Jólalegt í Fjölskyldu- og húsdýrag 26. nóvember 2004 00:01 "Hér verður viðamikil dagskrá frá og með næsta sunnudegi fram til Þorláksmessu," segir Unnur Sigurþórsdóttir, fræðslufulltrúi fjölskyldu og húsdýragarðsins, en ókeypis aðgangur verður í garðinn alla aðventuna í boði Fréttablaðsins. Jólamarkaður verður opinn alla daga frá 13.30 til 17 þar sem handverksfólk mun selja vörur sínar í átta smáhýsum sem Höfuðborgarstofa leggur til. Fleira verður fallegt og fræðandi að skoða. Til dæmis verður fiskasafn garðsins opnað 1. desember og verður til að byrja með í tjaldi við Selalaugina þar sem Vísindaveröldin er. Aðventustundir með sr. Jóni Helga Þórarinssyni, sóknarpresti í Langholtskirkju, og sr. Bjarna Karlssyni, sóknarpresti í Laugarneskirkju, verða hluti af jóladagskránni að sögn Unnar. Sú fyrsta verður nú á sunnudag klukkan 15.30. Jólasaga verður lesin alla daga aðventunnar klukkan 10.45 og líka klukkan 14 fram til 12. desember en þann dag og upp frá því á Unnur von á skrítnum bræðrum úr fjöllunum í heimsókn í garðinn eftir að þeir fara að tínast til byggða og á þar auðvitað við jólasveinana sem kíkja við og segja sögur af sér og foreldrum sínum, Grýlu og Leppalúða. Jólahlaðborð verður á boðstólnum fyrstu þrjár helgarnar í desember með hollum og góðum jólamat og Skoppa og Skrítla sem búa í Ævintýralandi munu skemmta matargestum klukkan 13 þá daga. En hvað skyldi helst vera að frétta úr veröld dýranna. "Kindurnar verða rúnar nú á sunnudaginn milli 13 og 17 og önnur gyltan okkar er grísafull. Svo er stóðhesturinn Hamur frá Þóroddsstöðum væntanlegur í garðinn um mánaðamótin og tveir fálkar eru hjá okkur í tengslum við verkefnið "Villt dýr í hremmingum". Öðrum verður sleppt á annan í jólum en hinn er hálfblindur og á eflaust erfitt með að bjarga sér úti í náttúrunni," segir Unnur og getur þess að lokum að kl. 15 á sunnudaginn muni Ólafur Karl Nielsen vistfræðingur fræða gesti garðsins um fálka. Jól Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól Innbökuð nautalund á hátíðarborðið Jólin Borða með góðri samvisku Jól Svona gerirðu graflax Jól Jóla-aspassúpa Jól Rafræn jólakort Jólin
"Hér verður viðamikil dagskrá frá og með næsta sunnudegi fram til Þorláksmessu," segir Unnur Sigurþórsdóttir, fræðslufulltrúi fjölskyldu og húsdýragarðsins, en ókeypis aðgangur verður í garðinn alla aðventuna í boði Fréttablaðsins. Jólamarkaður verður opinn alla daga frá 13.30 til 17 þar sem handverksfólk mun selja vörur sínar í átta smáhýsum sem Höfuðborgarstofa leggur til. Fleira verður fallegt og fræðandi að skoða. Til dæmis verður fiskasafn garðsins opnað 1. desember og verður til að byrja með í tjaldi við Selalaugina þar sem Vísindaveröldin er. Aðventustundir með sr. Jóni Helga Þórarinssyni, sóknarpresti í Langholtskirkju, og sr. Bjarna Karlssyni, sóknarpresti í Laugarneskirkju, verða hluti af jóladagskránni að sögn Unnar. Sú fyrsta verður nú á sunnudag klukkan 15.30. Jólasaga verður lesin alla daga aðventunnar klukkan 10.45 og líka klukkan 14 fram til 12. desember en þann dag og upp frá því á Unnur von á skrítnum bræðrum úr fjöllunum í heimsókn í garðinn eftir að þeir fara að tínast til byggða og á þar auðvitað við jólasveinana sem kíkja við og segja sögur af sér og foreldrum sínum, Grýlu og Leppalúða. Jólahlaðborð verður á boðstólnum fyrstu þrjár helgarnar í desember með hollum og góðum jólamat og Skoppa og Skrítla sem búa í Ævintýralandi munu skemmta matargestum klukkan 13 þá daga. En hvað skyldi helst vera að frétta úr veröld dýranna. "Kindurnar verða rúnar nú á sunnudaginn milli 13 og 17 og önnur gyltan okkar er grísafull. Svo er stóðhesturinn Hamur frá Þóroddsstöðum væntanlegur í garðinn um mánaðamótin og tveir fálkar eru hjá okkur í tengslum við verkefnið "Villt dýr í hremmingum". Öðrum verður sleppt á annan í jólum en hinn er hálfblindur og á eflaust erfitt með að bjarga sér úti í náttúrunni," segir Unnur og getur þess að lokum að kl. 15 á sunnudaginn muni Ólafur Karl Nielsen vistfræðingur fræða gesti garðsins um fálka.
Jól Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól Innbökuð nautalund á hátíðarborðið Jólin Borða með góðri samvisku Jól Svona gerirðu graflax Jól Jóla-aspassúpa Jól Rafræn jólakort Jólin