Kastaníubylting í Úkraínu 27. nóvember 2004 00:01 Birtist í DV 27. nóvember 2004 Í skáldsögu Þráins Bertelssonar, Dauðans óvissi tími, segir frá íslenskum forsætisráðherra, Jökli Péturssyni, sem fer í heimsókn til Úkraínu - á stað sem enginn annar vestrænn valdamaður vill sækja heim. Segir í bókinni að þetta gerist um líkt leyti og blaðamaður finnst dauður úti í skógi þar eystra. Jökull er nokkuð auðþekkjanlegur líkt og aðrar persónur í bók Þráins - dauði blaðamaðurinn er líka sóttur í raunveruleikann. Úkraína er skrítinn staður. Þetta er land sem var ekki til þegar maður var að alast upp. Til skamms tíma voru menn svo illa upplýstir um það að þeir sögðu oftar en ekki "Úkranía" í sjónvarpinu. Þetta er stærsta óþekkta landið í Evrópu. Íbúarnir eru fimmtíu milljónir, fleiri en á Spáni. Það er hvorki meira né minna en 600 þúsund ferkílómetrar, stærra en Frakkland. Saga Úkraínu á 20. öld er allhrikaleg. Landið varð hvað eftir annað fyrir ásókn og ofbeldi voldugra nágranna. Mörg skelfilegustu grimmdarverk aldarinnar voru framin í Úkraínu. Þar vou miklir vígvellir í fyrri heimstyrjöldinni og á eftir blossaði upp borgarastríð þar sem þjóðernissinnar, bolsévíkar og hvítliðar bárust á banaspjótum. Eftir stríðið varð Úkraína hluti af Sovétríkjunum. Það hófust skelfilegir gjörningar - mestanpart af mannavöldum. Bolsévíkar notuðu hungur sem pólitískt vopn - ætlunin var að svelta íbúana til hlýðni. Stalín vantreysti Úkraínu, sendi þangað grimmustu skósveina sína; hungursneyðina 1932 til 1933 má í raun kalla þjóðarmorð. Nokkrum árum síðar fóru þýsku nasistarnir þarna yfir og töldu jafnvel að Úkraínumenn myndu snúast á sitt band eftir reynsluna af Sovétstjórninni. En fögnuðurinn varð skammvinnur. Hugmynd Hitlers var að Úkraína yrði kornforðabúr þýska ríkisins - þangað áttu að streyma þýskir landnemar. SS-mönnum var lofað landi þar. Hitler átti ekki síst við Úkraínu þegar hann æpti og heimtaði "lebensraum". Úkraínumenn voru óæðra fólk í augum nasistanna, slavar, og þeir komu fram við þá af grimmd og fyrirlitningu. Stríðið hefði kannski getað farið öðruvísi ef svo hefði ekki verið. Hámarki náði grimmdaræðið í fjöldamorðunum við Babi Jar, þar sem nasistar myrtu 100 þúsund gyðinga og husluðu þá í gjá nærri Kiev. Tölurnar eru ekki mjög áreiðanlegar en talið er að ekki færri en 7 milljónir Úkraínumanna hafi farist undir Sovétstjórninni, verið sveltir í hel, myrtir eða fluttir burt. 5 milljónir eru sagðar hafa látið lífið í seinni heimstyrjöldinni, en um það bil 1 milljón úkraínskra gyðinga missti lífið af völdum nasista. Síðan er Tsjérnóbýl sjálfsagt það sem Úkraína er frægust fyrir - líklega þekkja fleiri þann dapra stað en nafn sjálfrar höfuðborgarinnar, Kiev. 26. apríl 1986 sprakk kjarnaofn í Lenín-kjarnorkuverinu með þeim afleiðingum að mikil geislamengun varð á stóru svæði. Það er jafnvel talið að rekja megi krabbameinstilfelli í Norður-Svíþjóð til þessa slyss. Það varð líka til þess að grafa undan Sovétkerfinu og tiltrúnni á það - og stuðlaði þannig að sjálfstæði Úkraínu. Fimm árum síðar var Úkraína orðin sjálfstætt ríki. Það var að sönnu óvænt, gerðist eiginlega án þess að