Falið vald í Silfrinu 3. desember 2004 00:01 Jóhannes Björn, höfundur bókanna Falið vald og Falið vald eiturlyfjakolkrabbans, verður gestur í Silfri Egils á sunnudag. Bókin Falið vald vakti geysilega athygli þegar hún kom út rétt fyrir 1980, heil kynslóð reif hana í sig og hún hafði mikil áhrif á pólitíska vitund margra. Jóhannes Björn er maður sem er vanur að horfa á stóru línurnar í pólitíkinni og í þættinum verður meðal annars rætt við hann um hnattvæðingu viðskiptalífsins, stöðu hagkerfisins í Bandaríkjunum, olíumarkaðinn, lyfjarisa og fall dollarans. Þátturinn er ekki fullmannaður enn, en meðal annarra gesta sem eru komnir á blað eru Agnes Bragadóttir blaðamaður, Guðmundur Ólafsson hagfræðingur og Sigurður G. Tómasson útvarpsmaður. Silfur Egils er í beinni útsendingu á Stöð 2 klukkan 12 á sunnudögum. Þátturinn er í opinni dagskrá. Hann er svo endurtekinn stuttu fyrir miðnætti um kvöldið, en einnig er hægt að skoða hann hér á veftívíinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Jóhannes Björn, höfundur bókanna Falið vald og Falið vald eiturlyfjakolkrabbans, verður gestur í Silfri Egils á sunnudag. Bókin Falið vald vakti geysilega athygli þegar hún kom út rétt fyrir 1980, heil kynslóð reif hana í sig og hún hafði mikil áhrif á pólitíska vitund margra. Jóhannes Björn er maður sem er vanur að horfa á stóru línurnar í pólitíkinni og í þættinum verður meðal annars rætt við hann um hnattvæðingu viðskiptalífsins, stöðu hagkerfisins í Bandaríkjunum, olíumarkaðinn, lyfjarisa og fall dollarans. Þátturinn er ekki fullmannaður enn, en meðal annarra gesta sem eru komnir á blað eru Agnes Bragadóttir blaðamaður, Guðmundur Ólafsson hagfræðingur og Sigurður G. Tómasson útvarpsmaður. Silfur Egils er í beinni útsendingu á Stöð 2 klukkan 12 á sunnudögum. Þátturinn er í opinni dagskrá. Hann er svo endurtekinn stuttu fyrir miðnætti um kvöldið, en einnig er hægt að skoða hann hér á veftívíinu.