Indverskur matur 11. nóvember 2004 00:01 Ef indverskur matur er í uppáhaldi, þá mæli ég eindregið með þessari tilraun til matreiðslu á ekta austurlenskum rétti. Ég notaði svínahnakka sem uppistöðu í þetta sinn en auðvitað má nota hvaða kjöt sem er: Kjúkling, lamb, jafnvel sojakjöt. Þó að kryddflóra réttarins sé fjölbreytt fást kryddin öll í flestum betri búðum. Skemmtilegt er að gera sér ferð í Sælkerabúðina á Suðurlandsbraut, en þar er ævintýralegt úrval af austurlensku hráefni. 500 g beinlaus svínahnakki 560 kr. 2 laukar (saxaðir smátt) 4 hvítlauksgeirar 1 msk. ferskur engifer (rifinn) 1 msk. hveiti 1 msk. turmeric 1 msk. garam masala 1 msk. cumin fræ 1/2 rautt chili (fræhreinsað og saxað smátt) 1 dós teningaðir tómatar m. hvítlauk 130 kr. 400 g kókosmjólk 120 kr. 600 ml kjúklingasoð (úr teningi eða krafti er í fínu lagi) 3 teningar frosið spínat (ferskt spínat er líka mjög gott, þá ca 2-3 handfyllir) Skerið kjötið í strimla og brúnið á vel heitri pönnu. Takið kjötið af pönnunni, setjið til hliðar og látið fituna renna af. Setjið ólífuolíu á pönnuna og steikið lauk, hvítlauk og engifer saman þar til laukurinn hefur mýkst. Setjið þá hveiti, chili og krydd út á pönnuna og steikið áfram um stund. Setjið þá tómata og kókósmjólk út í og kjötið með. Blandið öllu vel saman og bætið kjúklingasoðinu svo við og látið réttinn malla um 30 mínútur. Þegar um 10 mínútur eru eftir af eldunartímanum, setjið þá spínatið út í og hrærið vel. Berið fram með soðnum hrísgrjónum og þykjustu nan-brauði sem eru tortillur sem settar eru smá stund undir grillið í ofni og svo penslaðar á báðum hliðum með hvítlaukssmjöri. Kostnaður samtals: um 900 kr. Matur Svínakjöt Uppskriftir Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Ef indverskur matur er í uppáhaldi, þá mæli ég eindregið með þessari tilraun til matreiðslu á ekta austurlenskum rétti. Ég notaði svínahnakka sem uppistöðu í þetta sinn en auðvitað má nota hvaða kjöt sem er: Kjúkling, lamb, jafnvel sojakjöt. Þó að kryddflóra réttarins sé fjölbreytt fást kryddin öll í flestum betri búðum. Skemmtilegt er að gera sér ferð í Sælkerabúðina á Suðurlandsbraut, en þar er ævintýralegt úrval af austurlensku hráefni. 500 g beinlaus svínahnakki 560 kr. 2 laukar (saxaðir smátt) 4 hvítlauksgeirar 1 msk. ferskur engifer (rifinn) 1 msk. hveiti 1 msk. turmeric 1 msk. garam masala 1 msk. cumin fræ 1/2 rautt chili (fræhreinsað og saxað smátt) 1 dós teningaðir tómatar m. hvítlauk 130 kr. 400 g kókosmjólk 120 kr. 600 ml kjúklingasoð (úr teningi eða krafti er í fínu lagi) 3 teningar frosið spínat (ferskt spínat er líka mjög gott, þá ca 2-3 handfyllir) Skerið kjötið í strimla og brúnið á vel heitri pönnu. Takið kjötið af pönnunni, setjið til hliðar og látið fituna renna af. Setjið ólífuolíu á pönnuna og steikið lauk, hvítlauk og engifer saman þar til laukurinn hefur mýkst. Setjið þá hveiti, chili og krydd út á pönnuna og steikið áfram um stund. Setjið þá tómata og kókósmjólk út í og kjötið með. Blandið öllu vel saman og bætið kjúklingasoðinu svo við og látið réttinn malla um 30 mínútur. Þegar um 10 mínútur eru eftir af eldunartímanum, setjið þá spínatið út í og hrærið vel. Berið fram með soðnum hrísgrjónum og þykjustu nan-brauði sem eru tortillur sem settar eru smá stund undir grillið í ofni og svo penslaðar á báðum hliðum með hvítlaukssmjöri. Kostnaður samtals: um 900 kr.
Matur Svínakjöt Uppskriftir Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira