Allir vilja veggfóður 8. nóvember 2004 00:01 "Veggfóður hvarf á Íslandi fyrir nokkrum árum en það deyr aldrei út. Það kemur alltaf aftur og kemur í bylgjum. Nú eru skýr merki um það að veggfóður sé að koma aftur í tísku," segir Ingimar Friðriksson, eigandi verslunarinnar Litaland á Akureyri ásamt konu sinni Aðalbjörgu Baldvinsdóttur. "Við höfum verið að selja veggfóður í nokkur ár og erum með tvenns konar gerðir. Annars vegar erum við með veggfóður sem er hvítt með alls konar munstri og fólk getur málað yfir það með sömu málningu og það málar veggina. Hins vegar erum við með tilbúið veggfóður sem er til í alls konar litum, munstrum og áferðum. Við erum með mikið úrval af sýnishornum og getum pantað hvað sem er úr þeim fyrir fólk. Fólk er mjög hissa þegar það sér hve mikið er hægt að fá í veggfóðri í dag. Tækninni hefur fleygt fram og nú er hægt að fá hvað sem hugurinn girnist," segir Ingimar, en hann hefur verið í þessum bransa í þrjátíu ár og er með púlsinn á öllu sem er að gerast. Það má segja að allt sé vinsælt í veggfóðrum því fólk er að nota veggfóður á margvíslegan hátt. "Fólk er ekki endilega að veggfóðra í hólf og gólf heldur setur frekar á einn, lítinn vegg sem punt. Einnig hefur fólk rammað veggfóður inn og gert eins konar listaverk úr því. Það eru endalausir möguleikar í munstri og litum og veit ég til dæmis um fólk sem notaði veggfóður eftir endilöngu veisluborði í brúðkaupi sem skraut," segir Ingimar og hvetur fólk til að nota ímyndunaraflið í veggfóðurskaupum. Þrifnaður á veggfóðrum er einstaklega auðveldur. Hvíta veggfóðrið sem er málað er hægt að strjúka af með tusku. Önnur veggfóður eru mjög misjöfn þó flest séu sterk með húð. Yfirleitt er fólk að láta veggfóðrið á sparifleti þannig að þarf ekki að mikið að þrífa þá. Ingimar telur að arkitektar eigi eftir að einbeita sér meira að veggfóðri á næstunni og innanhúsarkitektar geta nýtt sér það. Í Litaland á Akureyri var einmitt kynning síðastliðinn föstudag og laugardag þar sem dóttir hjónanna og innanhúsarkitektinn Eva Ingimarsdóttir kynnti viðskiptavinum fyrir veggfóðri og möguleikum þess. Ingimar hyggur á fleiri slíkar kynningar bæði á Akureyri og í versluninni við Snorrabraut í Reykjavík þannig að Reykvíkingar þurfa ekki að kvíða neinu - veggfóðursbylgjan mun berast hingað. Hús og heimili Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Sjá meira
"Veggfóður hvarf á Íslandi fyrir nokkrum árum en það deyr aldrei út. Það kemur alltaf aftur og kemur í bylgjum. Nú eru skýr merki um það að veggfóður sé að koma aftur í tísku," segir Ingimar Friðriksson, eigandi verslunarinnar Litaland á Akureyri ásamt konu sinni Aðalbjörgu Baldvinsdóttur. "Við höfum verið að selja veggfóður í nokkur ár og erum með tvenns konar gerðir. Annars vegar erum við með veggfóður sem er hvítt með alls konar munstri og fólk getur málað yfir það með sömu málningu og það málar veggina. Hins vegar erum við með tilbúið veggfóður sem er til í alls konar litum, munstrum og áferðum. Við erum með mikið úrval af sýnishornum og getum pantað hvað sem er úr þeim fyrir fólk. Fólk er mjög hissa þegar það sér hve mikið er hægt að fá í veggfóðri í dag. Tækninni hefur fleygt fram og nú er hægt að fá hvað sem hugurinn girnist," segir Ingimar, en hann hefur verið í þessum bransa í þrjátíu ár og er með púlsinn á öllu sem er að gerast. Það má segja að allt sé vinsælt í veggfóðrum því fólk er að nota veggfóður á margvíslegan hátt. "Fólk er ekki endilega að veggfóðra í hólf og gólf heldur setur frekar á einn, lítinn vegg sem punt. Einnig hefur fólk rammað veggfóður inn og gert eins konar listaverk úr því. Það eru endalausir möguleikar í munstri og litum og veit ég til dæmis um fólk sem notaði veggfóður eftir endilöngu veisluborði í brúðkaupi sem skraut," segir Ingimar og hvetur fólk til að nota ímyndunaraflið í veggfóðurskaupum. Þrifnaður á veggfóðrum er einstaklega auðveldur. Hvíta veggfóðrið sem er málað er hægt að strjúka af með tusku. Önnur veggfóður eru mjög misjöfn þó flest séu sterk með húð. Yfirleitt er fólk að láta veggfóðrið á sparifleti þannig að þarf ekki að mikið að þrífa þá. Ingimar telur að arkitektar eigi eftir að einbeita sér meira að veggfóðri á næstunni og innanhúsarkitektar geta nýtt sér það. Í Litaland á Akureyri var einmitt kynning síðastliðinn föstudag og laugardag þar sem dóttir hjónanna og innanhúsarkitektinn Eva Ingimarsdóttir kynnti viðskiptavinum fyrir veggfóðri og möguleikum þess. Ingimar hyggur á fleiri slíkar kynningar bæði á Akureyri og í versluninni við Snorrabraut í Reykjavík þannig að Reykvíkingar þurfa ekki að kvíða neinu - veggfóðursbylgjan mun berast hingað.
Hús og heimili Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Sjá meira