Sósan góða og rjúpan 3. desember 2004 00:01 Þó að ekki megi veiða rjúpu eru þær fluttar inn fyrir þá sem ekki getað hugsað sér annan jólamat. Ingi Þór Jónsson, veitingamaður á Rauða Húsinu við Eyrarbakka, dró fram úr ermi sinni fyrir Fréttablaðið þennan forláta rjúpnarétt og segir uppskriftina fylgja gömlum og gildum hefðum. „Ég kalla þennan rétt sósuna góðu og rjúpuna. Þessi réttur ber keim af matreiðslu móður minnar í bland við minningar af mínum fyrstu árum í kokkastandinu. Rétturinn er skotheldur á jólaborðið, en rjúpan er alveg bráðnauðsynleg yfir hátíðirnar eða í kringum þær." Sér er hver siðurinn á hverju heimili og segir Ingi kúnstarinnar reglur í kringum rjúpnastandið. „En rjúpuna ætti hver að elda með sínu nefi. Hverri fjölskyldu fylgir ákveðin sérviska og auðvitað verður fólk að fá að halda í sínar séríslensku hefðir."Sósan góða og rjúpan Sósan í þessari uppskrift hentar vel með rjúpu og einnig með annarri villibráð. Bringurnar eru úrbeinaðar (3-4 bringur á mann). Restin er höggvin í bita sem brúnaðir eru í potti með ólífuolíu, grófskornum lauk, gulrótum og seljurót er bætt í pottinn ásamt svörtum piparkornum, einiberjum, lárviðarlaufi, steinseljustilkum, smá estragoni og timian. Vatni bætt í pottinn og látið malla í 1,5 til 2 tíma. Soðið er sigtað vel og bakað upp með smjörbollu, bragðbætt með kjúklingakrafti og salti, gráðaosti, rifsberjahlaupi, púrtvíni og rjóma. Soðið sjálft er gott að gera daginn áður. Bringurnar eru snyrtar og kryddaðar með salti og pipar, velt upp úr blöndu af hveiti og heilhveiti og forsteiktar á pönnu í ólífuolíu og smjöri á hvorri hlið í 3-5 mínútur. Því næst settar í eldfast mót og þeim stungið inn í 200° heitan ofn rétt áður en borðað er eða í 4-5 mínútur. Gott er að setja smá sósu yfir bringurnar þegar þær koma úr ofninum og einnig má hafa meðlæti með í eldfasta fatinu. Meðlæti sem hentar með þessu er t.d: Rösti kartöflur; (rifnar kartöflur, steiktar á pönnu eins og klattar í ólífuolíu, salt og pipar). Eplasalat; sýrður rjómi, majones, þeyttur rjómi, vanillusykur, græn epli. Sultaður rauðlaukur; Sneiddur rauðlaukur látinn malla í olíu á vægum hita í langan tíma, smá hunangi og vatni bætt annað slagið í pottinn, smá timian. Einnig er alltaf gott að hafa ferskt salat með. Rjúpa Sósur Uppskriftir Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist
Þó að ekki megi veiða rjúpu eru þær fluttar inn fyrir þá sem ekki getað hugsað sér annan jólamat. Ingi Þór Jónsson, veitingamaður á Rauða Húsinu við Eyrarbakka, dró fram úr ermi sinni fyrir Fréttablaðið þennan forláta rjúpnarétt og segir uppskriftina fylgja gömlum og gildum hefðum. „Ég kalla þennan rétt sósuna góðu og rjúpuna. Þessi réttur ber keim af matreiðslu móður minnar í bland við minningar af mínum fyrstu árum í kokkastandinu. Rétturinn er skotheldur á jólaborðið, en rjúpan er alveg bráðnauðsynleg yfir hátíðirnar eða í kringum þær." Sér er hver siðurinn á hverju heimili og segir Ingi kúnstarinnar reglur í kringum rjúpnastandið. „En rjúpuna ætti hver að elda með sínu nefi. Hverri fjölskyldu fylgir ákveðin sérviska og auðvitað verður fólk að fá að halda í sínar séríslensku hefðir."Sósan góða og rjúpan Sósan í þessari uppskrift hentar vel með rjúpu og einnig með annarri villibráð. Bringurnar eru úrbeinaðar (3-4 bringur á mann). Restin er höggvin í bita sem brúnaðir eru í potti með ólífuolíu, grófskornum lauk, gulrótum og seljurót er bætt í pottinn ásamt svörtum piparkornum, einiberjum, lárviðarlaufi, steinseljustilkum, smá estragoni og timian. Vatni bætt í pottinn og látið malla í 1,5 til 2 tíma. Soðið er sigtað vel og bakað upp með smjörbollu, bragðbætt með kjúklingakrafti og salti, gráðaosti, rifsberjahlaupi, púrtvíni og rjóma. Soðið sjálft er gott að gera daginn áður. Bringurnar eru snyrtar og kryddaðar með salti og pipar, velt upp úr blöndu af hveiti og heilhveiti og forsteiktar á pönnu í ólífuolíu og smjöri á hvorri hlið í 3-5 mínútur. Því næst settar í eldfast mót og þeim stungið inn í 200° heitan ofn rétt áður en borðað er eða í 4-5 mínútur. Gott er að setja smá sósu yfir bringurnar þegar þær koma úr ofninum og einnig má hafa meðlæti með í eldfasta fatinu. Meðlæti sem hentar með þessu er t.d: Rösti kartöflur; (rifnar kartöflur, steiktar á pönnu eins og klattar í ólífuolíu, salt og pipar). Eplasalat; sýrður rjómi, majones, þeyttur rjómi, vanillusykur, græn epli. Sultaður rauðlaukur; Sneiddur rauðlaukur látinn malla í olíu á vægum hita í langan tíma, smá hunangi og vatni bætt annað slagið í pottinn, smá timian. Einnig er alltaf gott að hafa ferskt salat með.
Rjúpa Sósur Uppskriftir Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist