Fimbulfambað um ríkisútvarp 15. nóvember 2004 00:01 Fjölmiðlarnir verða stundum afskaplega sjálfhverfir. Í gær var sjónvarp ríkisins með eins og hálfstíma þátt um - sjónvarp og útvarp ríkisins. Í Sunnudagsþættinum síðasta var rætt um hvernig framkoma eigi að tíðkast í þáttum eins og Sunnudagsþættinum og öðrum svipuðum þáttum. Svo var haldin Edduhátíð og sýnd í beinni útsendingu í sjónvarpi. Þar var fjölmiðlafólk að hrósa sjálfu sér í hástert - einn áhorfandi sagði að það hefði verið svo sjálfhverft að réttara hefði verið að segja einhverft. --- --- --- Annars var þessi þáttur í ríkissjónvarpinu í gærkvöldi dálítið forkostulegur. Í salnum sat hópur af bólugröfnum ungmennum. Enginn þeirra tók þó til máls. Maður velti fyrir sér hvort sjónvarpið hefði tekið að sér að passa unglinga þetta kvöld. Kristján Kristjánsson sagði í lokin vonast til að menn yrðu einhverju nær, en enginn var neinu nær. Allir voru að draga sinn vagn - töluðu í kross. Það hefur ekkert hreyfst í málefnum RÚV um árabil - þrátt fyrir hátimbraðan orðavaðalinn geta menn ekki komið sér saman um hvað batteríið á að gera. Það blæs bara út. Það var mikið reynt að ræða um sérstöðu RÚV, en enginn gat almennilega útskýrt hver hún er. Það var sagt að RÚV sé frumkvöðull - ég hef unnið í fjölmiðlum í meira en tuttugu ár og satt að segja afar sjaldan orðinn var við að nýjar hugmyndir verði til þar. Stofnunin er miklu oftar í hlutverki þess sem stelur og stælir. Hún hefur alls enga forystu í fréttum eða fréttatengdu efni. Þar er Stöð 2 fremri - hefur þó enga lögbundna skyldu til þess. RÚV vaknaði upp við vondan draum þegar Skjár einn hóf útsendingar með 13 íslenska þætti á viku. Á þeim tíma voru engir umræðu- né fréttaþættir á dagskrá og lítið annað innlent efni. Hin lögbundnu afnotagjöld - þessir 3 milljarðar sem RÚV er skaffað á ári án þess að þurfa nokkuð að hafa fyrir því - eru afskaplega illa nýtt. Hvað margumtalað öryggishlutverk Ríkisútvarpsins varðar þá hrundu þau rök í jarðskjálftanum 17. júní árið 2000 - þá mátti ekki trufla íþróttakappleik þótt allt Suðurland léki á reiðiskjálfi. Útvarpsstjórinn sagði að engin pólitík réði ferðinni hjá stofnuninni. Þetta er sami maðurinn og hefur sjálfur verið pólitískt ráðinn að stofnunninni - ekki einu sinni heldur tvívegis. Sá sem gat ekki setið á sér að uppnefna einn útvarpsþáttinn Hljóðviljann. Allir vita að pólitík tíðkast bæði í mannaráðningum og efniskaupum - samkvæmt þeirri trú að enginn sé hlutlaus. Menntamálaráðherrann talaði út og suður - var oft sammála síðasta ræðumanni. Tók svo að sér að verja pólitískt skipað útvarpsráð, en áréttaði þó í lokin að hún væri ekki endilega að segja að þetta ætti að vera svona. Hvað meinti hún þá? Formaður útvarpsráðs var hins vegar hvergi nærri - varaformaðurinn fékk að tala í hans stað, ágætur maður. En formaðurinn virðist vera nær ósýnilegur; hann er sem huldumaður í fjölmiðlabisnessnum, vasast í ýmsum fjölmiðlum, en vill samt ekki láta sjá sig í fjölmiðlum. Manni verður næstum á að segja eins og Stefán Valgeirsson í eina tíð: "Huldumenn eru ekki huldumenn nema þeir séu huldumenn." --- --- --- Annars er þetta ekkert flókið. Það á að loka stóra sjónvarpsstúdíóinu í Efstaleiti. Segja upp svona 50-70 prósent af starfsfólkinu á RÚV - sorrí. Kaupa efnið sem sýnt er af kvikmyndagerðarmönnum úti í bæ sem geta framleitt það betur og hagkvæmar. Hætta að sýna sápur og íþróttir í samkeppni við einkastöðvar. Selja Rás 