heimurinn tæki eftir því. Margir höfðu álitið að sjálfstæðisvitund þjóðarinnar væri gufuð upp. Að sumu leyti var þetta aðdáunarverður viðskilnaður. Það voru engar blóðsúthellingar - enginn dó. Einn daginn voru Úkraínumenn á bak og burt með fimmtung íbúa Sovétveldisins. Auðvitað var þetta mjög í anda flauels- og blómabyltinganna sem gengu yfir Austur-Evrópu frá 1989 til 1991. Þótt ýmiss konar þjóðernistogstreita kraumaði undir tókst merkilega vel að leysa ágreiningsefni. Eftir nokkrar deilur tókst til dæmis að skipta flotanum á Svartahafi milli Rússlands og Úkraínu. Og svo voru það náttúrlega kjarnorkuvopnin. Úkraínumenn erfðu um 5000 kjarnavopn við endalok Sovétríkjanna. Með slíku vopnabúri hefðu þeir getað orðið nokkuð álitlegt kjarnorkuveldi. Nágrönnum hefði stafað ógn af þeim. En af hyggjuviti ákvað stjórnin í Úkraínu að afhenda Rússum kjarnavopnin. Þetta var talið til fyrirmyndar. Þó er raunar orðrómur um að eitthvað af kjarnavopnum hafi orðið eftir eða að þau séu vantalin. Nú er Úkraína á allra vörum. Það vissi enginn að það ætti að fara að kjósa í landinu - nú eru þessar kosningar umtalsefni allrar heimsbyggðarinnar. Svindlið virðist hafa verið dæmalaust. Ríkisfjölmiðlum var beitt miskunnarlaust gegn frambjóðanda stjórnarandstöðunnar, Viktori Jústénkó. Hann var útmálaður sem stjórnleysingi og jafnvel nasisti. Útsendingar óháðra sjónvarpsstöðva voru truflaðar. Fundum hjá Jústénkó var hleypt upp af bullum sem sagðar eru vera á mála hjá öryggislögreglunni. Námuverkamenn, sem stjórnvöld kaupa til liðs við sig, fengu nokkurs konar farandkjörbréf og fóru víða og kusu aftur og aftur. Þrátt fyrir svikin voru úrslitin ekki einu sinni ótvíræð. Útgönguspár, sem verða að teljast nokkuð áreiðanlegar, bentu til góðs sigurs Jústénkós. En þegar úrslitin voru birt kom á daginn að stjórnarframbjóðandinn, Viktor Janúkovits forsætisráðherra, hafði sigrað naumlega. Enginn sendi heillaóskaskeyti nema Pútín frá Moskvu. Í grein á Deiglunni talar Pawel Bartozsek, skarpgáfaður Pólverji sem er búsetturá Íslandi, um hina mafíu- og rússlandsstuddu valdastétt í Úkraínu. Víst er að spilling þar ríður ekki við einteyming. Lýðræðinu hefur miðað afturávið. Iðnaður, viðskipti, stjórnkerfi og lögregla er í höndum fámennrar og sjálfselskrar valdaklíku sem hikar ekki við að beita svikum og jafnvel morðum til að verja hagsmuni sína. Lykilmaðurinn er Leoníd Kútsma, fráfarandi forseti - sá sem íslenski forsætisráðherrann fór að heimsækja. Það þykir næstum sannað að hann fyrirskipaði ránið og morðið á blaðamanninum Georgi Gongadze sem hafði gagnrýnt hann á internetinu. Lík Gongadze fannst höfuðlaust og hroðalega leikið í skurði í útjaðri Kiev. Af segulbandsupptökum sem einn af lífvörðum Kútsmas gerði og láku út má ráða að hann sé óvenju orðljótur, vænisjúkur og fullur af gyðingahatri. Ýmis konar togstreita birtist í mótmælunum sem hafa staðið í Úkraínu síðustu daga. Þarna takast á austur og vestur, eins og margoft hefur komið fram í fréttum. Þeir sem vilja fylgja Rússlandi og þeir sem horfa vestur til Evrópu. Um 20 prósent íbúa Úkraínu eru Rússar. Tengsl milli ríkjanna eru gömul og náin - rússneska er víða töluð, enda var hún lengi opinbert mál. Pútín lagði líka mikið undir í kosningunum; hann fór í tvær kosningaferðir til að styðja Janúkovits. Rússar eru æfir vegna mótmælanna. Margir þykjast sjá merki um að heimsveldisdraumar Rússa séu að ganga í endurnýjun, þykir jafnvel ástæða til að reyna að kæfa þá aftur. Bandaríkjamenn eru líka á vettvangi - í grein í The Guardian á föstudag var fullyrt að bandarískt fé sé þarna að baki og jafnvel bein bandarísk íhlutun. Með svipuðum hætti, vel skipulögðum og hönnuðum herferðum, borgaralegri óhlýðni og friðsömum mótmælum sem náðu augum heimspressunnar tókst að hrekja frá völdum Milosevic í Serbíu og Shevardnadze í Georgíu. Í báðum ríkjunum beittu Bandaríkjamenn sér með stjórnarandstæðingum, bandarísk sendiráð í löndunum voru beinlínis viðriðin. Mikil umsvif Bandaríkjamanna í Georgíu fara mjög í taugarnar á stjórninni í Moskvu. Hið sama var svo reynt til að fella Alexander Lúkasjenko forseta í Hvíta-Rússlandi, en það mistókst. Lúkasjenko fagnaði og sagði að það yrði "enginn Kostunica í Minsk". Málið er þó flóknara en svo að þetta sé bara togstreita milli vestrænna hátta og rússneskra. Í vesturhéruðum Úkraínu ríkir víða býsna fornleg þjóðernisstefna sem á rætur sínar að rekja til 19. aldar. Þar eru menn upp til hópa kaþólskir, ekki rétttrúaðir eins og Stór-Rússar, og þeim sem aðhyllast hina úkraínsku þjóðernisstefnu er meinilla við Rússland. Án þess vel að merkja að þeir séu sérlega hallir undir Evrópu eða vestræna siði. Einnig spilar inn í rígur milli landshluta og borga: Höfuðborgarinnar Kiev þar sem hafa risið nútímalegir skýjakljúfar síðustu árin, hafnarborgarinnar frægu Odessa þar sem stór hluti íbúanna er Rússar, hinnar fornu borgar Lviv þar sem skuggar myrtra gyðinga grúfa ennþá yfir, sumarborgarinnar Jalta þar sem mafían ræður ríkjum og iðnaðarborgarinnar Donetsk en þar sleikja beiskjufullir kolanámumenn sárin - undir kommúnismanum höfðu þeir hærri þjóðfélagsstöðu en læknar og lögfræðingar. Evrópusambandið er mjög tvístígandi. Úkraína á landamæri að nýjum ESB-löndum, Ungverjalandi og Póllandi. Það hafa jafnvel verið uppi hugmyndir um að Úkraína fái inngöngu, en mörgum innan ESB finnst það uggvænlegt. Ekki síst ef Tyrkland er líka á listanum með allar sínar milljónir íbúa. Ráðamenn í Evrópu hafa hafa lýst því yfir að kosningarnar hafi verið svindl, en þeir óttast að styggja Rússlandsstjórn sem er æf vegna uppreisnarinnar. Segir að þeir eigi ekki að skipta sér af sem ekki kemur málið við - les Bandaríkin og Evrópusambandið. Í Úkraínu eru atburðirnir kallaðir "kastaníubyltingin" - eftir kastaníutrjánum sem prýða götur Kiev. Þegar þetta er skrifað sitja mótmælendur um opinberar byggingar í Kiev. Stórmenni á borð við Adamkus forseta Litháens, Kwasniewski forseta Póllands, Lech Walesa og Javier Solana er komið til Kiev til að miðla málum. Úkraínumenn eru ekki vanir að vera í fréttunum, en það hefur aldeilis breyst. Næstu daga kemur svo í ljós hvort þetta leysist með aðferðum blóma- og flauelsbyltinga eða hvort lögreglan fer að berja mótmælendur eða jafnvel skjóta á þá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blaðagreinar Silfur Egils Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun
Birtist í DV 27. nóvember 2004 Í skáldsögu Þráins Bertelssonar, Dauðans óvissi tími, segir frá íslenskum forsætisráðherra, Jökli Péturssyni, sem fer í heimsókn til Úkraínu - á stað sem enginn annar vestrænn valdamaður vill sækja heim. Segir í bókinni að þetta gerist um líkt leyti og blaðamaður finnst dauður úti í skógi þar eystra. Jökull er nokkuð auðþekkjanlegur líkt og aðrar persónur í bók Þráins - dauði blaðamaðurinn er líka sóttur í raunveruleikann. Úkraína er skrítinn staður. Þetta er land sem var ekki til þegar maður var að alast upp. Til skamms tíma voru menn svo illa upplýstir um það að þeir sögðu oftar en ekki "Úkranía" í sjónvarpinu. Þetta er stærsta óþekkta landið í Evrópu. Íbúarnir eru fimmtíu milljónir, fleiri en á Spáni. Það er hvorki meira né minna en 600 þúsund ferkílómetrar, stærra en Frakkland. Saga Úkraínu á 20. öld er allhrikaleg. Landið varð hvað eftir annað fyrir ásókn og ofbeldi voldugra nágranna. Mörg skelfilegustu grimmdarverk aldarinnar voru framin í Úkraínu. Þar vou miklir vígvellir í fyrri heimstyrjöldinni og á eftir blossaði upp borgarastríð þar sem þjóðernissinnar, bolsévíkar og hvítliðar bárust á banaspjótum. Eftir stríðið varð Úkraína hluti af Sovétríkjunum. Það hófust skelfilegir gjörningar - mestanpart af mannavöldum. Bolsévíkar notuðu hungur sem pólitískt vopn - ætlunin var að svelta íbúana til hlýðni. Stalín vantreysti Úkraínu, sendi þangað grimmustu skósveina sína; hungursneyðina 1932 til 1933 má í raun kalla þjóðarmorð. Nokkrum árum síðar fóru þýsku nasistarnir þarna yfir og töldu jafnvel að Úkraínumenn myndu snúast á sitt band eftir reynsluna af Sovétstjórninni. En fögnuðurinn varð skammvinnur. Hugmynd Hitlers var að Úkraína yrði kornforðabúr þýska ríkisins - þangað áttu að streyma þýskir landnemar. SS-mönnum var lofað landi þar. Hitler átti ekki síst við Úkraínu þegar hann æpti og heimtaði "lebensraum". Úkraínumenn voru óæðra fólk í augum nasistanna, slavar, og þeir komu fram við þá af grimmd og fyrirlitningu. Stríðið hefði kannski getað farið öðruvísi ef svo hefði ekki verið. Hámarki náði grimmdaræðið í fjöldamorðunum við Babi Jar, þar sem nasistar myrtu 100 þúsund gyðinga og husluðu þá í gjá nærri Kiev. Tölurnar eru ekki mjög áreiðanlegar en talið er að ekki færri en 7 milljónir Úkraínumanna hafi farist undir Sovétstjórninni, verið sveltir í hel, myrtir eða fluttir burt. 5 milljónir eru sagðar hafa látið lífið í seinni heimstyrjöldinni, en um það bil 1 milljón úkraínskra gyðinga missti lífið af völdum nasista. Síðan er Tsjérnóbýl sjálfsagt það sem Úkraína er frægust fyrir - líklega þekkja fleiri þann dapra stað en nafn sjálfrar höfuðborgarinnar, Kiev. 26. apríl 1986 sprakk kjarnaofn í Lenín-kjarnorkuverinu með þeim afleiðingum að mikil geislamengun varð á stóru svæði. Það er jafnvel talið að rekja megi krabbameinstilfelli í Norður-Svíþjóð til þessa slyss. Það varð líka til þess að grafa undan Sovétkerfinu og tiltrúnni á það - og stuðlaði þannig að sjálfstæði Úkraínu. Fimm árum síðar var Úkraína orðin sjálfstætt ríki. Það var að sönnu óvænt, gerðist eiginlega án þess að heimurinn tæki eftir því. Margir höfðu álitið að sjálfstæðisvitund þjóðarinnar væri gufuð upp. Að sumu leyti var þetta aðdáunarverður viðskilnaður. Það voru engar blóðsúthellingar - enginn dó. Einn daginn voru Úkraínumenn á bak og burt með fimmtung íbúa Sovétveldisins. Auðvitað var þetta mjög í anda flauels- og blómabyltinganna sem gengu yfir Austur-Evrópu frá 1989 til 1991. Þótt ýmiss konar þjóðernistogstreita kraumaði undir tókst merkilega vel að leysa ágreiningsefni. Eftir nokkrar deilur tókst til dæmis að skipta flotanum á Svartahafi milli Rússlands og Úkraínu. Og svo voru það náttúrlega kjarnorkuvopnin. Úkraínumenn erfðu um 5000 kjarnavopn við endalok Sovétríkjanna. Með slíku vopnabúri hefðu þeir getað orðið nokkuð álitlegt kjarnorkuveldi. Nágrönnum hefði stafað ógn af þeim. En af hyggjuviti ákvað stjórnin í Úkraínu að afhenda Rússum kjarnavopnin. Þetta var talið til fyrirmyndar. Þó er raunar orðrómur um að eitthvað af kjarnavopnum hafi orðið eftir eða að þau séu vantalin. Nú er Úkraína á allra vörum. Það vissi enginn að það ætti að fara að kjósa í landinu - nú eru þessar kosningar umtalsefni allrar heimsbyggðarinnar. Svindlið virðist hafa verið dæmalaust. Ríkisfjölmiðlum var beitt miskunnarlaust gegn frambjóðanda stjórnarandstöðunnar, Viktori Jústénkó. Hann var útmálaður sem stjórnleysingi og jafnvel nasisti. Útsendingar óháðra sjónvarpsstöðva voru truflaðar. Fundum hjá Jústénkó var hleypt upp af bullum sem sagðar eru vera á mála hjá öryggislögreglunni. Námuverkamenn, sem stjórnvöld kaupa til liðs við sig, fengu nokkurs konar farandkjörbréf og fóru víða og kusu aftur og aftur. Þrátt fyrir svikin voru úrslitin ekki einu sinni ótvíræð. Útgönguspár, sem verða að teljast nokkuð áreiðanlegar, bentu til góðs sigurs Jústénkós. En þegar úrslitin voru birt kom á daginn að stjórnarframbjóðandinn, Viktor Janúkovits forsætisráðherra, hafði sigrað naumlega. Enginn sendi heillaóskaskeyti nema Pútín frá Moskvu. Í grein á Deiglunni talar Pawel Bartozsek, skarpgáfaður Pólverji sem er búsetturá Íslandi, um hina mafíu- og rússlandsstuddu valdastétt í Úkraínu. Víst er að spilling þar ríður ekki við einteyming. Lýðræðinu hefur miðað afturávið. Iðnaður, viðskipti, stjórnkerfi og lögregla er í höndum fámennrar og sjálfselskrar valdaklíku sem hikar ekki við að beita svikum og jafnvel morðum til að verja hagsmuni sína. Lykilmaðurinn er Leoníd Kútsma, fráfarandi forseti - sá sem íslenski forsætisráðherrann fór að heimsækja. Það þykir næstum sannað að hann fyrirskipaði ránið og morðið á blaðamanninum Georgi Gongadze sem hafði gagnrýnt hann á internetinu. Lík Gongadze fannst höfuðlaust og hroðalega leikið í skurði í útjaðri Kiev. Af segulbandsupptökum sem einn af lífvörðum Kútsmas gerði og láku út má ráða að hann sé óvenju orðljótur, vænisjúkur og fullur af gyðingahatri. Ýmis konar togstreita birtist í mótmælunum sem hafa staðið í Úkraínu síðustu daga. Þarna takast á austur og vestur, eins og margoft hefur komið fram í fréttum. Þeir sem vilja fylgja Rússlandi og þeir sem horfa vestur til Evrópu. Um 20 prósent íbúa Úkraínu eru Rússar. Tengsl milli ríkjanna eru gömul og náin - rússneska er víða töluð, enda var hún lengi opinbert mál. Pútín lagði líka mikið undir í kosningunum; hann fór í tvær kosningaferðir til að styðja Janúkovits. Rússar eru æfir vegna mótmælanna. Margir þykjast sjá merki um að heimsveldisdraumar Rússa séu að ganga í endurnýjun, þykir jafnvel ástæða til að reyna að kæfa þá aftur. Bandaríkjamenn eru líka á vettvangi - í grein í The Guardian á föstudag var fullyrt að bandarískt fé sé þarna að baki og jafnvel bein bandarísk íhlutun. Með svipuðum hætti, vel skipulögðum og hönnuðum herferðum, borgaralegri óhlýðni og friðsömum mótmælum sem náðu augum heimspressunnar tókst að hrekja frá völdum Milosevic í Serbíu og Shevardnadze í Georgíu. Í báðum ríkjunum beittu Bandaríkjamenn sér með stjórnarandstæðingum, bandarísk sendiráð í löndunum voru beinlínis viðriðin. Mikil umsvif Bandaríkjamanna í Georgíu fara mjög í taugarnar á stjórninni í Moskvu. Hið sama var svo reynt til að fella Alexander Lúkasjenko forseta í Hvíta-Rússlandi, en það mistókst. Lúkasjenko fagnaði og sagði að það yrði "enginn Kostunica í Minsk". Málið er þó flóknara en svo að þetta sé bara togstreita milli vestrænna hátta og rússneskra. Í vesturhéruðum Úkraínu ríkir víða býsna fornleg þjóðernisstefna sem á rætur sínar að rekja til 19. aldar. Þar eru menn upp til hópa kaþólskir, ekki rétttrúaðir eins og Stór-Rússar, og þeim sem aðhyllast hina úkraínsku þjóðernisstefnu er meinilla við Rússland. Án þess vel að merkja að þeir séu sérlega hallir undir Evrópu eða vestræna siði. Einnig spilar inn í rígur milli landshluta og borga: Höfuðborgarinnar Kiev þar sem hafa risið nútímalegir skýjakljúfar síðustu árin, hafnarborgarinnar frægu Odessa þar sem stór hluti íbúanna er Rússar, hinnar fornu borgar Lviv þar sem skuggar myrtra gyðinga grúfa ennþá yfir, sumarborgarinnar Jalta þar sem mafían ræður ríkjum og iðnaðarborgarinnar Donetsk en þar sleikja beiskjufullir kolanámumenn sárin - undir kommúnismanum höfðu þeir hærri þjóðfélagsstöðu en læknar og lögfræðingar. Evrópusambandið er mjög tvístígandi. Úkraína á landamæri að nýjum ESB-löndum, Ungverjalandi og Póllandi. Það hafa jafnvel verið uppi hugmyndir um að Úkraína fái inngöngu, en mörgum innan ESB finnst það uggvænlegt. Ekki síst ef Tyrkland er líka á listanum með allar sínar milljónir íbúa. Ráðamenn í Evrópu hafa hafa lýst því yfir að kosningarnar hafi verið svindl, en þeir óttast að styggja Rússlandsstjórn sem er æf vegna uppreisnarinnar. Segir að þeir eigi ekki að skipta sér af sem ekki kemur málið við - les Bandaríkin og Evrópusambandið. Í Úkraínu eru atburðirnir kallaðir "kastaníubyltingin" - eftir kastaníutrjánum sem prýða götur Kiev. Þegar þetta er skrifað sitja mótmælendur um opinberar byggingar í Kiev. Stórmenni á borð við Adamkus forseta Litháens, Kwasniewski forseta Póllands, Lech Walesa og Javier Solana er komið til Kiev til að miðla málum. Úkraínumenn eru ekki vanir að vera í fréttunum, en það hefur aldeilis breyst. Næstu daga kemur svo í ljós hvort þetta leysist með aðferðum blóma- og flauelsbyltinga eða hvort lögreglan fer að berja mótmælendur eða jafnvel skjóta á þá.