Skrifaðu þá bók um gamla manninn 5. desember 2004 00:01 Í sjónvarpsmynd í tveimur hlutum sem Þráinn Bertelsson gerði um Snorra Sturluson í kringum 1980 er sígilt atriði. Snorri og Hallveig kona hans liggja í rúminu heima í Reykholti. Snorri, sem er leikinn af góðlegum skólastjóra að norðan, er að lesa bók. Snorri: "Hann var merkiskarl, hann Egill Skallagrímsson." Hallveig: "Já, heyrðu, af hverju skrifar þú ekki bara bók um gamla manninn?" Svo eru menn að halda málþing og rita bækur til að leita að hyldjúpum skýringum á tilurð Egissögu. Myndin er því miður öllum gleymd. Mér sýnist til dæmis að hún sé hvergi nefnd á netinu. --- --- --- Bob Dylan er í sjónvarpsviðtali. Þegar ég var í blaðamannsskóla í París vorum við nemendurnir stundum að tala um bestu viðtalsefni í heimi, þetta var árið 1986. Nelson Mandela var gjarnan nefndur - hann var þá enn í fangelsi. Alexander Dubcek var annar, leiðtogi Tékkó sem var settur af 1968. Þá hafði hann verið horfinn sjónum í tvo áratugi. Dúkkaði svo upp aftur í flauelsbyltingunni 1989, en lést nokkru síðar í dularfullu bílslysi. Ég man ekki hverjir fleiri voru nefndir. Dylan er auðvitað eitt flottasta viðtalsefni sem um getur, þjóðsagnakennd persóna, var um sig, mátulega dularfullur. Leiðinlegt samt að hann skuli vera að tala við þetta lið í 60 Minutes. Vaninn þar sýnist mér vera að fréttamennirnir tali og viðmælendurnir fái við og við að jánka. Fréttamennirnir eru aðal, viðmælendurnir auka. Á því sem ég hef lesið um viðtalið sýnist mér að Dylan sé svosem ekki að segja margt nýtt. Að hann sé ekki spámaður - það þurfti hann strax að tilkynna 1965. Að fólk hafi lesið of mikið í textana hans - það hefur maður margoft heyrt frá honum. Kannski er ekki heldur hans að dæma um það? Ég hef áður sagt frá því í grein þegar ég kynnti Dylan á tónleikum í Reykjavík 1990. Það var bent á mig þar sem ég stóð álengdar baksviðs í Laugardalshöll, mér réttur miði og sagt að fara á svið til að kynna goðið: "Ladies and Gentlemen, please give a warm welcome to a Columbia recording artist, Mr. Bob Dylan." Um daginn hitti ég mann í bænum sem sagðist eiga þetta á diski. Það er bootleggur sem var tekinn upp á tónleikum Dylans þetta júníkvöld 1990. Telst varla neitt sérlega góður konsert, örugglega ekki einn af hápunktunum í ferli meistarans. En ég þarf endilega að fá þetta lánað. Hlusta aðeins á þetta agnarlitla framlag til rokksögunnar. --- --- --- Það hafa verið óskráð lög í tímaritabransanum að karlar séu ekki settir á forsíðu Mannlífs. Þangað komast þeir ekki nema þeir eigi sætar konur sem eru á myndinni með þeim. Þarna er semsagt einn af stöðunum þar sem hallar á karla í fjölmiðlum. Ástæðan er sögð vera sú að helstu kaupendur Mannlífs séu konur og þær vilji helst lesa um aðrar konur. Einu sinni var tekið stórt viðtal við mig í Mannlífi. Þá voru Andrea Róberts og Frikki Weishappel á forsíðunni. Ég segi ekki að ég hafi verið móðgaður. Annars er eins og við manninn mælt að ef hjón birtast saman í Mannlífi, þá líður ekki á löngu áður en þau skilja. Hættan er sérstaklega mikil ef þau tala mikið um gagnkvæma ást. Fara hjón kannski í tímaritaviðtöl í þerapískum tilgangi? Sannfæra sjálf sig og aðra um kenndir sem eru að kulna út? Sigurður G. Guðjónsson er fyrsti karlinn sem ég man eftir að hafi verið á forsíðu Mannlífs í langan tíma. Sigurði var sagt upp á Stöð 2 fyrir einum og hálfum