Á R-listinn framtíð? 5. nóvember 2004 00:01 Glundroðakenningin hefur lengi verið vinsæl í reykvískum stjórnmálum. Í upphafi snerist sú kenningin um ósamstöðu vinstrimanna og að eðlilegt væri fyrir kjósendur að velja þann valkost sem væri heildstæður og samhentur, nefnilega Sjálfstæðisflokkinn. Á eftir-Davíðsárunum, þegar flokkurinn tapaði borginni, snerist þetta hins vegar við og foringjavandræði sjálfstæðismanna urðu pólitískum andstæðingum þeirra að óþrjótandi yrkisefni. Síðan hefur öll borgarstjórnarpólitík sjálfstæðismanna litast meira og minna af umræðum um hvort sitjandi foringi væri í raun nægilega góður. Nú bankar hins vegar glundroðinn upp á hjá R-listaflokkunum enn á ný. Fyrir tæpum tveimur árum þegar Ingibjörg Sólrún, þáverandi borgarstjóri, skellti sér í landsmálin náði Reykjavíkurlistinn að vinna sig út úr alvarlegri foringjakreppu. Sú atburðarás öll gekk hins vegar mjög nærri samstarfi flokkanna þriggja. Í dag standa spjótin enn á borgarstjóra R-listans - Þórólfi Árnasyni - ekki vegna ágreinings í samstarfinu, heldur vegna aðkomu Þórólfs að olíusamráðinu illræmda. Þrátt fyrir öfluga málsvörn í fjölmiðlum er vandséð er hvernig hjá því verður komist að Þórólfur víki úr borgarstjórastóli. Það stafar af þeirri pólitísku ástæðu að R-listinn getur ekki tekið ábyrgð á olíusamráðinu og það stafar af því að Þórólfur hefur ekki lengur trúnað allra sem að samstarfinu standa. Þá er líka alls óvíst hvort það sé yfirleitt gott fyrir persónulega hagsmuni Þórólfs sem hugsanlegs aðila að málarekstri vegna olíusamráðsins að halda áfram að verja sig á opinberum pólitískum vettvangi. Vandi Reykjavíkurlistans er því orðinn glundroðavandi - samstarfsflokkarnir eru ekki lengur samstiga. Vinstri grænir hafa þegar kastað sprengjunni með því að lýsa opinberlega vantrausti á borgarstjórann á meðan hinir flokkarnir virðast hafa verið tilbúnir til að bakka hann upp, enn um sinn í það minnsta. Ein foringjakreppa í viðkvæmu pólitísku samstarfi kann að vera eitthvað sem hægt er að sigrast á. Tvær slíkar foringjakreppur á einu og sama kjörtímabilinu kalla hins vegar á pólitískt kraftaverk. Arfleið átakanna frá því um áramótin 2002/2003 þegar Ingibjörg Sólrún tók sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík er enn lifandi - og þó sú uppákoma öll hafi verið annars eðlis en það sem nú er að gerast, þá skiptir hún miklu máli fyrir framvinduna. Því jafnvel þótt vandi Þórólfs eigi ekki rætur í pólitískum átökum innan R-listans þá mun það tómarúm sem hann skilur eftir verða eldfimt pólitískt hættusvæði. Þannig vinnur Ingibjargar-heilkennið mjög gegn manni eins og Degi B. Eggertssyni, sem í fyrrakvöld var talinn koma sterklega til greina sem borgarstjóri. Jafnvel þótt fulltrúar bæði Framsóknar og Vg innan borgarstjórnarflokksins kunni að geta fallist á Dag þá er hann umdeildur. Hann var valinn inn á lista sem "óháður" af Ingibjörgu Sólrúnu á sínum tíma og augljóst að í baklandi R-listans og hjá flokksforustu samstarfsflokkana er litið á hann sem samfylkingarmann. Vissulega koma ýmsar aðrar leiðir til greina til að halda R-listasamstarfinu áfram út þetta kjörtímabil. Hins vegar er ótrúlegt að flokkunum þremur takist að komast niður á lausn, sem er nægjanlega sannfærandi til að yfirvinna glundroðastimpilinn og gefa R-listanum þá heildarmynd eindrægni sem lengst af hefur einkennt hann. Þegar svo þessi glundroðadraugur kemur upp á sama tíma og umtalsverðum efasemdum um samstarfið hefur verið lýst af ýmsum forustumönnum R-listaflokkanna, og aðeins er rúmt ár í næstu kosningabaráttu, þá verður spurningin um sameiginlegan borgarstjóra í raun spurning um áframhaldandi samstarf. Reykjavíkurlistinn stendur því á tímamótum og flokkarnir þurfa nú að gera upp við sig hvort þeir vilja í raun og veru halda þessu samstarfi áfram. Vissulega hlaut að koma að þeirri ákvörðun einhvern tíma, en nú hafa utanaðkomandi atburðir orðið til þess að flýta henni og knýja á um að hún verði tekin án þess að flokkarnir séu í raun tilbúnir til þess eða hafi rætt málið til hlítar. Framtíð Reykjavíkurlistans hefur því aldrei, ekki einu sinni í Ingibjargarmálinu, verið jafn óviss og einmitt nú. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Guðmundsson Fastir pennar Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun
Glundroðakenningin hefur lengi verið vinsæl í reykvískum stjórnmálum. Í upphafi snerist sú kenningin um ósamstöðu vinstrimanna og að eðlilegt væri fyrir kjósendur að velja þann valkost sem væri heildstæður og samhentur, nefnilega Sjálfstæðisflokkinn. Á eftir-Davíðsárunum, þegar flokkurinn tapaði borginni, snerist þetta hins vegar við og foringjavandræði sjálfstæðismanna urðu pólitískum andstæðingum þeirra að óþrjótandi yrkisefni. Síðan hefur öll borgarstjórnarpólitík sjálfstæðismanna litast meira og minna af umræðum um hvort sitjandi foringi væri í raun nægilega góður. Nú bankar hins vegar glundroðinn upp á hjá R-listaflokkunum enn á ný. Fyrir tæpum tveimur árum þegar Ingibjörg Sólrún, þáverandi borgarstjóri, skellti sér í landsmálin náði Reykjavíkurlistinn að vinna sig út úr alvarlegri foringjakreppu. Sú atburðarás öll gekk hins vegar mjög nærri samstarfi flokkanna þriggja. Í dag standa spjótin enn á borgarstjóra R-listans - Þórólfi Árnasyni - ekki vegna ágreinings í samstarfinu, heldur vegna aðkomu Þórólfs að olíusamráðinu illræmda. Þrátt fyrir öfluga málsvörn í fjölmiðlum er vandséð er hvernig hjá því verður komist að Þórólfur víki úr borgarstjórastóli. Það stafar af þeirri pólitísku ástæðu að R-listinn getur ekki tekið ábyrgð á olíusamráðinu og það stafar af því að Þórólfur hefur ekki lengur trúnað allra sem að samstarfinu standa. Þá er líka alls óvíst hvort það sé yfirleitt gott fyrir persónulega hagsmuni Þórólfs sem hugsanlegs aðila að málarekstri vegna olíusamráðsins að halda áfram að verja sig á opinberum pólitískum vettvangi. Vandi Reykjavíkurlistans er því orðinn glundroðavandi - samstarfsflokkarnir eru ekki lengur samstiga. Vinstri grænir hafa þegar kastað sprengjunni með því að lýsa opinberlega vantrausti á borgarstjórann á meðan hinir flokkarnir virðast hafa verið tilbúnir til að bakka hann upp, enn um sinn í það minnsta. Ein foringjakreppa í viðkvæmu pólitísku samstarfi kann að vera eitthvað sem hægt er að sigrast á. Tvær slíkar foringjakreppur á einu og sama kjörtímabilinu kalla hins vegar á pólitískt kraftaverk. Arfleið átakanna frá því um áramótin 2002/2003 þegar Ingibjörg Sólrún tók sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík er enn lifandi - og þó sú uppákoma öll hafi verið annars eðlis en það sem nú er að gerast, þá skiptir hún miklu máli fyrir framvinduna. Því jafnvel þótt vandi Þórólfs eigi ekki rætur í pólitískum átökum innan R-listans þá mun það tómarúm sem hann skilur eftir verða eldfimt pólitískt hættusvæði. Þannig vinnur Ingibjargar-heilkennið mjög gegn manni eins og Degi B. Eggertssyni, sem í fyrrakvöld var talinn koma sterklega til greina sem borgarstjóri. Jafnvel þótt fulltrúar bæði Framsóknar og Vg innan borgarstjórnarflokksins kunni að geta fallist á Dag þá er hann umdeildur. Hann var valinn inn á lista sem "óháður" af Ingibjörgu Sólrúnu á sínum tíma og augljóst að í baklandi R-listans og hjá flokksforustu samstarfsflokkana er litið á hann sem samfylkingarmann. Vissulega koma ýmsar aðrar leiðir til greina til að halda R-listasamstarfinu áfram út þetta kjörtímabil. Hins vegar er ótrúlegt að flokkunum þremur takist að komast niður á lausn, sem er nægjanlega sannfærandi til að yfirvinna glundroðastimpilinn og gefa R-listanum þá heildarmynd eindrægni sem lengst af hefur einkennt hann. Þegar svo þessi glundroðadraugur kemur upp á sama tíma og umtalsverðum efasemdum um samstarfið hefur verið lýst af ýmsum forustumönnum R-listaflokkanna, og aðeins er rúmt ár í næstu kosningabaráttu, þá verður spurningin um sameiginlegan borgarstjóra í raun spurning um áframhaldandi samstarf. Reykjavíkurlistinn stendur því á tímamótum og flokkarnir þurfa nú að gera upp við sig hvort þeir vilja í raun og veru halda þessu samstarfi áfram. Vissulega hlaut að koma að þeirri ákvörðun einhvern tíma, en nú hafa utanaðkomandi atburðir orðið til þess að flýta henni og knýja á um að hún verði tekin án þess að flokkarnir séu í raun tilbúnir til þess eða hafi rætt málið til hlítar. Framtíð Reykjavíkurlistans hefur því aldrei, ekki einu sinni í Ingibjargarmálinu, verið jafn óviss og einmitt nú.