Pössum okkur á pólitíkusunum! 7. desember 2004 00:01 Það virðist hafa tekist nokkuð vel til með skipan nefndar sem á að vera ráðgefandi varðandi stjórnarskrárbreytingar. Þar eiga að sitja Eiríkur Tómasson, Björg Thorarensen, Gunnar Helgi Kristinsson og Kristján Andri Sveinsson. Þrír prófessorar við Háskóla Íslands, tveir þeirra lögfræðingar, einn stjórnmálafræðingur og svo embættismaður af kontór Davíðs Oddssonar. Kemur raunar dálítið á óvart að vægi Háskólans skuli vera svo mikið eftir deilumál sumarsins - á þem tíma var rætt um að að lögfræðideild Háskólans væri í stjórnarandstöðu. Síðan verður skipuð önnur nefnd með stjórnmálamönnum, eftir fyrirfram ákveðnum hlutföllum. Þrír sjálfstæðismenn, tveir frá Samfylkingu og Framsókn, einn frá VG og Frjálslyndum. Mesta hættan er ef pólitíkusarnir reyna að halda þessu of nálægt sér, skipuleggja breytingarnar út frá sínum hagsmunum en ekki þjóðarinnar. Við höfum margsinnis séð slíkt gerast varðandi kjördæmabreytingar - þar er þess vandlega gætt að hafa sem nákvæmast jafnvægi um það hvernig atkvæði nýtast flokkunum, en hins vegar aldrei almennilega tekið á því að leiðrétta misvægi atkvæða milli landshluta. Allt ber það svip hrossakaupa sem vonandi verður hægt að forðast núna. Annað víti til að varast er nefndin sem fjallaði á sínum tíma um fjármál flokkanna. Þar voru settir inn flokkshestar uppfullir af flokkshugsun sem komust að þeirri niðurstöðu að óbreytt fyrirkomulag hentaði bara ágætlega. Þeir voru fyrst og fremst að gæta hagsmuna stéttar stjórnmálamannanna en skeyttu minna um kjósendurna, lýðræðið og opna stjórnarhætti. Niðurstaða nefndarinnar var ekki annað en ógeðslegt krull. Hugmyndir um sérstakt stjórnlagaþing eru allrar athygli verðar - altént er sjálfsagt í opnu nútímalegu lýðræðissamfélagi á tíma upplýsingatækni að kalla sem flesta að gerð stjórnarskrár. Það gæti líka orðið býsna þroskandi, bæði fyrir stjórnmálamenn og kjósendur. Við verðum að passa okkur á pólitíkusunum! Þetta er ekki þeirra mál fremur en okkar allra. Stjórnarskrá setur leikreglur fyrir samfélagið, reglurnar sem stjórnmálamennirnir eiga að fara eftir. Það getur ekki talist eðlilegt að þeir séu einir um að semja slíkar reglur. --- --- --- Páll Baldvin Baldvinsson fer á kostum í DV á hverjum degi. Var kominn tími til að stigi fram skoðanamikill og óhræddur menningarblaðamaður af þessu kalíberi. Hann skrifar um kvikmyndir, bækur, leiksýningar, tónlist - af furðumikilli þekkingu á þessu öllu. Og er þess utan með ritfærustu mönnum. Páll skrifar beittan pistil um íslensku bókmenntaverðlaunin í blaðið í morgun: "Nú má spyrja hvernig er yfirleitt hægt að taka alvarlega verðlaun sem taka aðeins til eins tíunda af útgefnum bókum ársins í landinu, útheimta aðgangseyri til að komast í pottinn og hafa reyndar verið kölluð útgefendaverðlaunin. Þegar það er sagt fer grátkór félags bókaútgefenda í gang og hrín... ...Víst má ganga út frá því sem vísu að alltaf verði deilur um verðlaun sem þessi. Hér gildir meðalhóf en ekki ýtrustu kröfur. Valið lyktar af miðlunarhugsun, sátt við heldrimenn - það er miðjumoðsfýla af því upp í miðjar hlíðar. Valnefndir eru að víkja sér undan því að tilefna þau verk sem bera af sem bókmenntir og sem fræðirit. Það þýðir að hvorki bókmennta- né fræðasamfélagið munu virða þau nokkurs. Þá er líka best að fela FM957 framkvæmdina og breyta þessu í almenn vinsældaverðlaun. Þá má safna verðlaunafénu með innhringingum og bókaútgefendur sleppa við útlagðan kostnað." --- --- --- Ég ímynda mér að meðaltalsgestir á Stranglerstónleikum hafi sirkabát verið Illugi Jökulsson og Valli í Fræbblunum. Dálítið seint í rassinn gripið að mæta með hund til að leita að fíkniefnum á þeim. Hvar voru hundarnir þegar Stranglers spiluðu 1978? --- --- --- Á mynd frá síðasta degi heimastjórnarafmælis í Mogganum eru Halldór Ásgrímsson, Geir Haarde og Vigdís Finnbogadóttir. Ólafur Ragnar er hvergi sjáanlegur. Er Vigdís kannski forsetinn þeirra en Ólafur Ragnar forseti hinna? Mæta sjálfstæðismenn kannski aldrei framar í veislurnar hjá honum? Það væri nú aldeilis hefnd. Pétur Blöndal lét sig þó hafa það að mæta í síðustu forsetaveislu - til að meta með þrautþjálfuðu auga hvað væri hægt að fá fyrir góssið á Bessastöðum ef því yrði komið í verð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Hérna eru aukalega 6000 íbúðir. Veskú Ævar Rafn Hafþórsson Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson Skoðun
Það virðist hafa tekist nokkuð vel til með skipan nefndar sem á að vera ráðgefandi varðandi stjórnarskrárbreytingar. Þar eiga að sitja Eiríkur Tómasson, Björg Thorarensen, Gunnar Helgi Kristinsson og Kristján Andri Sveinsson. Þrír prófessorar við Háskóla Íslands, tveir þeirra lögfræðingar, einn stjórnmálafræðingur og svo embættismaður af kontór Davíðs Oddssonar. Kemur raunar dálítið á óvart að vægi Háskólans skuli vera svo mikið eftir deilumál sumarsins - á þem tíma var rætt um að að lögfræðideild Háskólans væri í stjórnarandstöðu. Síðan verður skipuð önnur nefnd með stjórnmálamönnum, eftir fyrirfram ákveðnum hlutföllum. Þrír sjálfstæðismenn, tveir frá Samfylkingu og Framsókn, einn frá VG og Frjálslyndum. Mesta hættan er ef pólitíkusarnir reyna að halda þessu of nálægt sér, skipuleggja breytingarnar út frá sínum hagsmunum en ekki þjóðarinnar. Við höfum margsinnis séð slíkt gerast varðandi kjördæmabreytingar - þar er þess vandlega gætt að hafa sem nákvæmast jafnvægi um það hvernig atkvæði nýtast flokkunum, en hins vegar aldrei almennilega tekið á því að leiðrétta misvægi atkvæða milli landshluta. Allt ber það svip hrossakaupa sem vonandi verður hægt að forðast núna. Annað víti til að varast er nefndin sem fjallaði á sínum tíma um fjármál flokkanna. Þar voru settir inn flokkshestar uppfullir af flokkshugsun sem komust að þeirri niðurstöðu að óbreytt fyrirkomulag hentaði bara ágætlega. Þeir voru fyrst og fremst að gæta hagsmuna stéttar stjórnmálamannanna en skeyttu minna um kjósendurna, lýðræðið og opna stjórnarhætti. Niðurstaða nefndarinnar var ekki annað en ógeðslegt krull. Hugmyndir um sérstakt stjórnlagaþing eru allrar athygli verðar - altént er sjálfsagt í opnu nútímalegu lýðræðissamfélagi á tíma upplýsingatækni að kalla sem flesta að gerð stjórnarskrár. Það gæti líka orðið býsna þroskandi, bæði fyrir stjórnmálamenn og kjósendur. Við verðum að passa okkur á pólitíkusunum! Þetta er ekki þeirra mál fremur en okkar allra. Stjórnarskrá setur leikreglur fyrir samfélagið, reglurnar sem stjórnmálamennirnir eiga að fara eftir. Það getur ekki talist eðlilegt að þeir séu einir um að semja slíkar reglur. --- --- --- Páll Baldvin Baldvinsson fer á kostum í DV á hverjum degi. Var kominn tími til að stigi fram skoðanamikill og óhræddur menningarblaðamaður af þessu kalíberi. Hann skrifar um kvikmyndir, bækur, leiksýningar, tónlist - af furðumikilli þekkingu á þessu öllu. Og er þess utan með ritfærustu mönnum. Páll skrifar beittan pistil um íslensku bókmenntaverðlaunin í blaðið í morgun: "Nú má spyrja hvernig er yfirleitt hægt að taka alvarlega verðlaun sem taka aðeins til eins tíunda af útgefnum bókum ársins í landinu, útheimta aðgangseyri til að komast í pottinn og hafa reyndar verið kölluð útgefendaverðlaunin. Þegar það er sagt fer grátkór félags bókaútgefenda í gang og hrín... ...Víst má ganga út frá því sem vísu að alltaf verði deilur um verðlaun sem þessi. Hér gildir meðalhóf en ekki ýtrustu kröfur. Valið lyktar af miðlunarhugsun, sátt við heldrimenn - það er miðjumoðsfýla af því upp í miðjar hlíðar. Valnefndir eru að víkja sér undan því að tilefna þau verk sem bera af sem bókmenntir og sem fræðirit. Það þýðir að hvorki bókmennta- né fræðasamfélagið munu virða þau nokkurs. Þá er líka best að fela FM957 framkvæmdina og breyta þessu í almenn vinsældaverðlaun. Þá má safna verðlaunafénu með innhringingum og bókaútgefendur sleppa við útlagðan kostnað." --- --- --- Ég ímynda mér að meðaltalsgestir á Stranglerstónleikum hafi sirkabát verið Illugi Jökulsson og Valli í Fræbblunum. Dálítið seint í rassinn gripið að mæta með hund til að leita að fíkniefnum á þeim. Hvar voru hundarnir þegar Stranglers spiluðu 1978? --- --- --- Á mynd frá síðasta degi heimastjórnarafmælis í Mogganum eru Halldór Ásgrímsson, Geir Haarde og Vigdís Finnbogadóttir. Ólafur Ragnar er hvergi sjáanlegur. Er Vigdís kannski forsetinn þeirra en Ólafur Ragnar forseti hinna? Mæta sjálfstæðismenn kannski aldrei framar í veislurnar hjá honum? Það væri nú aldeilis hefnd. Pétur Blöndal lét sig þó hafa það að mæta í síðustu forsetaveislu - til að meta með þrautþjálfuðu auga hvað væri hægt að fá fyrir góssið á Bessastöðum ef því yrði komið í verð.
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun