Sækir hitann í heimilistækin yfir 9. desember 2004 00:01 "Það er einhver sjarmi við ákveðið horn í húsinu mínu. Þetta er í eldhúsinu þar sem eldavélin, uppþvottavélin og kaffivélin mætast í níutíu gráðu horni. Þetta er hornið sem ég halla mér upp að og sæki hitann úr eldavélinni og uppþvottavélinni sem yljar bakhlutanum á mér meðan ég teygi mig í kaffisopann," segir Ilmur Stefánsdóttir myndlistarkona, en eldhúsið er í sérstöku uppáhaldi hjá Ilmi og þá sérstaklega fyrrgreint horn. "Við hjónin fengum í brúðkaupsgjöf á sínum tíma forláta kaffivél sem kostaði formúu fjár og þarna í horninu þykir mér gott teygja mig í vélina og sötra kaffisopann, sérstaklega þegar ég er búin að elda, ganga frá og setja í uppþvottavélina." Hugmyndir segist Ilmur þó sækja annars staðar í húsið, en þær fæðast flestar þegar hún leggst með börnum sínum og svæfir á kvöldin. "Sú stund hefur eitthvað með friðsæld að gera og þá sérstaklega þá staðreynd að ekkert áreiti er tengt þeirri stund. Þá vilja hugmyndirnar hellast yfir mig." Ilmur notar hornið góða til annarra hluta en hugmyndaöflunar, sem hún segir vera rými fyrir hvíld og afslöppun. "Ég leita einfaldlega bara í þetta horn og kann enga sérstaka skýringu á því. Stellingin er jú standandi en afskaplega þægileg engu að síður. Í horninu góða er bara rými fyrir einn og sú staðreynd verður að vera fyllilega á hreinu. Bak við mig tróna skápar, en í beinni sjónlínu gefur svo að líta eldhúsglugga sem er gardínulaus og gaman er að horfa gegnum þegar ég heimsæki hornið góða." Hús og heimili Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
"Það er einhver sjarmi við ákveðið horn í húsinu mínu. Þetta er í eldhúsinu þar sem eldavélin, uppþvottavélin og kaffivélin mætast í níutíu gráðu horni. Þetta er hornið sem ég halla mér upp að og sæki hitann úr eldavélinni og uppþvottavélinni sem yljar bakhlutanum á mér meðan ég teygi mig í kaffisopann," segir Ilmur Stefánsdóttir myndlistarkona, en eldhúsið er í sérstöku uppáhaldi hjá Ilmi og þá sérstaklega fyrrgreint horn. "Við hjónin fengum í brúðkaupsgjöf á sínum tíma forláta kaffivél sem kostaði formúu fjár og þarna í horninu þykir mér gott teygja mig í vélina og sötra kaffisopann, sérstaklega þegar ég er búin að elda, ganga frá og setja í uppþvottavélina." Hugmyndir segist Ilmur þó sækja annars staðar í húsið, en þær fæðast flestar þegar hún leggst með börnum sínum og svæfir á kvöldin. "Sú stund hefur eitthvað með friðsæld að gera og þá sérstaklega þá staðreynd að ekkert áreiti er tengt þeirri stund. Þá vilja hugmyndirnar hellast yfir mig." Ilmur notar hornið góða til annarra hluta en hugmyndaöflunar, sem hún segir vera rými fyrir hvíld og afslöppun. "Ég leita einfaldlega bara í þetta horn og kann enga sérstaka skýringu á því. Stellingin er jú standandi en afskaplega þægileg engu að síður. Í horninu góða er bara rými fyrir einn og sú staðreynd verður að vera fyllilega á hreinu. Bak við mig tróna skápar, en í beinni sjónlínu gefur svo að líta eldhúsglugga sem er gardínulaus og gaman er að horfa gegnum þegar ég heimsæki hornið góða."
Hús og heimili Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp