Roberto Cavalli 11. nóvember 2004 00:01 Það er við hæfi þegar vetur er genginn í garð og skinn og feldir eru jafn vinsæl og raun ber vitni að minna á ítalska fatahönnuðinn Roberto Cavalli sem hefur farið ótroðnar slóðnir með notkun á ýmiss konar feldum í hönnun sinni. Roberto Cavalli er fæddur í Flórens árið 1942 og kom með fyrstu tískulínu sína árið 1972. Hann náði ekki almennri athygli í tískuheiminum fyrr en um 1990 að Cavalli-línan var endurreist, og með aðstoð konu sinnar Evu Duringer stækkaði hann og styrkti kvenlínuna og kom á fót breiðari karlalínu og prjónalínu. Fljótlega eftir þetta fékk Cavalli á sig titilinn "Hinn nýi Versace". Roberto Cavalli hefur undanfarin ár verið í miklu uppáhaldi hjá poppstjörnum og stórleikurum hvíta tjaldsins og ekkert lát virðist vera á. Engan skal undra þessar vinsældir enda vetrarlínan verjulega safarík, mjúk og loðin með hæfilegum skammti af fallega áprentuðum og prjónuðum efnum. Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Það er við hæfi þegar vetur er genginn í garð og skinn og feldir eru jafn vinsæl og raun ber vitni að minna á ítalska fatahönnuðinn Roberto Cavalli sem hefur farið ótroðnar slóðnir með notkun á ýmiss konar feldum í hönnun sinni. Roberto Cavalli er fæddur í Flórens árið 1942 og kom með fyrstu tískulínu sína árið 1972. Hann náði ekki almennri athygli í tískuheiminum fyrr en um 1990 að Cavalli-línan var endurreist, og með aðstoð konu sinnar Evu Duringer stækkaði hann og styrkti kvenlínuna og kom á fót breiðari karlalínu og prjónalínu. Fljótlega eftir þetta fékk Cavalli á sig titilinn "Hinn nýi Versace". Roberto Cavalli hefur undanfarin ár verið í miklu uppáhaldi hjá poppstjörnum og stórleikurum hvíta tjaldsins og ekkert lát virðist vera á. Engan skal undra þessar vinsældir enda vetrarlínan verjulega safarík, mjúk og loðin með hæfilegum skammti af fallega áprentuðum og prjónuðum efnum.
Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira