Engill frá nunnum 1. desember 2004 00:01 "Uppáhaldsjólaskrautið mitt yfir höfuð er jólaseríur af öllum tegundum og gerðum," segir Alma Guðmundsdóttir Nylonstúlka. "Það er svo rosalega kósí birtan af þeim. Svo set ég alltaf upp í mínu herbergi nokkrar jólabrúður og jóladúk á sófaborðið." Alma býr hjá foreldrum sínum en hefur alltaf skreytt sitt herbergi sérstaklega og segist hafa eignað sér þessar brúður fyrir mörgum árum. "Þær hafa verið til frá því ég man eftir mér og eru uppáhaldsskrautið mitt. Svo er einn engill í miklu uppáhaldi en ég bý við hliðina á fyrrverandi klaustri og nunnurnar þar gáfu mér engil ein jólin, sem ég held mjög mikið upp á." Í desember er brjálað að gera hjá Ölmu því Nylonstelpurnar eru á þönum um allan bæ að árita plötur og bækur. "Þetta er mikil törn en ofsalega skemmtileg," segir Alma. "Ég er samt svo mikil jólastelpa að ég gef mér alveg tíma til að njóta aðventunnar. Við reynum að eiga stundir saman fjölskyldan, borðum saman um helgar og kveikjum á kertum. Svo á ég auðvitað afmæli 29. desember og reyni alltaf að gera eitthvað skemmtilegt þá. Það er kannski ekki grundvöllur fyrir neinum stórum veislum svona rétt fyrir gamlárskvöld en nú er stórafmæli," segir Alma, sem er að verða tvítug. "Í ár ætla ég að gera eitthvað rosalega frábært." Jól Mest lesið Gyðingakökur Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Jólakrapísdrykkur Jólin Jól, eftir Stefán frá Hvítadal Jól Innbökuð nautalund á hátíðarborðið Jólin Dóttirin hannaði merkimiðana Jól Jólabrauðterta með hamborgarhrygg Jólin Flottar borðskreytingar fyrir aðventuboðin Jólin Frá ljósanna hásal Jól Svona gerirðu graflax Jól
"Uppáhaldsjólaskrautið mitt yfir höfuð er jólaseríur af öllum tegundum og gerðum," segir Alma Guðmundsdóttir Nylonstúlka. "Það er svo rosalega kósí birtan af þeim. Svo set ég alltaf upp í mínu herbergi nokkrar jólabrúður og jóladúk á sófaborðið." Alma býr hjá foreldrum sínum en hefur alltaf skreytt sitt herbergi sérstaklega og segist hafa eignað sér þessar brúður fyrir mörgum árum. "Þær hafa verið til frá því ég man eftir mér og eru uppáhaldsskrautið mitt. Svo er einn engill í miklu uppáhaldi en ég bý við hliðina á fyrrverandi klaustri og nunnurnar þar gáfu mér engil ein jólin, sem ég held mjög mikið upp á." Í desember er brjálað að gera hjá Ölmu því Nylonstelpurnar eru á þönum um allan bæ að árita plötur og bækur. "Þetta er mikil törn en ofsalega skemmtileg," segir Alma. "Ég er samt svo mikil jólastelpa að ég gef mér alveg tíma til að njóta aðventunnar. Við reynum að eiga stundir saman fjölskyldan, borðum saman um helgar og kveikjum á kertum. Svo á ég auðvitað afmæli 29. desember og reyni alltaf að gera eitthvað skemmtilegt þá. Það er kannski ekki grundvöllur fyrir neinum stórum veislum svona rétt fyrir gamlárskvöld en nú er stórafmæli," segir Alma, sem er að verða tvítug. "Í ár ætla ég að gera eitthvað rosalega frábært."
Jól Mest lesið Gyðingakökur Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Jólakrapísdrykkur Jólin Jól, eftir Stefán frá Hvítadal Jól Innbökuð nautalund á hátíðarborðið Jólin Dóttirin hannaði merkimiðana Jól Jólabrauðterta með hamborgarhrygg Jólin Flottar borðskreytingar fyrir aðventuboðin Jólin Frá ljósanna hásal Jól Svona gerirðu graflax Jól