2 - hví á ríkið að spila popp? Halda eftir Gufunni - mætti jafnvel efla hana. Hætta svo að keppa um fréttaflutning á netinu, enda stendur ekki í neinum lögum að RÚV eigi að reka internetþjónustu. --- --- --- Colin Powell átti að hitta Davíð á morgun - og missir svo vinnuna daginn áður. Menn hafa horft með tilhlökkun til þessa fundar. Það er ekkert sérlega sannfærandi þegar sagt er að þetta skipti ekki máli - eitthvað rót verður nú í stjórnkerfinu við svona umskipti. Þeir verða varla mjög með hugann við fund með íslenskum utanríkisráðherra - jafnvel þótt hann sé góður vinur. Annars bera margir virðingu fyrir Colin Powell - þrátt fyrir Írak. Ég veit um mann sem telur honum til tekna að hann gerir upp gamlar volvobifreiðar í frístundum. --- --- --- Var að fá upp í hendurnar ævisögu Halldórs Laxness eftir Halldór Guðmundsson. Þetta er mikill doðrantur, en þó varla nema þriðjungur af því sem Hannes Gissurarson virðist ætla að skrifa um skáldið. Á ég að spá því að þetta fái bókmenntaverðlaunin - þó ekki væri nema til að rétta Hannesi fingurinn? Margir telja án efa að verðlaununum sé vel varið til þess. Annars er ansi mikil Halldórsþreyta í manni. Það er búið að ganga á með endalausum umræðum um hann síðan Hallgrímur gaf út Höfund Íslands. Það var fyrir jólin 2001, svo kom 100 ára afmæli skáldsins, lætin út af bók Hannesar, nú þessi bók, næst 50 ára afmæli nóbelsverðlaunanna. Ég segi fyrir mig - með fullri virðingu - ég hef varla meiri tíma til að eyða í karlinn. Án þess ég halli á bókina hans Halldórs G. - þetta lítur fjarska vel út hjá honum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Hérna eru aukalega 6000 íbúðir. Veskú Ævar Rafn Hafþórsson Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Börnum fórnað fyrir bætt kjör Guðný Hrafnkelsdóttir Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir Skoðun
Fjölmiðlarnir verða stundum afskaplega sjálfhverfir. Í gær var sjónvarp ríkisins með eins og hálfstíma þátt um - sjónvarp og útvarp ríkisins. Í Sunnudagsþættinum síðasta var rætt um hvernig framkoma eigi að tíðkast í þáttum eins og Sunnudagsþættinum og öðrum svipuðum þáttum. Svo var haldin Edduhátíð og sýnd í beinni útsendingu í sjónvarpi. Þar var fjölmiðlafólk að hrósa sjálfu sér í hástert - einn áhorfandi sagði að það hefði verið svo sjálfhverft að réttara hefði verið að segja einhverft. --- --- --- Annars var þessi þáttur í ríkissjónvarpinu í gærkvöldi dálítið forkostulegur. Í salnum sat hópur af bólugröfnum ungmennum. Enginn þeirra tók þó til máls. Maður velti fyrir sér hvort sjónvarpið hefði tekið að sér að passa unglinga þetta kvöld. Kristján Kristjánsson sagði í lokin vonast til að menn yrðu einhverju nær, en enginn var neinu nær. Allir voru að draga sinn vagn - töluðu í kross. Það hefur ekkert hreyfst í málefnum RÚV um árabil - þrátt fyrir hátimbraðan orðavaðalinn geta menn ekki komið sér saman um hvað batteríið á að gera. Það blæs bara út. Það var mikið reynt að ræða um sérstöðu RÚV, en enginn gat almennilega útskýrt hver hún er. Það var sagt að RÚV sé frumkvöðull - ég hef unnið í fjölmiðlum í meira en tuttugu ár og satt að segja afar sjaldan orðinn var við að nýjar hugmyndir verði til þar. Stofnunin er miklu oftar í hlutverki þess sem stelur og stælir. Hún hefur alls enga forystu í fréttum eða fréttatengdu efni. Þar er Stöð 2 fremri - hefur þó enga lögbundna skyldu til þess. RÚV vaknaði upp við vondan draum þegar Skjár einn hóf