Eru stjórnsýslulög barn síns tíma? 24. nóvember 2004 00:01 Maður úti í bæ sendi mér tölvupóst og spurði hvort stjórnsýslulögin væru kannski bara barn síns tíma? Hann var að vísa til nýlegra stöðuveitinga hjá hinu opinbera, ráðningar sérstaks upplýsingafulltrúa hjá forsætisráðuneyti, nýs forstöðumanns hjá ratsjárstofnun og skrifstofustjóra hjá utanríkisráðuneytinu - við því djobbi tók gamli forstjóri Landhelgisgæslunnar. Maðurinn vill meina að það sé skylda að auglýsa svona stöður, ég vitna beint í bréf hans: "Reyndar grunar mig að töluvert fleiri svona dæmi megi finna ef vel er leitað. Reglur nr. 464 frá 1996 um auglýsingar á lausum störfum veita undanþágur frá auglýsingaskyldu stjórnvalda þegar kemur að opinberum störfum - þær eru: Ekki er skylt að auglýsa störf í eftirfarandi tilvikum: 1. Störf sem aðeins eiga að standa í tvo mánuði eða skemur. 2. Störf við afleysingar, svo sem vegna orlofs, veikinda, barnsburðarleyfis, námsleyfis, leyfis til starfa á vegum alþjóðastofnana o.þ.u.l., enda sé afleysingu ekki ætlað að standa lengur en 12 mánuði samfellt. 3. Störf sem auglýst hafa verið innan síðustu sex mánaða og í þeirri auglýsingu hafi þess verið getið að umsóknin geti gilt í sex mánuði. Nú má búast við að ekkert af ofantöldu eigi við um upplýsingafulltrúa forsætisráðuneytisins. Utanríkisráðuneytið afsakar ráðningu nýs forstöðumanns Ratsjárstofnunar með því að Bandaríkjamenn greiði launin - það væri forvitnilegt að fá lagalegt álit á þessum rökum. Skipun forstjóra Landhelgisgæslunnar hefur verið afsökuð með því að hér sé um að ræða tilfærslu í starfi - hefði ekki átt/mátt að auglýsa stöðuna fyrir því? Nú skal tekið fram að ég hef ekkert á móti þeim einstaklingum sem skipaðir voru í þessi störf en ég ber virðingu fyrir lögunum, sérstaklega lögum sem ætlað er að hemja hið opinbera og sporna við spillingu." --- --- --- Hörður Bergmann skrifar ágæta grein í Fréttablaðið 19. nóvember undir yfirskriftinni Tvöfeldni í þjóðmálaumræðunni. Hörður víkur meðal annars að spillingu á Íslandi og segir: "Í október var slegið upp frétt, sem berst árlega að utan, að Ísland sé meðal þeirra landa þar sem spilling er minnst. Er ekki orðið tímabært að minna rækilega á að mælikvarðinn, sem notaður hefur verið, er takmarkaður við mútur? Það að veita ættingjum og samherjum eftirsótt embætti telst ekki með og ekki ólöglegt samráð stórfyrirtækja um verð og tilboð." --- --- --- Fimm eða sex málsmetandi einstaklingar eru spurðir hvaða bók bylti lífi þeirra í DV. Allir nefna þeir einhvers konar sjálfshjálparbækur, um megrun eða andlega uppbyggingu. Er þetta tímanna tákn? Breyta skáldsögur ekki lengur lífi fólks? Ég get nefnt fullt af bókum sem höfðu áhrif á mig, bæði góð og slæm. Held að Kastalinn eftir Kafka hafi gert mig ruglaðan og ekki var heldur hollt að lesa On the Road eftir Kerouac við undirleik tónlistar The Doors. Skilaboðin voru einföld: Droppaðu út! Svo var það Bréf til Láru, með því að romsa upp hrámeltum skoðunum þaðan tókst mér að gera fyrstu stelpuna skotna í mér. Það var ennþá svona mikið púður í Þórbergi 1975. Önnur stúlka féll bókmenntalega fyrir mér þegar ég var í frönskunámi í Grenoble 1977 - hundleiðinlegri borg. Þá lá ég inni á herbergi á stúdentagarði og las Karamazov-bræðurna. Það var hún Lucy frá Idaho sem féll fyrir þessu - sagði að ég væri með "poetic hands". Hvað skyldi hafa orðið af henni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Maður úti í bæ sendi mér tölvupóst og spurði hvort stjórnsýslulögin væru kannski bara barn síns tíma? Hann var að vísa til nýlegra stöðuveitinga hjá hinu opinbera, ráðningar sérstaks upplýsingafulltrúa hjá forsætisráðuneyti, nýs forstöðumanns hjá ratsjárstofnun og skrifstofustjóra hjá utanríkisráðuneytinu - við því djobbi tók gamli forstjóri Landhelgisgæslunnar. Maðurinn vill meina að það sé skylda að auglýsa svona stöður, ég vitna beint í bréf hans: "Reyndar grunar mig að töluvert fleiri svona dæmi megi finna ef vel er leitað. Reglur nr. 464 frá 1996 um auglýsingar á lausum störfum veita undanþágur frá auglýsingaskyldu stjórnvalda þegar kemur að opinberum störfum - þær eru: Ekki er skylt að auglýsa störf í eftirfarandi tilvikum: 1. Störf sem aðeins eiga að standa í tvo mánuði eða skemur. 2. Störf við afleysingar, svo sem vegna orlofs, veikinda, barnsburðarleyfis, námsleyfis, leyfis til starfa á vegum alþjóðastofnana o.þ.u.l., enda sé afleysingu ekki ætlað að standa lengur en 12 mánuði samfellt. 3. Störf sem auglýst hafa verið innan síðustu sex mánaða og í þeirri auglýsingu hafi þess verið getið að umsóknin geti gilt í sex mánuði. Nú má búast við að ekkert af ofantöldu eigi við um upplýsingafulltrúa forsætisráðuneytisins. Utanríkisráðuneytið afsakar ráðningu nýs forstöðumanns Ratsjárstofnunar með því að Bandaríkjamenn greiði launin - það væri forvitnilegt að fá lagalegt álit á þessum rökum. Skipun forstjóra Landhelgisgæslunnar hefur verið afsökuð með því að hér sé um að ræða tilfærslu í starfi - hefði ekki átt/mátt að auglýsa stöðuna fyrir því? Nú skal tekið fram að ég hef ekkert á móti þeim einstaklingum sem skipaðir voru í þessi störf en ég ber virðingu fyrir lögunum, sérstaklega lögum sem ætlað er að hemja hið opinbera og sporna við spillingu." --- --- --- Hörður Bergmann skrifar ágæta grein í Fréttablaðið 19. nóvember undir yfirskriftinni Tvöfeldni í þjóðmálaumræðunni. Hörður víkur meðal annars að spillingu á Íslandi og segir: "Í október var slegið upp frétt, sem berst árlega að utan, að Ísland sé meðal þeirra landa þar sem spilling er minnst. Er ekki orðið tímabært að minna rækilega á að mælikvarðinn, sem notaður hefur verið, er takmarkaður við mútur? Það að veita ættingjum og samherjum eftirsótt embætti telst ekki með og ekki ólöglegt samráð stórfyrirtækja um verð og tilboð." --- --- --- Fimm eða sex málsmetandi einstaklingar eru spurðir hvaða bók bylti lífi þeirra í DV. Allir nefna þeir einhvers konar sjálfshjálparbækur, um megrun eða andlega uppbyggingu. Er þetta tímanna tákn? Breyta skáldsögur ekki lengur lífi fólks? Ég get nefnt fullt af bókum sem höfðu áhrif á mig, bæði góð og slæm. Held að Kastalinn eftir Kafka hafi gert mig ruglaðan og ekki var heldur hollt að lesa On the Road eftir Kerouac við undirleik tónlistar The Doors. Skilaboðin voru einföld: Droppaðu út! Svo var það Bréf til Láru, með því að romsa upp hrámeltum skoðunum þaðan tókst mér að gera fyrstu stelpuna skotna í mér. Það var ennþá svona mikið púður í Þórbergi 1975. Önnur stúlka féll bókmenntalega fyrir mér þegar ég var í frönskunámi í Grenoble 1977 - hundleiðinlegri borg. Þá lá ég inni á herbergi á stúdentagarði og las Karamazov-bræðurna. Það var hún Lucy frá Idaho sem féll fyrir þessu - sagði að ég væri með "poetic hands". Hvað skyldi hafa orðið af henni?