Svindl og svínarí 9. nóvember 2004 00:01 Óhætt er að segja að fólk standi á öndinni út af því sem í þinginu er kallað stærsti þjófnaður sögunnar. Enginn venulegur þjófnaður og engir venjulegir krimmar. Krimmarnir máttarstólpar þjóðfélagsins og fórnarlambið þjóðin öll sem gjarnan gerir sér dagamun með því að fara í sunnudagsbíltúr og kaupa sér ís og á þess utan ábyggilega með bensínfrekari bílaflotum sem þekkist á Vesturlöndum. Alltaf var verið að ræna okkur: á leiðinni í vinnuna, heim úr vinnunni, þegar krökkunum var skutlað á æfingu eða í spilatíma, í sunnudagsbíltúrnum, bara alltaf. Ekki nóg með það heldur er bensínverðið í vísitölunni og við erum eina þjóðin í heiminum sem bindur húsnæðislánin við þá mælistiku svo líka var blætt þegar greitt var af lánunum sem aldrei lækka hve oft sem er borgað. Það furðulega við þetta allt saman er að það er enginn hissa. Formaður stærsta stjórnmálaflokksins segir að þetta sé verra en hann óttaðist. Skringilega til orða tekið, hann vissi sem sagt að verið var að ræna þjóðina hans en hélt bara að það hefði ekki verið alveg svona slæmt. Í ofanálag hefur maður á tilfinningunni að stjórnvöldunum hafi verið frekar í nöp við Samkeppnisstofnun og það sem kallað hefur verið eftirlitsiðnaður, og menntamálaráðherrann kallaði í upphafi fjölmiðlalagaumræðunnar að horfa yfir öxlina á mönnum. Þau vilja frekar að fært sé í lög hverjir mega eiga hvað og svo sé það ágæta fólk sem má eiga eitthvað látið í friði og ekkert verið að fylgjast með því, ekkert verið að hanga á öxlinni á því. Ég get í það minnsta ekki skilið málflutninginn öðruvísi. Þau tíðindi sem hér er fjallað um benda sannarlega til þess að það sé traustins vert eða hitt þó heldur. Það þarf ekki bara að refsa einhverjum, það á að refsa einhverjum. Það á að refsa öllum sem bera ábyrgð hvort heldur þeir eru í opinberum störfum eða bara að stjórna eignum sínum sem viðskiptaaðferðirnar sem þeir stunduðu rýrðu svo sannarlega ekki. Borgarstjórinn blessaður, sem virðist vera einn bláeygðasti sakleysingi eða auðveldasta handbendi (nema hvort tveggja sé) sem maður hefur lengi heyrt sögur af, og það af hans eigin munni, er auðveldasta skotmarkið, hann verður að bíta í það súra epli. Skiptir þá engu þó forsætisráðherrann telji hann vel hæfan til starfans, segi og að borgarstjórnarmeirihlutinn verði að axla ábyrgð. Ekki að spyrja að viðbrögðum miðaldra karla, svo notað sé tungutak menntamálaráðherrans. Þegar Sjálfstæðisflokksformaðurinn var búinn að lýsa vonbrigðum sínum með stærðargráðu ránsins opinberaði hann það sem mann hefur alltaf grunað, hann telur að hann og svei mér þá ef ekki allt fólkið í flokknum hans sé ofsótt, sérstaklega af blaðamönnum. Enda er maðurinn ekki búinn að vera forsætisráðherra nema tólf eða þrettán ár og stundum gagnrýndur, það hlýtur hver maður að sjá að það eru ofsóknir og ekkert annað. Það hefði sko verið búið að heimta afsögn borgarstjórans ef hann væri sjálfstæðismaður, sagði hann. Samfylkingarformaðurinn lét ekki sitt eftir liggja í þessari uppbyggjandi umræðu stjórnmálaforkanna, borgarstjórinn hafði lækkað farsímagjöldin, eigum við þá að þakka fyrir að hann gerði ekki samning við Símann um hver farsímagjöldin skyldu vera? Þeim finnst þetta nefnilega allt snúast um menn og í hve fínum stólum þeir sitja og hve fínum bílum þeim er ekið í. Þetta kemur því hins vegar ekkert við. Þetta kemur því við í hvernig þjóðfélagi við búum. Þetta kemur því við að stjórnmálaforkarnir sjái til þess að leikreglurnar séu í lagi og að þeim sé fylgt. Leikreglurnar eiga að mínu viti að vera eins almennar og nokkur kostur er, en eftirlitskerfið, eftirlitsiðnaðurinn ef menn vilja fremur nota það orð, á að vera öflugt þannig að ekki taki hálfan áratug eða næstum því að upplýsa mál eins og þessi, er það ekki rétt munað hjá mér að mál tryggingafélaganna var fyrnt þegar það loksins kláraðist? Þegar upp kemst um glæpi, hvort heldur það eru stórþjófnaðir á við þennan eða bílstuldur, þá verða þjófarnir náttúrlega að sæta ábyrgð. Það liggur í hlutarins eðli og kemur þá málinu ekkert við að þeir séu að öðru leyti hinir ágætustu menn og hafi látið af vondum siðum. Öðruvísi verður svindlið og svínaríið ekki upprætt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun
Óhætt er að segja að fólk standi á öndinni út af því sem í þinginu er kallað stærsti þjófnaður sögunnar. Enginn venulegur þjófnaður og engir venjulegir krimmar. Krimmarnir máttarstólpar þjóðfélagsins og fórnarlambið þjóðin öll sem gjarnan gerir sér dagamun með því að fara í sunnudagsbíltúr og kaupa sér ís og á þess utan ábyggilega með bensínfrekari bílaflotum sem þekkist á Vesturlöndum. Alltaf var verið að ræna okkur: á leiðinni í vinnuna, heim úr vinnunni, þegar krökkunum var skutlað á æfingu eða í spilatíma, í sunnudagsbíltúrnum, bara alltaf. Ekki nóg með það heldur er bensínverðið í vísitölunni og við erum eina þjóðin í heiminum sem bindur húsnæðislánin við þá mælistiku svo líka var blætt þegar greitt var af lánunum sem aldrei lækka hve oft sem er borgað. Það furðulega við þetta allt saman er að það er enginn hissa. Formaður stærsta stjórnmálaflokksins segir að þetta sé verra en hann óttaðist. Skringilega til orða tekið, hann vissi sem sagt að verið var að ræna þjóðina hans en hélt bara að það hefði ekki verið alveg svona slæmt. Í ofanálag hefur maður á tilfinningunni að stjórnvöldunum hafi verið frekar í nöp við Samkeppnisstofnun og það sem kallað hefur verið eftirlitsiðnaður, og menntamálaráðherrann kallaði í upphafi fjölmiðlalagaumræðunnar að horfa yfir öxlina á mönnum. Þau vilja frekar að fært sé í lög hverjir mega eiga hvað og svo sé það ágæta fólk sem má eiga eitthvað látið í friði og ekkert verið að fylgjast með því, ekkert verið að hanga á öxlinni á því. Ég get í það minnsta ekki skilið málflutninginn öðruvísi. Þau tíðindi sem hér er fjallað um benda sannarlega til þess að það sé traustins vert eða hitt þó heldur. Það þarf ekki bara að refsa einhverjum, það á að refsa einhverjum. Það á að refsa öllum sem bera ábyrgð hvort heldur þeir eru í opinberum störfum eða bara að stjórna eignum sínum sem viðskiptaaðferðirnar sem þeir stunduðu rýrðu svo sannarlega ekki. Borgarstjórinn blessaður, sem virðist vera einn bláeygðasti sakleysingi eða auðveldasta handbendi (nema hvort tveggja sé) sem maður hefur lengi heyrt sögur af, og það af hans eigin munni, er auðveldasta skotmarkið, hann verður að bíta í það súra epli. Skiptir þá engu þó forsætisráðherrann telji hann vel hæfan til starfans, segi og að borgarstjórnarmeirihlutinn verði að axla ábyrgð. Ekki að spyrja að viðbrögðum miðaldra karla, svo notað sé tungutak menntamálaráðherrans. Þegar Sjálfstæðisflokksformaðurinn var búinn að lýsa vonbrigðum sínum með stærðargráðu ránsins opinberaði hann það sem mann hefur alltaf grunað, hann telur að hann og svei mér þá ef ekki allt fólkið í flokknum hans sé ofsótt, sérstaklega af blaðamönnum. Enda er maðurinn ekki búinn að vera forsætisráðherra nema tólf eða þrettán ár og stundum gagnrýndur, það hlýtur hver maður að sjá að það eru ofsóknir og ekkert annað. Það hefði sko verið búið að heimta afsögn borgarstjórans ef hann væri sjálfstæðismaður, sagði hann. Samfylkingarformaðurinn lét ekki sitt eftir liggja í þessari uppbyggjandi umræðu stjórnmálaforkanna, borgarstjórinn hafði lækkað farsímagjöldin, eigum við þá að þakka fyrir að hann gerði ekki samning við Símann um hver farsímagjöldin skyldu vera? Þeim finnst þetta nefnilega allt snúast um menn og í hve fínum stólum þeir sitja og hve fínum bílum þeim er ekið í. Þetta kemur því hins vegar ekkert við. Þetta kemur því við í hvernig þjóðfélagi við búum. Þetta kemur því við að stjórnmálaforkarnir sjái til þess að leikreglurnar séu í lagi og að þeim sé fylgt. Leikreglurnar eiga að mínu viti að vera eins almennar og nokkur kostur er, en eftirlitskerfið, eftirlitsiðnaðurinn ef menn vilja fremur nota það orð, á að vera öflugt þannig að ekki taki hálfan áratug eða næstum því að upplýsa mál eins og þessi, er það ekki rétt munað hjá mér að mál tryggingafélaganna var fyrnt þegar það loksins kláraðist? Þegar upp kemst um glæpi, hvort heldur það eru stórþjófnaðir á við þennan eða bílstuldur, þá verða þjófarnir náttúrlega að sæta ábyrgð. Það liggur í hlutarins eðli og kemur þá málinu ekkert við að þeir séu að öðru leyti hinir ágætustu menn og hafi látið af vondum siðum. Öðruvísi verður svindlið og svínaríið ekki upprætt.