Árni, Steingrímur og Valgerður 18. nóvember 2004 00:01 Meðal gesta í Silfri Egils á Stöð 2 á sunnudaginn eru Árni Magnússon félagsmálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, Valgerður Bjarnadóttir, pistlahöfundur á Fréttablaðinu, Stefán Snævarr heimspekingur og Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur. Fleiri eiga eftir að bætast í þennan hóp þegar líður nær helginni - af nógu er að taka eftir viðburðaríkar vikur bæði innanlands og utan. Stefán, sem er prófessor í Noregi, mun tala um nýja bók sína Ástarspekt, en þar er meðal annars að finna hárbeitta gagnrýni á frjálshyggjuna. Annars er Stefán með skemmtilegustu mönnum - og býsna fullyrðingasamur. Eiríkur kemur í þáttinn með fyrstu skáldsögu sína, Hugsjónadrusluna, en annars er hann á ferðalagi með vini sínum tónlistarmanninum Mugison. Mér skilst þeir séu á NASA í kvöld, fimmtudag. Eiríkur er mikilvirkur bloggari og eitt af snéníunum sem standa á bak við félagsskap sem kallar sig Nýhil. Þetta er ungt fólk sem er óbangið við taka afstöðu til stjórnmála, lista, tungumálsins og alls milli himins og jarðar - og finnst yfirleitt betra að hafa hátt en að þegja. Þátturinn er í opinni dagskrá á Stöð 2 á sunnudag og er svo endurtekinn undir miðnættið sama kvöld. Einnig er hægt að fylgjast með honum hér á veftívíinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Meðal gesta í Silfri Egils á Stöð 2 á sunnudaginn eru Árni Magnússon félagsmálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, Valgerður Bjarnadóttir, pistlahöfundur á Fréttablaðinu, Stefán Snævarr heimspekingur og Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur. Fleiri eiga eftir að bætast í þennan hóp þegar líður nær helginni - af nógu er að taka eftir viðburðaríkar vikur bæði innanlands og utan. Stefán, sem er prófessor í Noregi, mun tala um nýja bók sína Ástarspekt, en þar er meðal annars að finna hárbeitta gagnrýni á frjálshyggjuna. Annars er Stefán með skemmtilegustu mönnum - og býsna fullyrðingasamur. Eiríkur kemur í þáttinn með fyrstu skáldsögu sína, Hugsjónadrusluna, en annars er hann á ferðalagi með vini sínum tónlistarmanninum Mugison. Mér skilst þeir séu á NASA í kvöld, fimmtudag. Eiríkur er mikilvirkur bloggari og eitt af snéníunum sem standa á bak við félagsskap sem kallar sig Nýhil. Þetta er ungt fólk sem er óbangið við taka afstöðu til stjórnmála, lista, tungumálsins og alls milli himins og jarðar - og finnst yfirleitt betra að hafa hátt en að þegja. Þátturinn er í opinni dagskrá á Stöð 2 á sunnudag og er svo endurtekinn undir miðnættið sama kvöld. Einnig er hægt að fylgjast með honum hér á veftívíinu.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun