Afleiðingar kennaradeilu 21. nóvember 2004 00:01 Nýir kjarasamningar sveitarfélaga og kennara hafa mikið verið í umræðunni frá því að samninganefndirnar skrifuðu undir hjá ríkissáttasemjara á miðvikudag. Fyrst og fremst hafa kennarar og sveitarfélög rýnt í samninginn til að sjá hvað hann hefur í för með sér fyrir þá sem eiga að fara eftir honum. Það virðist nokkuð misjafnt hvað einstakir kennarar bera úr býtum samkvæmt þessum nýja samningi og fyrir sum sveitarfélög þýðir hann að skera verður niður í starfseminni og jafnvel segja upp starfsmönnum eins og bæjarstjórinn á Ólafsfirði sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær. Þá sagði bæjarstjórinn enn fremur að ekki væri gert ráð fyrir neinum framkvæmdum í bænum á næsta ári. Þetta er hinn kaldi raunveruleiki sem blasir við hjá mörgum sveitarfélögum nú í kjölfar samninganna. Þetta virðist ekki aðeins eiga við hjá litlum sveitarféögum, heldur líka þeim stærri, og þá ekki síst hjá Reykjavíkurborg. Ein af röksemdunum fyrir þeirri ákvörðun Reykjavíkurlistans að hækka útsvarið á Reykvíkingum var einmitt aukinn launakostnaður borgarinnar í kjölfar samninganna, auk margs annars. Að óreyndu hefðu menn haldið að fjárhagur borgarinnar væri þannig að ekki þyrfti að hækka útsvarið vegna nýrra kjarasamninga kennara, en svona er það nú samt. Útgjaldaaukning borgarinnar vegna þeirra er talin verða einn og hálfur milljarður króna á þessu og næsta ári. Hjá sumum litlum sveitarfélögum sem hafa verið í fjarhagsvanda koma hækkanir vegna kjarasamninganna til viðbótar þeim vanda sem þau hafa verið að glíma við. Þetta leiðir enn og aftur hugann að því að gera þarf gangskör að stækkun þeirra, þannig að þau ráði við að veita þá þjónustu sem til er ætlast af þeim. Það þarf oft ekki mikið að koma til í litlu sveitarfélögi til þess að endar nái ekki saman, en með stærri og styrkari heild ættu þau betur að geta ráðið við hlutverk sitt. Því verður hins vegar ekki á móti mælt að sum lítil sveitarfélög eru mjög vel stæð eins og vel sést þegar ferðast er um sveitir landsins. Þau hafa þá yfirleitt einhverja tekjustofna sem sveitarfélög almennt ekki hafa, og það er þá ástæða þess að íbúarnir vilja ekki fórna þessum sérréttindum og renna inn í stærri heild. Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, var samkvæmur sjálfum sér við umræður um nýju samningana á Alþingi á fimmtudag. Hann sagði þá skelfilega og olli nokkru uppnámi í þingsölum með ummælum sínum. Þingmenn stjórnarandstöðunnar brugðust hart við og andmæltu Einari Oddi. Steingrímur J. Sigfússon sagði að sér blöskraði ummæli hans. Fulltrúar fjármálalífsins segja að teflt sé á tæpasta vað með þessum kjarasamningum, og fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar segja að hann geti kallað á endurskoðun almennra kjarasamninga, jafnframt því sem þeir hafa fagnað því að samningar skuli hafa tekist. Það er greinilegt á ummælum manna í kjölfar samninganna að það fer mikið eftir því hvernig haldið verður á málum í framhaldinu hverjar hinar raunverulegu afleiðingar verða fyrir efnahagslífið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ofhugsanir: orsök & afleiðing Sara Pálsdóttir Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun
Nýir kjarasamningar sveitarfélaga og kennara hafa mikið verið í umræðunni frá því að samninganefndirnar skrifuðu undir hjá ríkissáttasemjara á miðvikudag. Fyrst og fremst hafa kennarar og sveitarfélög rýnt í samninginn til að sjá hvað hann hefur í för með sér fyrir þá sem eiga að fara eftir honum. Það virðist nokkuð misjafnt hvað einstakir kennarar bera úr býtum samkvæmt þessum nýja samningi og fyrir sum sveitarfélög þýðir hann að skera verður niður í starfseminni og jafnvel segja upp starfsmönnum eins og bæjarstjórinn á Ólafsfirði sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær. Þá sagði bæjarstjórinn enn fremur að ekki væri gert ráð fyrir neinum framkvæmdum í bænum á næsta ári. Þetta er hinn kaldi raunveruleiki sem blasir við hjá mörgum sveitarfélögum nú í kjölfar samninganna. Þetta virðist ekki aðeins eiga við hjá litlum sveitarféögum, heldur líka þeim stærri, og þá ekki síst hjá Reykjavíkurborg. Ein af röksemdunum fyrir þeirri ákvörðun Reykjavíkurlistans að hækka útsvarið á Reykvíkingum var einmitt aukinn launakostnaður borgarinnar í kjölfar samninganna, auk margs annars. Að óreyndu hefðu menn haldið að fjárhagur borgarinnar væri þannig að ekki þyrfti að hækka útsvarið vegna nýrra kjarasamninga kennara, en svona er það nú samt. Útgjaldaaukning borgarinnar vegna þeirra er talin verða einn og hálfur milljarður króna á þessu og næsta ári. Hjá sumum litlum sveitarfélögum sem hafa verið í fjarhagsvanda koma hækkanir vegna kjarasamninganna til viðbótar þeim vanda sem þau hafa verið að glíma við. Þetta leiðir enn og aftur hugann að því að gera þarf gangskör að stækkun þeirra, þannig að þau ráði við að veita þá þjónustu sem til er ætlast af þeim. Það þarf oft ekki mikið að koma til í litlu sveitarfélögi til þess að endar nái ekki saman, en með stærri og styrkari heild ættu þau betur að geta ráðið við hlutverk sitt. Því verður hins vegar ekki á móti mælt að sum lítil sveitarfélög eru mjög vel stæð eins og vel sést þegar ferðast er um sveitir landsins. Þau hafa þá yfirleitt einhverja tekjustofna sem sveitarfélög almennt ekki hafa, og það er þá ástæða þess að íbúarnir vilja ekki fórna þessum sérréttindum og renna inn í stærri heild. Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, var samkvæmur sjálfum sér við umræður um nýju samningana á Alþingi á fimmtudag. Hann sagði þá skelfilega og olli nokkru uppnámi í þingsölum með ummælum sínum. Þingmenn stjórnarandstöðunnar brugðust hart við og andmæltu Einari Oddi. Steingrímur J. Sigfússon sagði að sér blöskraði ummæli hans. Fulltrúar fjármálalífsins segja að teflt sé á tæpasta vað með þessum kjarasamningum, og fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar segja að hann geti kallað á endurskoðun almennra kjarasamninga, jafnframt því sem þeir hafa fagnað því að samningar skuli hafa tekist. Það er greinilegt á ummælum manna í kjölfar samninganna að það fer mikið eftir því hvernig haldið verður á málum í framhaldinu hverjar hinar raunverulegu afleiðingar verða fyrir efnahagslífið.