mánuði, hann er enn að segja frá þessari reynslu sinni í fjölmiðlum. Var líka hjá Gísla Marteini um helgina. Fólkið á Stöð 2 fylgist allavega með af athygli - það elskar Sigga. Ég veit ekki með hina. --- --- ---- Það er alltaf dálítið hallærislegt þegar menn reyna að setja upp kaffihúsastemmingu í upptökustúdíói í sjónvarpi, sérstaklega ef hún á að minna á París. Ég kveikti á sjónvarpinu í kvöld og hélt að væri verið að endursýna gamlan skemmtiþátt, en þá var verið að kunngjöra tilnefningar vegna bókmenntaverðlaunanna. Ég horfði með öðru auganu. Allt var þetta mjög hefðbundið. Stundum hef ég á tilfinningunni að fólk sem er í svona verðlaunanefndum sé ekkert sérlega mikið fyrir bækur - eða kannski er þetta bara svona útvatnað vegna málamiðlananna sem þarf að gera til að allir geti verið sammála í nefndunum. Til að gera öllum til hæfis. Þarna er sittlítið af hverju - náttúrulífsbók eins og venjulega, ljósmyndabók, svo hefur vantað eitthvað eftir konu og þá er valin bókin um Ólöfu eskimóa. Hún rís á engan hátt undir tilnefningunni, en það skiptir svosem ekki máli - það er löngu vitað að bókin hans Halldórs Guðmundssonar um Laxness vinnur. Yfir í fagurbókmenntirnar. Hvað er bak við valið þar? Tvær skáldsögur, ein spennubók, ljóðabók og barnabók. Mest kemur á óvart að Bítlaávarpið eftir Einar Má skuli vera valið - bókin hefur fengið hroðalega dóma. Hún er örugglega með lökustu verkum höfundarins. Og allt í einu er farið að snobba voða mikið fyrir spennusögum - spaugilegt að sjá hvað allir voru sammála að fagna því að Arnaldur skyldi fá tilnefningu. Ég er líka helst á því að hann vinni þetta - mönnum finnst vera kominn "tími til"... Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun
Í sjónvarpsmynd í tveimur hlutum sem Þráinn Bertelsson gerði um Snorra Sturluson í kringum 1980 er sígilt atriði. Snorri og Hallveig kona hans liggja í rúminu heima í Reykholti. Snorri, sem er leikinn af góðlegum skólastjóra að norðan, er að lesa bók. Snorri: "Hann var merkiskarl, hann Egill Skallagrímsson." Hallveig: "Já, heyrðu, af hverju skrifar þú ekki bara bók um gamla manninn?" Svo eru menn að halda málþing og rita bækur til að leita að hyldjúpum skýringum á tilurð Egissögu. Myndin er því miður öllum gleymd. Mér sýnist til dæmis að hún sé hvergi nefnd á netinu. --- --- --- Bob Dylan er í sjónvarpsviðtali. Þegar ég var í blaðamannsskóla í París vorum við nemendurnir stundum að tala um bestu viðtalsefni í heimi, þetta var árið 1986. Nelson Mandela var gjarnan nefndur - hann var þá enn í fangelsi. Alexander Dubcek var annar, leiðtogi Tékkó sem var settur af 1968. Þá hafði hann verið horfinn sjónum í tvo áratugi. Dúkkaði svo upp aftur í flauelsbyltingunni 1989, en lést nokkru síðar í dularfullu bílslysi. Ég man ekki hverjir fleiri voru nefndir. Dylan er auðvitað eitt flottasta viðtalsefni sem um getur, þjóðsagnakennd persóna, var um sig, mátulega dularfullur. Leiðinlegt samt að hann skuli vera að tala við þetta lið í 60 Minutes. Vaninn þar sýnist mér vera að fréttamennirnir tali og viðmælendurnir fái við og við að jánka. Fréttamennirnir eru aðal, viðmælendurnir auka. Á því sem ég hef lesið um viðtalið sýnist mér að Dylan sé svosem ekki að segja margt nýtt. Að hann sé ekki spámaður - það þurfti hann strax að tilkynna 1965. Að fólk hafi lesið of mikið í textana hans - það hefur maður margoft heyrt frá honum. Kannski er ekki heldur hans að dæma um það? Ég hef áður sagt frá því í grein þegar ég kynnti Dylan á tónleikum í Reykjavík 1990. Það var bent á mig þar sem ég stóð álengdar baksviðs í Laugardalshöll, mér réttur miði og sagt að fara á svið til að kynna goðið: "Ladies and Gentlemen, please give a warm welcome to a Columbia recording artist, Mr. Bob Dylan." Um daginn hitti ég mann í bænum sem sagðist eiga þetta á diski. Það er bootleggur sem var tekinn upp á tónleikum Dylans þetta júníkvöld 1990. Telst varla neitt sérlega góður konsert, örugglega ekki einn af hápunktunum í ferli meistarans. En ég þarf endilega að fá þetta lánað. Hlusta aðeins á þetta agnarlitla framlag til rokksögunnar. --- --- --- Það hafa verið óskráð lög í tímaritabransanum að karlar séu ekki settir á forsíðu Mannlífs. Þangað komast þeir ekki nema þeir eigi sætar konur sem eru á myndinni með þeim. Þarna er semsagt einn af stöðunum þar sem hallar á karla í fjölmiðlum. Ástæðan er sögð vera sú að helstu kaupendur Mannlífs séu konur og þær vilji helst lesa um aðrar konur. Einu sinni var tekið stórt viðtal við mig í Mannlífi. Þá voru Andrea Róberts og Frikki Weishappel á forsíðunni. Ég segi ekki að ég hafi verið móðgaður. Annars er eins og við manninn mælt að ef hjón birtast saman í Mannlífi, þá líður ekki á löngu áður en þau skilja. Hættan er sérstaklega mikil ef þau tala mikið um gagnkvæma ást. Fara hjón kannski í tímaritaviðtöl í þerapískum tilgangi? Sannfæra sjálf sig og aðra um kenndir sem eru að kulna út? Sigurður G. Guðjónsson er fyrsti karlinn sem ég man eftir að hafi verið á forsíðu Mannlífs í langan tíma. Sigurði var sagt upp á Stöð 2 fyrir einum og hálfum mánuði, hann er enn að segja frá þessari reynslu sinni í fjölmiðlum. Var líka hjá Gísla Marteini um helgina. Fólkið á Stöð 2 fylgist allavega með af athygli - það elskar Sigga. Ég veit ekki með hina. --- --- ---- Það er alltaf dálítið hallærislegt þegar menn reyna að setja upp kaffihúsastemmingu í upptökustúdíói í sjónvarpi, sérstaklega ef hún á að minna á París. Ég kveikti á sjónvarpinu í kvöld og hélt að væri verið að endursýna gamlan skemmtiþátt, en þá var verið að kunngjöra tilnefningar vegna bókmenntaverðlaunanna. Ég horfði með öðru auganu. Allt var þetta mjög hefðbundið. Stundum hef ég á tilfinningunni að fólk sem er í svona verðlaunanefndum sé ekkert sérlega mikið fyrir bækur - eða kannski er þetta bara svona útvatnað vegna málamiðlananna sem þarf að gera til að allir geti verið sammála í nefndunum. Til að gera öllum til hæfis. Þarna er sittlítið af hverju - náttúrulífsbók eins og venjulega, ljósmyndabók, svo hefur vantað eitthvað eftir konu og þá er valin bókin um Ólöfu eskimóa. Hún rís á engan hátt undir tilnefningunni, en það skiptir svosem ekki máli - það er löngu vitað að bókin hans Halldórs Guðmundssonar um Laxness vinnur. Yfir í fagurbókmenntirnar. Hvað er bak við valið þar? Tvær skáldsögur, ein spennubók, ljóðabók og barnabók. Mest kemur á óvart að Bítlaávarpið eftir Einar Má skuli vera valið - bókin hefur fengið hroðalega dóma. Hún er örugglega með lökustu verkum höfundarins. Og allt í einu er farið að snobba voða mikið fyrir spennusögum - spaugilegt að sjá hvað allir voru sammála að fagna því að Arnaldur skyldi fá tilnefningu. Ég er líka helst á því að hann vinni þetta - mönnum finnst vera kominn "tími til"...
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun