við. Systurnar taka auðvitað púlsinn á tískunni og fylgjast vel með markaðinum. Duka er sænsk verslun og selur mikið af alls konar merkjum í búsáhöldum og gjafavörum. Það nýjasta eru Ritzenhoff-glösin sem reyndar voru seld í litlu magni fyrir síðustu jól. Ritzenhoff-glösin hafa þá sérstöðu að þau eru öll teiknuð af listamönnum. Sérstaða Duka er hins vegar að þar fást aðeins glös eftir einn listamann, Lasse Åberg. "Lasse er afskaplega frægur, sænskur kvikmyndagerðamaður og leikari. Aðalþemað í glösum Lasse er músin en hann málar hana í öllum stærðum og gerðum. Í línunni eru allt frá snafsglösum upp í karöflur.Ritzenhoff-glösin eftir Lasse Åberg eru til sölu í Duka og er aðalþemað músin.Mynd/E.Ól Hús og heimili Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Sjá meira
"Það eru náttúrulega algjör forréttindi að fá að vinna með systrum sínum. Við reynum auðvitað að halda fyrirtækinu innan fjölskyldunnar eins lengi og við getum og ölum dæturnar upp í störfin," segir Stefanía Gunnarsdóttir en hún er eigandi verslunarinnar Duka í Kringlunni ásamt systrum sínum Sigrúnu og Aðalbjörgu Gunnarsdætrum. Systurnar þrjár hafa rekið verslunina í þrjú ár og hefur samstarfið gengið eins og í sögu. "Okkur semur rosalega vel. Mamma var voðalega áhyggjufull í fyrstu því hún hélt að allt myndi fara í háaloft í fjölskyldunni en það hefur ekki gerst. Við erum mjög ólíkar en náum vel saman," segir Aðalbjörg en þær systur búa við mikinn skilning heima fyrir. "Karlmennirnir skipta sér ekki af enda er þetta okkar. Þeir hafa sitt. Fjölskyldan hefur trú á okkur," segir Sigrún. "Það hefur reyndar verið eldað mikið af 1944 réttum síðan við byrjuðum með verslunina," bætir Stefanía við. Þó að systurnar vilji halda fyrirtækinu innan fjölskyldunnar þá reyna þær samt að aðskilja einkalífið og vinnuna. "Auðvitað dreymir mann verslunina stundum en við tölum til dæmis aldrei um hana í fjölskylduboðum. Við höldum versluninni alveg fyrir utan einkalífið en ef umræður um hana myndast í boðum þá reynum við auðvitað að selja tólf manna stell," segir Stefanía og slær á létta strengi. "Við erum mjög samstilltar. Þetta er vinnan okkar, áhugamálið og bara allt. Við förum saman út að panta vörur og það kemur aldrei upp ágreiningur um hvað á að selja í búðinni," bætir Sigrún við. Systurnar taka auðvitað púlsinn á tískunni og fylgjast vel með markaðinum. Duka er sænsk verslun og selur mikið af alls konar merkjum í búsáhöldum og gjafavörum. Það nýjasta eru Ritzenhoff-glösin sem reyndar voru seld í litlu magni fyrir síðustu jól. Ritzenhoff-glösin hafa þá sérstöðu að þau eru öll teiknuð af listamönnum. Sérstaða Duka er hins vegar að þar fást aðeins glös eftir einn listamann, Lasse Åberg. "Lasse er afskaplega frægur, sænskur kvikmyndagerðamaður og leikari. Aðalþemað í glösum Lasse er músin en hann málar hana í öllum stærðum og gerðum. Í línunni eru allt frá snafsglösum upp í karöflur.Ritzenhoff-glösin eftir Lasse Åberg eru til sölu í Duka og er aðalþemað músin.Mynd/E.Ól
Hús og heimili Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Sjá meira