útsendingar með 13 íslenska þætti á viku. Á þeim tíma voru engir umræðu- né fréttaþættir á dagskrá og lítið annað innlent efni. Hin lögbundnu afnotagjöld - þessir 3 milljarðar sem RÚV er skaffað á ári án þess að þurfa nokkuð að hafa fyrir því - eru afskaplega illa nýtt. Hvað margumtalað öryggishlutverk Ríkisútvarpsins varðar þá hrundu þau rök í jarðskjálftanum 17. júní árið 2000 - þá mátti ekki trufla íþróttakappleik þótt allt Suðurland léki á reiðiskjálfi. Útvarpsstjórinn sagði að engin pólitík réði ferðinni hjá stofnuninni. Þetta er sami maðurinn og hefur sjálfur verið pólitískt ráðinn að stofnunninni - ekki einu sinni heldur tvívegis. Sá sem gat ekki setið á sér að uppnefna einn útvarpsþáttinn Hljóðviljann. Allir vita að pólitík tíðkast bæði í mannaráðningum og efniskaupum - samkvæmt þeirri trú að enginn sé hlutlaus. Menntamálaráðherrann talaði út og suður - var oft sammála síðasta ræðumanni. Tók svo að sér að verja pólitískt skipað útvarpsráð, en áréttaði þó í lokin að hún væri ekki endilega að segja að þetta ætti að vera svona. Hvað meinti hún þá? Formaður útvarpsráðs var hins vegar hvergi nærri - varaformaðurinn fékk að tala í hans stað, ágætur maður. En formaðurinn virðist vera nær ósýnilegur; hann er sem huldumaður í fjölmiðlabisnessnum, vasast í ýmsum fjölmiðlum, en vill samt ekki láta sjá sig í fjölmiðlum. Manni verður næstum á að segja eins og Stefán Valgeirsson í eina tíð: "Huldumenn eru ekki huldumenn nema þeir séu huldumenn." --- --- --- Annars er þetta ekkert flókið. Það á að loka stóra sjónvarpsstúdíóinu í Efstaleiti. Segja upp svona 50-70 prósent af starfsfólkinu á RÚV - sorrí. Kaupa efnið sem sýnt er af kvikmyndagerðarmönnum úti í bæ sem geta framleitt það betur og hagkvæmar. Hætta að sýna sápur og íþróttir í samkeppni við einkastöðvar. Selja Rás 2 - hví á ríkið að spila popp? Halda eftir Gufunni - mætti jafnvel efla hana. Hætta svo að keppa um fréttaflutning á netinu, enda stendur ekki í neinum lögum að RÚV eigi að reka internetþjónustu. --- --- --- Colin Powell átti að hitta Davíð á morgun - og missir svo vinnuna daginn áður. Menn hafa horft með tilhlökkun til þessa fundar. Það er ekkert sérlega sannfærandi þegar sagt er að þetta skipti ekki máli - eitthvað rót verður nú í stjórnkerfinu við svona umskipti. Þeir verða varla mjög með hugann við fund með íslenskum utanríkisráðherra - jafnvel þótt hann sé góður vinur. Annars bera margir virðingu fyrir Colin Powell - þrátt fyrir Írak. Ég veit um mann sem telur honum til tekna að hann gerir upp gamlar volvobifreiðar í frístundum. --- --- --- Var að fá upp í hendurnar ævisögu Halldórs Laxness eftir Halldór Guðmundsson. Þetta er mikill doðrantur, en þó varla nema þriðjungur af því sem Hannes Gissurarson virðist ætla að skrifa um skáldið. Á ég að spá því að þetta fái bókmenntaverðlaunin - þó ekki væri nema til að rétta Hannesi fingurinn? Margir telja án efa að verðlaununum sé vel varið til þess. Annars er ansi mikil Halldórsþreyta í manni. Það er búið að ganga á með endalausum umræðum um hann síðan Hallgrímur gaf út Höfund Íslands. Það var fyrir jólin 2001, svo kom 100 ára afmæli skáldsins, lætin út af bók Hannesar, nú þessi bók, næst 50 ára afmæli nóbelsverðlaunanna. Ég segi fyrir mig - með fullri virðingu - ég hef varla meiri tíma til að eyða í karlinn. Án þess ég halli á bókina hans Halldórs G. - þetta lítur fjarska vel út hjá honum.
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun