Menning

Aðventuferðir í Bása

Útivist gengst fyrir árlegri fjölskylduferð í Bása í Þórsmörk helgina 26. til 28. nóvember. Að þessu sinni verður hægt að hefja hana hvort sem er í Reykjavík eða á Hvolsvelli. Ekið er í Bása í vel búnum langferðabílum á föstudagskvöldi og undanfarar taka á móti hópnum á þann hátt að fáir gleyma sem einu sinni koma í aðventuferð. Til skemmtunar eru gönguferðir, kvöldvökur með fjöldasöng og heimatilbúnum skemmtiatriðum og allir leggja sitt af mörkum í sameiginlegt jólahlaðborð.

Önnur aðventuferð í Bása er á döfinni hjá Útivist. Hún er fyrir jeppafólk og verður farin helgina 4. til 5. desember. Margir hafa bókað sig í ferðina og því gildir að fyrstur kemur fyrstur fær. Að vanda leggja þátttakendur til góðgæti í sameiginlegt jólahlaðborð. Boðið verður upp á gönguferðir, kvöldvökur og fleira. Kröfur um útbúnað jeppa fara eftir færð og veðri.

Fararstjórar eru Guðmundur Eiríksson og Guðrún Inga Bjarnadóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×