Lúsíubrauð 10. desember 2004 00:01 "Lúsíuhátíðin er afar falleg enda er lúsían tákn fyrir það góða í lífinu," segir hin sænska Kristina Anderson, stoðtækjasmiður þegar hún er spurð um Lúsíumessuna sem er þann 13. desember. Hún kveðst árlega taka þátt í slíkri hátíð á vegum sænska félagsins og slík hátíð verður í Seltjarnarneskirkju á mánudagskvöldið. Dagurinn heitir eftir heilagri Lúsíu sem uppi var á Sikiley um árið 300 og sá siður að halda hann hátíðlegan er inngróinn í menningarlíf Svía. Þá klæðast börn hvítum kyrtlum og syngja Lúsíusöngva. Ein stúlkan er "Lúsía" með ljósakórónu á höfði en hin eru með kerti í hendi og nefnast stúlkurnar tärnor en strákarnir stjärngossar. Kristina er frá Gotlandi og kom fyrst hingað til lands árið 1991 en settist að fyrir 10 árum. Hún heldur þeim sið að baka Lúsíubrauð á aðventunni með börnunum sínum, gjarnan fyrstu helgina í aðventu og segir það alltaf skapa vissa stemningu. "Ég geymi brauðið í frystinum og við gæðum okkur á því af og til, meðal annars um þrjúleytið á aðfangadag," segir hún og gefur okkur uppskriftina.Lúsíubrauð50 g smjör 5 dl mjólk 50 g pressuger eða 5 tsk. þurrger 1 tsk. salt 2 tsk. sykur um 1,7 l hveiti 1-2 pokar (1/2 g pk) saffran sykurmoli og brennivínstár 125 g smjör 1 1/2 dl sykur 1 eggSkraut1 egg, rúsínur og perlusykur Bræðið smjörið (50 g) og hellið mjólkinni í. Velgið það upp í 37 gráður. Leysið upp gerið í mjólkinni og setjið síðan salt, 2 tsk. sykur og meirihluta hveitisins saman við og hnoðið vel. Látið það síðan lyfta sér þar til það hefur stækkað um helming (um klukkutíma). Á meðan steytið þið saffranið í mortéli með sykurmola og blandið með örlitlu áfengi. Hrærið smjörið og sykurinn létt og blandið egginu og saffraninu við. Þegar deigið hefur lyft sér er saffranhrærunni blandað saman við það og hluta hveitisins sem eftir var en þó er lítið eitt skilið eftir til að bera undir deigið áður en það er rúllað út. Síðan eru gerðar litlar rúllur sem mótaðar eru á ýmsan hátt. Brauðinu er raðað á plötu með bökunarpappír og látið lyfta sér. Penslað með eggi og skreytt með rúsínum og jafnvel perlusykri. Bakað í miðjum ofni í 8-10 mínútur. Kristina og sonurinn Guðmundur Hjalmar Egilsson með brauðstaflann sem búið er að baka. Jólamatur Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið
"Lúsíuhátíðin er afar falleg enda er lúsían tákn fyrir það góða í lífinu," segir hin sænska Kristina Anderson, stoðtækjasmiður þegar hún er spurð um Lúsíumessuna sem er þann 13. desember. Hún kveðst árlega taka þátt í slíkri hátíð á vegum sænska félagsins og slík hátíð verður í Seltjarnarneskirkju á mánudagskvöldið. Dagurinn heitir eftir heilagri Lúsíu sem uppi var á Sikiley um árið 300 og sá siður að halda hann hátíðlegan er inngróinn í menningarlíf Svía. Þá klæðast börn hvítum kyrtlum og syngja Lúsíusöngva. Ein stúlkan er "Lúsía" með ljósakórónu á höfði en hin eru með kerti í hendi og nefnast stúlkurnar tärnor en strákarnir stjärngossar. Kristina er frá Gotlandi og kom fyrst hingað til lands árið 1991 en settist að fyrir 10 árum. Hún heldur þeim sið að baka Lúsíubrauð á aðventunni með börnunum sínum, gjarnan fyrstu helgina í aðventu og segir það alltaf skapa vissa stemningu. "Ég geymi brauðið í frystinum og við gæðum okkur á því af og til, meðal annars um þrjúleytið á aðfangadag," segir hún og gefur okkur uppskriftina.Lúsíubrauð50 g smjör 5 dl mjólk 50 g pressuger eða 5 tsk. þurrger 1 tsk. salt 2 tsk. sykur um 1,7 l hveiti 1-2 pokar (1/2 g pk) saffran sykurmoli og brennivínstár 125 g smjör 1 1/2 dl sykur 1 eggSkraut1 egg, rúsínur og perlusykur Bræðið smjörið (50 g) og hellið mjólkinni í. Velgið það upp í 37 gráður. Leysið upp gerið í mjólkinni og setjið síðan salt, 2 tsk. sykur og meirihluta hveitisins saman við og hnoðið vel. Látið það síðan lyfta sér þar til það hefur stækkað um helming (um klukkutíma). Á meðan steytið þið saffranið í mortéli með sykurmola og blandið með örlitlu áfengi. Hrærið smjörið og sykurinn létt og blandið egginu og saffraninu við. Þegar deigið hefur lyft sér er saffranhrærunni blandað saman við það og hluta hveitisins sem eftir var en þó er lítið eitt skilið eftir til að bera undir deigið áður en það er rúllað út. Síðan eru gerðar litlar rúllur sem mótaðar eru á ýmsan hátt. Brauðinu er raðað á plötu með bökunarpappír og látið lyfta sér. Penslað með eggi og skreytt með rúsínum og jafnvel perlusykri. Bakað í miðjum ofni í 8-10 mínútur. Kristina og sonurinn Guðmundur Hjalmar Egilsson með brauðstaflann sem búið er að baka.
Jólamatur Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið